Innlent

Ríkissáttasemjari boðar Flugfreyjufélag Íslands og Icelandair á fund

Sylvía Hall skrifar
Viðræður við stéttarfélög starfsfólks Icelandair ganga misjafnlega. 
Viðræður við stéttarfélög starfsfólks Icelandair ganga misjafnlega.  vísir/vilhelm

Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair til fundar klukkan tvö í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu var fundurinn boðaður vegna þeirrar ólgu sem ríkir í stéttinni eftir að forstjórinn sendi bréf á starfsfólk þar sem hann sagði það vera helstu fyrirstöðu þess að bjarga félaginu frá falli.

Í bréfinu segir hann jafnframt að Icelandair verði að komast í gegnum núverandi stöðu og ljúka fjármögnun sinni því að öðrum kosti sé framtíð þess ekki í lengur í höndum stjórnenda þess.

Icelandair hefur líkt og önnur flugfélög lent í verulegum skakkaföllum vegna kórónuveiruheimsfaraldursins og þurfti félagið að segja upp rúmlega tvö þúsund starfsmönnum í síðasta mánuði. Stærsti einstaki hópurinn þar voru flugfreyjur og flugþjónar, en 897 af 940 í þeim hópi misstu vinnuna.

Flugfreyjur hafa verið nokkuð lengi án kjarasamnings og ganga viðræður við stéttarfélög starfsfólks Icelandair misjafnlega. Að sögn Boga mættu viðræður við Félag íslenskra atvinnuflugmanna og Flugfreyjufélag Íslands vera á betri stað en leggur áherslu á að samningar verði að nást fyrir hluthafafund sem áætlaður er 22. maí.


Tengdar fréttir

Flugfreyjur með yfir þrjátíu ára starfsreynslu misstu vinnuna

Rúmlega 95 prósent flugfreyja og -þjóna hjá Icelandair missa vinnuna um mánaðamótin þegar uppsagnir rúmlega tvö þúsund starfsmanna flugfélagsins taka gildi. Formaður Flugfreyjufélagsins segir uppsagnirnar fleiri en hún hefði óttast.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×