Segir samstarfsörðugleika innan þingflokksins ekki stórmál Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 16. mars 2018 16:00 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri Grænna, segir samstarfsörðugleika í þingflokknum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, treystir því að sættir náist. Mynd/samsett „Það hafa nú oft verið skiptar skoðanir innan Vinstri Grænna,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „Við erum hreyfing sem hefur það aðalsmerki að fólk talar opinskátt um sinn ágreining. Ég hef nú setið á þingi í tíu ár og hef séð ýmislegt í þeim efnum þannig að þetta er nú kannski ekki stórmál. Ég held að við leysum bara úr þessu.“ Fréttastofa kannaði viðbrögð forsætisráðherra vegna ummæla Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingflokksformanns Vinstri Grænna, í Fréttablaðinu í morgun þar sem hún sagði að ekkert uppgjör hafi átt sér stað innan þingflokksins eftir að þingmenn flokksins, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, kusu með vantrauststillögu gegn Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra. Sjá: „Reyna að draga úr spennu á þingflokksfundi VG í næstu viku“ „Það er óhætt að segja að samskiptin eru erfið innan þingflokksins. Það er ekkert sérstaklega við mig frekar en aðra en þau eru svolítið erfið og hafa verið það og það er ekkert nýtt. Það er óhætt að segja að frá upphafi hefur þetta verið pínulítið þyngra en við höfum átt að venjast fram til þessa,“ sagði Bjarkey í samtali við Fréttablaðið. Áhrifafólk innan hinna stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, hafa lýst því yfir að þeir líti svo á að stjórnarmeirihlutinn telji nú 33 þingmenn eftir að Rósa Björk og Andrés Ingi kusu með vantrausti. Katrín tekur ekki alveg í sama streng og ítrekar að hún treysti því að hreinskiptar samræður geti leyst málin. „Það er ólík menning á milli ólíkra stjórnmálaflokka. innan okkar hreyfingar er rými fyrir ólíkar skoðanir. Ég hef fulla trú á að við leysum úr þessum málum eins og öllu öðru sem við tökum okkur fyrir hendur,“ segir Katrín. Fréttablaðið greindi einnig frá því að Bjarkey Olsen hafi gert tilraun til að kalla inn varamann fyrir Rósu Björk sem stödd er erlendis. Bjarkey hafi gert það að Rósu forspurðri. „Já, ég reyndi að gera það, ég hélt að það væri samkomulag um það því hún væri úti á vegum þingsins. En hún afturkallaði það,“ sagði Bjarkey. „Hún var ósátt og fannst ég taka fram fyrir hendurnar á sér sem er að mörgu leyti rétt. Ég taldi hins vegar bara að það væri samkomulag um annað. Það voru kannski mistök af minni hálfu.“ Í þessu samhengi segir Katrín að flokkurinn hafi haft uppi ákveðið vinnulag hvað innköllun varamanna varðar. Hún segir að það verði tekið fyrir á vettvangi þingflokksins. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira
„Það hafa nú oft verið skiptar skoðanir innan Vinstri Grænna,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „Við erum hreyfing sem hefur það aðalsmerki að fólk talar opinskátt um sinn ágreining. Ég hef nú setið á þingi í tíu ár og hef séð ýmislegt í þeim efnum þannig að þetta er nú kannski ekki stórmál. Ég held að við leysum bara úr þessu.“ Fréttastofa kannaði viðbrögð forsætisráðherra vegna ummæla Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingflokksformanns Vinstri Grænna, í Fréttablaðinu í morgun þar sem hún sagði að ekkert uppgjör hafi átt sér stað innan þingflokksins eftir að þingmenn flokksins, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, kusu með vantrauststillögu gegn Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra. Sjá: „Reyna að draga úr spennu á þingflokksfundi VG í næstu viku“ „Það er óhætt að segja að samskiptin eru erfið innan þingflokksins. Það er ekkert sérstaklega við mig frekar en aðra en þau eru svolítið erfið og hafa verið það og það er ekkert nýtt. Það er óhætt að segja að frá upphafi hefur þetta verið pínulítið þyngra en við höfum átt að venjast fram til þessa,“ sagði Bjarkey í samtali við Fréttablaðið. Áhrifafólk innan hinna stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, hafa lýst því yfir að þeir líti svo á að stjórnarmeirihlutinn telji nú 33 þingmenn eftir að Rósa Björk og Andrés Ingi kusu með vantrausti. Katrín tekur ekki alveg í sama streng og ítrekar að hún treysti því að hreinskiptar samræður geti leyst málin. „Það er ólík menning á milli ólíkra stjórnmálaflokka. innan okkar hreyfingar er rými fyrir ólíkar skoðanir. Ég hef fulla trú á að við leysum úr þessum málum eins og öllu öðru sem við tökum okkur fyrir hendur,“ segir Katrín. Fréttablaðið greindi einnig frá því að Bjarkey Olsen hafi gert tilraun til að kalla inn varamann fyrir Rósu Björk sem stödd er erlendis. Bjarkey hafi gert það að Rósu forspurðri. „Já, ég reyndi að gera það, ég hélt að það væri samkomulag um það því hún væri úti á vegum þingsins. En hún afturkallaði það,“ sagði Bjarkey. „Hún var ósátt og fannst ég taka fram fyrir hendurnar á sér sem er að mörgu leyti rétt. Ég taldi hins vegar bara að það væri samkomulag um annað. Það voru kannski mistök af minni hálfu.“ Í þessu samhengi segir Katrín að flokkurinn hafi haft uppi ákveðið vinnulag hvað innköllun varamanna varðar. Hún segir að það verði tekið fyrir á vettvangi þingflokksins.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira