Langtímaspáin ber með sér bleytu og kulda Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. ágúst 2018 10:17 Fólk ætti að klæða sig í hlý regnföt ef marka má langtímaspá Einars Sveinbjörnssonar. VÍSIR/STEFÁN Það verður fremur kalt næstu vikur ef marka má langtímaveðurspá Einars Sveinbjörnssonar. Veðurfræðingurinn birti spána á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi sem hann segir byggja á nýrri mánaðarspá Reiknimiðstöðvar evrópskra veðurstofa, sem og á upplýsingum úr gagnabrunni Veðurstofu Íslands. Einar segir að spáin beri með sér „greinilegt háloftadrag“ sem eitt og sér gefi „ákveðna vísbendingu um veðrið“ framundan. Til að mynda megi gera ráð fyrir því að það verði nokkuð svalt og vætusamt næstu vikur. Að sama skapi má búast við „leiðindahreti“ 29. ágúst - sem jafnan er kallaður Höfuðdagur. Gömul veðurtrú á Íslandi var á þá leið að veðurfar myndi batna með Höfuðdegi, eða eins og segir: „Bregður þá vanalega veðráttu og helzt þá hið sama í 20 daga og minnir á það í 40 daga eftir Egediusmessu (1. sept.)." Langtímaspá Einars er eftirfarandi, en nánar má fræðast um hana í færslunni hér að neðan.Helgin 24. til 26. ágúst:Hæg N-átt og fremur kalt fyrir árstímann. Gránar í hærri fjöll norðan- og norðaustanlands. Næturfrost á hálendinu og á stöku stað einnig í byggð. Skúrir norðaustantil og síðdegisdembur einnig sunnanlands á morgun föstudag og laugardag. Sólríkt suðvestan- og vestanlands, en kvöld- og næturkul.Vikan 27. ág. til 2. sept:Háloftalægðardrag lengst af hér í grennd við landið og bæði svalt og fremur úrkomusamt í flestum landshlutum. Oftast vindur á milli NV og NA. Leiðindhret sennilega á höfuðdag. Hlýnar þó heldur undir helgina.Vikan 3. til 9. sept:Mestar líkur eða um 50% á því að þróist í fyrirstöðuhæð yfir Skandinavíu. Fari svo verður áfram fremur svalt, vindur milli S og NV. Væta sunnan- og vestanlands, en þurrir dagar á milli.30-40% líkur á ákveðnari lægðagangi við landið og með A- og NA-átt.10-20% líkur á mildum vindum lengst af af S eða SV og miklum rigningum sunnan og vestanlands. Veður Tengdar fréttir Bjart og hlýtt í höfuðborginni um helgina Íbúar höfuðborgarsvæðisins mega búast við þokkalegu síðsumarveðri í dag. 24. ágúst 2018 07:10 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sjá meira
Það verður fremur kalt næstu vikur ef marka má langtímaveðurspá Einars Sveinbjörnssonar. Veðurfræðingurinn birti spána á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi sem hann segir byggja á nýrri mánaðarspá Reiknimiðstöðvar evrópskra veðurstofa, sem og á upplýsingum úr gagnabrunni Veðurstofu Íslands. Einar segir að spáin beri með sér „greinilegt háloftadrag“ sem eitt og sér gefi „ákveðna vísbendingu um veðrið“ framundan. Til að mynda megi gera ráð fyrir því að það verði nokkuð svalt og vætusamt næstu vikur. Að sama skapi má búast við „leiðindahreti“ 29. ágúst - sem jafnan er kallaður Höfuðdagur. Gömul veðurtrú á Íslandi var á þá leið að veðurfar myndi batna með Höfuðdegi, eða eins og segir: „Bregður þá vanalega veðráttu og helzt þá hið sama í 20 daga og minnir á það í 40 daga eftir Egediusmessu (1. sept.)." Langtímaspá Einars er eftirfarandi, en nánar má fræðast um hana í færslunni hér að neðan.Helgin 24. til 26. ágúst:Hæg N-átt og fremur kalt fyrir árstímann. Gránar í hærri fjöll norðan- og norðaustanlands. Næturfrost á hálendinu og á stöku stað einnig í byggð. Skúrir norðaustantil og síðdegisdembur einnig sunnanlands á morgun föstudag og laugardag. Sólríkt suðvestan- og vestanlands, en kvöld- og næturkul.Vikan 27. ág. til 2. sept:Háloftalægðardrag lengst af hér í grennd við landið og bæði svalt og fremur úrkomusamt í flestum landshlutum. Oftast vindur á milli NV og NA. Leiðindhret sennilega á höfuðdag. Hlýnar þó heldur undir helgina.Vikan 3. til 9. sept:Mestar líkur eða um 50% á því að þróist í fyrirstöðuhæð yfir Skandinavíu. Fari svo verður áfram fremur svalt, vindur milli S og NV. Væta sunnan- og vestanlands, en þurrir dagar á milli.30-40% líkur á ákveðnari lægðagangi við landið og með A- og NA-átt.10-20% líkur á mildum vindum lengst af af S eða SV og miklum rigningum sunnan og vestanlands.
Veður Tengdar fréttir Bjart og hlýtt í höfuðborginni um helgina Íbúar höfuðborgarsvæðisins mega búast við þokkalegu síðsumarveðri í dag. 24. ágúst 2018 07:10 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sjá meira
Bjart og hlýtt í höfuðborginni um helgina Íbúar höfuðborgarsvæðisins mega búast við þokkalegu síðsumarveðri í dag. 24. ágúst 2018 07:10