Segir starfsfólk Icelandair vera lausnina, ekki vandamálið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. maí 2020 12:02 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Egill. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, virðist ekki vera kátur með þá upplifun forstjóra Icelandair að helsta fyrirstaðan fyrir björgun Icelandair sé starfsfólkið sem starfi hjá fyrirtækinu. Hann spyr hvort að það séu frekar stjórnendurnir sem séu fyrirstaðan. Í gær var greint frá bréfi Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, til starfsmanna þar sem hann sagði að ljúka verði langtímasamningum við flugstéttir félagsins fyrir föstudaginn 22. maí. Lækka yrði launakostnað og að samningaviðræður við flugstéttir innan félagsins mættu vera á betri stað. Fjárfestar gerðu kröfu um nýja langtímasamninga við flugstéttir sem gætu gert félagið samkeppnishæft á næstu árum. Í stöðuuppfærslu á Facebook gefur Ragnar Þór lítið fyrir þessar skýringar Boga og segir að miðað við mörg samtöl við stjórnarmenn í Lífeyrissjóði verslunarmanna, sem er næst stærsti eigandi Icelandair og ætla megi að eigi í viðræðum um framtíð Icelandair, hafi stjórn sjóðsins ekki farið fram á að endursemja þurfi við starfsfólk félagsis svo það verði samkeppnishæft við önnur flugfélög. „Ég get þó nánast fullyrt að lífeyrissjóðirnir opna ekki buddur sínar fyrir félag sem ætlar starfsfólki að afsala sér grundvallar réttindum,“ skrifar Ragnar og spyr hvort að stjórnendur félagsins sé helsta fyrirstaðan fyrir björgun Icelandair. Hann segist vera orðinn þreyttur á því að starfsfólkið sé gert að vandamáli þegar illa gengur þegar aðrar skýringar blasi við. Þá telur hann líkegt að Icelandair verði bjargað fari allt á versta veg, það sé ekki slæmur kostur. „En hvernig sem það verður gert munum við tryggja að réttindi og samningar við starfsfólkið verði virt svo sómi sé af. Vil að lokum senda starfsfólki Icelandair baráttukveðjur. Þið eruð lausnin ekki vandamálið,“ skrifar Ragnar Þór. Icelandair Kjaramál Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, virðist ekki vera kátur með þá upplifun forstjóra Icelandair að helsta fyrirstaðan fyrir björgun Icelandair sé starfsfólkið sem starfi hjá fyrirtækinu. Hann spyr hvort að það séu frekar stjórnendurnir sem séu fyrirstaðan. Í gær var greint frá bréfi Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, til starfsmanna þar sem hann sagði að ljúka verði langtímasamningum við flugstéttir félagsins fyrir föstudaginn 22. maí. Lækka yrði launakostnað og að samningaviðræður við flugstéttir innan félagsins mættu vera á betri stað. Fjárfestar gerðu kröfu um nýja langtímasamninga við flugstéttir sem gætu gert félagið samkeppnishæft á næstu árum. Í stöðuuppfærslu á Facebook gefur Ragnar Þór lítið fyrir þessar skýringar Boga og segir að miðað við mörg samtöl við stjórnarmenn í Lífeyrissjóði verslunarmanna, sem er næst stærsti eigandi Icelandair og ætla megi að eigi í viðræðum um framtíð Icelandair, hafi stjórn sjóðsins ekki farið fram á að endursemja þurfi við starfsfólk félagsis svo það verði samkeppnishæft við önnur flugfélög. „Ég get þó nánast fullyrt að lífeyrissjóðirnir opna ekki buddur sínar fyrir félag sem ætlar starfsfólki að afsala sér grundvallar réttindum,“ skrifar Ragnar og spyr hvort að stjórnendur félagsins sé helsta fyrirstaðan fyrir björgun Icelandair. Hann segist vera orðinn þreyttur á því að starfsfólkið sé gert að vandamáli þegar illa gengur þegar aðrar skýringar blasi við. Þá telur hann líkegt að Icelandair verði bjargað fari allt á versta veg, það sé ekki slæmur kostur. „En hvernig sem það verður gert munum við tryggja að réttindi og samningar við starfsfólkið verði virt svo sómi sé af. Vil að lokum senda starfsfólki Icelandair baráttukveðjur. Þið eruð lausnin ekki vandamálið,“ skrifar Ragnar Þór.
Icelandair Kjaramál Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira