Segir samstarfsörðugleika innan þingflokksins ekki stórmál Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 16. mars 2018 16:00 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri Grænna, segir samstarfsörðugleika í þingflokknum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, treystir því að sættir náist. Mynd/samsett „Það hafa nú oft verið skiptar skoðanir innan Vinstri Grænna,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „Við erum hreyfing sem hefur það aðalsmerki að fólk talar opinskátt um sinn ágreining. Ég hef nú setið á þingi í tíu ár og hef séð ýmislegt í þeim efnum þannig að þetta er nú kannski ekki stórmál. Ég held að við leysum bara úr þessu.“ Fréttastofa kannaði viðbrögð forsætisráðherra vegna ummæla Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingflokksformanns Vinstri Grænna, í Fréttablaðinu í morgun þar sem hún sagði að ekkert uppgjör hafi átt sér stað innan þingflokksins eftir að þingmenn flokksins, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, kusu með vantrauststillögu gegn Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra. Sjá: „Reyna að draga úr spennu á þingflokksfundi VG í næstu viku“ „Það er óhætt að segja að samskiptin eru erfið innan þingflokksins. Það er ekkert sérstaklega við mig frekar en aðra en þau eru svolítið erfið og hafa verið það og það er ekkert nýtt. Það er óhætt að segja að frá upphafi hefur þetta verið pínulítið þyngra en við höfum átt að venjast fram til þessa,“ sagði Bjarkey í samtali við Fréttablaðið. Áhrifafólk innan hinna stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, hafa lýst því yfir að þeir líti svo á að stjórnarmeirihlutinn telji nú 33 þingmenn eftir að Rósa Björk og Andrés Ingi kusu með vantrausti. Katrín tekur ekki alveg í sama streng og ítrekar að hún treysti því að hreinskiptar samræður geti leyst málin. „Það er ólík menning á milli ólíkra stjórnmálaflokka. innan okkar hreyfingar er rými fyrir ólíkar skoðanir. Ég hef fulla trú á að við leysum úr þessum málum eins og öllu öðru sem við tökum okkur fyrir hendur,“ segir Katrín. Fréttablaðið greindi einnig frá því að Bjarkey Olsen hafi gert tilraun til að kalla inn varamann fyrir Rósu Björk sem stödd er erlendis. Bjarkey hafi gert það að Rósu forspurðri. „Já, ég reyndi að gera það, ég hélt að það væri samkomulag um það því hún væri úti á vegum þingsins. En hún afturkallaði það,“ sagði Bjarkey. „Hún var ósátt og fannst ég taka fram fyrir hendurnar á sér sem er að mörgu leyti rétt. Ég taldi hins vegar bara að það væri samkomulag um annað. Það voru kannski mistök af minni hálfu.“ Í þessu samhengi segir Katrín að flokkurinn hafi haft uppi ákveðið vinnulag hvað innköllun varamanna varðar. Hún segir að það verði tekið fyrir á vettvangi þingflokksins. Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
„Það hafa nú oft verið skiptar skoðanir innan Vinstri Grænna,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „Við erum hreyfing sem hefur það aðalsmerki að fólk talar opinskátt um sinn ágreining. Ég hef nú setið á þingi í tíu ár og hef séð ýmislegt í þeim efnum þannig að þetta er nú kannski ekki stórmál. Ég held að við leysum bara úr þessu.“ Fréttastofa kannaði viðbrögð forsætisráðherra vegna ummæla Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingflokksformanns Vinstri Grænna, í Fréttablaðinu í morgun þar sem hún sagði að ekkert uppgjör hafi átt sér stað innan þingflokksins eftir að þingmenn flokksins, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, kusu með vantrauststillögu gegn Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra. Sjá: „Reyna að draga úr spennu á þingflokksfundi VG í næstu viku“ „Það er óhætt að segja að samskiptin eru erfið innan þingflokksins. Það er ekkert sérstaklega við mig frekar en aðra en þau eru svolítið erfið og hafa verið það og það er ekkert nýtt. Það er óhætt að segja að frá upphafi hefur þetta verið pínulítið þyngra en við höfum átt að venjast fram til þessa,“ sagði Bjarkey í samtali við Fréttablaðið. Áhrifafólk innan hinna stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, hafa lýst því yfir að þeir líti svo á að stjórnarmeirihlutinn telji nú 33 þingmenn eftir að Rósa Björk og Andrés Ingi kusu með vantrausti. Katrín tekur ekki alveg í sama streng og ítrekar að hún treysti því að hreinskiptar samræður geti leyst málin. „Það er ólík menning á milli ólíkra stjórnmálaflokka. innan okkar hreyfingar er rými fyrir ólíkar skoðanir. Ég hef fulla trú á að við leysum úr þessum málum eins og öllu öðru sem við tökum okkur fyrir hendur,“ segir Katrín. Fréttablaðið greindi einnig frá því að Bjarkey Olsen hafi gert tilraun til að kalla inn varamann fyrir Rósu Björk sem stödd er erlendis. Bjarkey hafi gert það að Rósu forspurðri. „Já, ég reyndi að gera það, ég hélt að það væri samkomulag um það því hún væri úti á vegum þingsins. En hún afturkallaði það,“ sagði Bjarkey. „Hún var ósátt og fannst ég taka fram fyrir hendurnar á sér sem er að mörgu leyti rétt. Ég taldi hins vegar bara að það væri samkomulag um annað. Það voru kannski mistök af minni hálfu.“ Í þessu samhengi segir Katrín að flokkurinn hafi haft uppi ákveðið vinnulag hvað innköllun varamanna varðar. Hún segir að það verði tekið fyrir á vettvangi þingflokksins.
Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira