Segir starfsfólk Icelandair vera lausnina, ekki vandamálið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. maí 2020 12:02 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Egill. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, virðist ekki vera kátur með þá upplifun forstjóra Icelandair að helsta fyrirstaðan fyrir björgun Icelandair sé starfsfólkið sem starfi hjá fyrirtækinu. Hann spyr hvort að það séu frekar stjórnendurnir sem séu fyrirstaðan. Í gær var greint frá bréfi Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, til starfsmanna þar sem hann sagði að ljúka verði langtímasamningum við flugstéttir félagsins fyrir föstudaginn 22. maí. Lækka yrði launakostnað og að samningaviðræður við flugstéttir innan félagsins mættu vera á betri stað. Fjárfestar gerðu kröfu um nýja langtímasamninga við flugstéttir sem gætu gert félagið samkeppnishæft á næstu árum. Í stöðuuppfærslu á Facebook gefur Ragnar Þór lítið fyrir þessar skýringar Boga og segir að miðað við mörg samtöl við stjórnarmenn í Lífeyrissjóði verslunarmanna, sem er næst stærsti eigandi Icelandair og ætla megi að eigi í viðræðum um framtíð Icelandair, hafi stjórn sjóðsins ekki farið fram á að endursemja þurfi við starfsfólk félagsis svo það verði samkeppnishæft við önnur flugfélög. „Ég get þó nánast fullyrt að lífeyrissjóðirnir opna ekki buddur sínar fyrir félag sem ætlar starfsfólki að afsala sér grundvallar réttindum,“ skrifar Ragnar og spyr hvort að stjórnendur félagsins sé helsta fyrirstaðan fyrir björgun Icelandair. Hann segist vera orðinn þreyttur á því að starfsfólkið sé gert að vandamáli þegar illa gengur þegar aðrar skýringar blasi við. Þá telur hann líkegt að Icelandair verði bjargað fari allt á versta veg, það sé ekki slæmur kostur. „En hvernig sem það verður gert munum við tryggja að réttindi og samningar við starfsfólkið verði virt svo sómi sé af. Vil að lokum senda starfsfólki Icelandair baráttukveðjur. Þið eruð lausnin ekki vandamálið,“ skrifar Ragnar Þór. Icelandair Kjaramál Mest lesið Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Viðskipti innlent Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind Atvinnulíf Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, virðist ekki vera kátur með þá upplifun forstjóra Icelandair að helsta fyrirstaðan fyrir björgun Icelandair sé starfsfólkið sem starfi hjá fyrirtækinu. Hann spyr hvort að það séu frekar stjórnendurnir sem séu fyrirstaðan. Í gær var greint frá bréfi Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, til starfsmanna þar sem hann sagði að ljúka verði langtímasamningum við flugstéttir félagsins fyrir föstudaginn 22. maí. Lækka yrði launakostnað og að samningaviðræður við flugstéttir innan félagsins mættu vera á betri stað. Fjárfestar gerðu kröfu um nýja langtímasamninga við flugstéttir sem gætu gert félagið samkeppnishæft á næstu árum. Í stöðuuppfærslu á Facebook gefur Ragnar Þór lítið fyrir þessar skýringar Boga og segir að miðað við mörg samtöl við stjórnarmenn í Lífeyrissjóði verslunarmanna, sem er næst stærsti eigandi Icelandair og ætla megi að eigi í viðræðum um framtíð Icelandair, hafi stjórn sjóðsins ekki farið fram á að endursemja þurfi við starfsfólk félagsis svo það verði samkeppnishæft við önnur flugfélög. „Ég get þó nánast fullyrt að lífeyrissjóðirnir opna ekki buddur sínar fyrir félag sem ætlar starfsfólki að afsala sér grundvallar réttindum,“ skrifar Ragnar og spyr hvort að stjórnendur félagsins sé helsta fyrirstaðan fyrir björgun Icelandair. Hann segist vera orðinn þreyttur á því að starfsfólkið sé gert að vandamáli þegar illa gengur þegar aðrar skýringar blasi við. Þá telur hann líkegt að Icelandair verði bjargað fari allt á versta veg, það sé ekki slæmur kostur. „En hvernig sem það verður gert munum við tryggja að réttindi og samningar við starfsfólkið verði virt svo sómi sé af. Vil að lokum senda starfsfólki Icelandair baráttukveðjur. Þið eruð lausnin ekki vandamálið,“ skrifar Ragnar Þór.
Icelandair Kjaramál Mest lesið Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Viðskipti innlent Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind Atvinnulíf Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Sjá meira
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent