Langtímaspáin ber með sér bleytu og kulda Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. ágúst 2018 10:17 Fólk ætti að klæða sig í hlý regnföt ef marka má langtímaspá Einars Sveinbjörnssonar. VÍSIR/STEFÁN Það verður fremur kalt næstu vikur ef marka má langtímaveðurspá Einars Sveinbjörnssonar. Veðurfræðingurinn birti spána á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi sem hann segir byggja á nýrri mánaðarspá Reiknimiðstöðvar evrópskra veðurstofa, sem og á upplýsingum úr gagnabrunni Veðurstofu Íslands. Einar segir að spáin beri með sér „greinilegt háloftadrag“ sem eitt og sér gefi „ákveðna vísbendingu um veðrið“ framundan. Til að mynda megi gera ráð fyrir því að það verði nokkuð svalt og vætusamt næstu vikur. Að sama skapi má búast við „leiðindahreti“ 29. ágúst - sem jafnan er kallaður Höfuðdagur. Gömul veðurtrú á Íslandi var á þá leið að veðurfar myndi batna með Höfuðdegi, eða eins og segir: „Bregður þá vanalega veðráttu og helzt þá hið sama í 20 daga og minnir á það í 40 daga eftir Egediusmessu (1. sept.)." Langtímaspá Einars er eftirfarandi, en nánar má fræðast um hana í færslunni hér að neðan.Helgin 24. til 26. ágúst:Hæg N-átt og fremur kalt fyrir árstímann. Gránar í hærri fjöll norðan- og norðaustanlands. Næturfrost á hálendinu og á stöku stað einnig í byggð. Skúrir norðaustantil og síðdegisdembur einnig sunnanlands á morgun föstudag og laugardag. Sólríkt suðvestan- og vestanlands, en kvöld- og næturkul.Vikan 27. ág. til 2. sept:Háloftalægðardrag lengst af hér í grennd við landið og bæði svalt og fremur úrkomusamt í flestum landshlutum. Oftast vindur á milli NV og NA. Leiðindhret sennilega á höfuðdag. Hlýnar þó heldur undir helgina.Vikan 3. til 9. sept:Mestar líkur eða um 50% á því að þróist í fyrirstöðuhæð yfir Skandinavíu. Fari svo verður áfram fremur svalt, vindur milli S og NV. Væta sunnan- og vestanlands, en þurrir dagar á milli.30-40% líkur á ákveðnari lægðagangi við landið og með A- og NA-átt.10-20% líkur á mildum vindum lengst af af S eða SV og miklum rigningum sunnan og vestanlands. Veður Tengdar fréttir Bjart og hlýtt í höfuðborginni um helgina Íbúar höfuðborgarsvæðisins mega búast við þokkalegu síðsumarveðri í dag. 24. ágúst 2018 07:10 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
Það verður fremur kalt næstu vikur ef marka má langtímaveðurspá Einars Sveinbjörnssonar. Veðurfræðingurinn birti spána á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi sem hann segir byggja á nýrri mánaðarspá Reiknimiðstöðvar evrópskra veðurstofa, sem og á upplýsingum úr gagnabrunni Veðurstofu Íslands. Einar segir að spáin beri með sér „greinilegt háloftadrag“ sem eitt og sér gefi „ákveðna vísbendingu um veðrið“ framundan. Til að mynda megi gera ráð fyrir því að það verði nokkuð svalt og vætusamt næstu vikur. Að sama skapi má búast við „leiðindahreti“ 29. ágúst - sem jafnan er kallaður Höfuðdagur. Gömul veðurtrú á Íslandi var á þá leið að veðurfar myndi batna með Höfuðdegi, eða eins og segir: „Bregður þá vanalega veðráttu og helzt þá hið sama í 20 daga og minnir á það í 40 daga eftir Egediusmessu (1. sept.)." Langtímaspá Einars er eftirfarandi, en nánar má fræðast um hana í færslunni hér að neðan.Helgin 24. til 26. ágúst:Hæg N-átt og fremur kalt fyrir árstímann. Gránar í hærri fjöll norðan- og norðaustanlands. Næturfrost á hálendinu og á stöku stað einnig í byggð. Skúrir norðaustantil og síðdegisdembur einnig sunnanlands á morgun föstudag og laugardag. Sólríkt suðvestan- og vestanlands, en kvöld- og næturkul.Vikan 27. ág. til 2. sept:Háloftalægðardrag lengst af hér í grennd við landið og bæði svalt og fremur úrkomusamt í flestum landshlutum. Oftast vindur á milli NV og NA. Leiðindhret sennilega á höfuðdag. Hlýnar þó heldur undir helgina.Vikan 3. til 9. sept:Mestar líkur eða um 50% á því að þróist í fyrirstöðuhæð yfir Skandinavíu. Fari svo verður áfram fremur svalt, vindur milli S og NV. Væta sunnan- og vestanlands, en þurrir dagar á milli.30-40% líkur á ákveðnari lægðagangi við landið og með A- og NA-átt.10-20% líkur á mildum vindum lengst af af S eða SV og miklum rigningum sunnan og vestanlands.
Veður Tengdar fréttir Bjart og hlýtt í höfuðborginni um helgina Íbúar höfuðborgarsvæðisins mega búast við þokkalegu síðsumarveðri í dag. 24. ágúst 2018 07:10 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
Bjart og hlýtt í höfuðborginni um helgina Íbúar höfuðborgarsvæðisins mega búast við þokkalegu síðsumarveðri í dag. 24. ágúst 2018 07:10
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?