Innlent

Bjart og hlýtt í höfuðborginni um helgina

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Að frátöldum smá rigningu síðdegis ætti að haldast nokkuð þurrt í Reykjavík um helgina.
Að frátöldum smá rigningu síðdegis ætti að haldast nokkuð þurrt í Reykjavík um helgina. Vísir/andri marínó

Íbúar höfuðborgarsvæðisins mega búast við þokkalegu síðsumarveðri í dag og um helgina, ef marka má spákort Veðurstofunnar. Gert er ráð fyrir hægum vindi næstu daga og ætti almennt að haldast nokkuð þurrt á suðvesturhorninu, að frátöldum smávægilegum síðdegisskúrum í dag.

Annars staðar á landinu verður þó líklega skýjað og dálítil væta um helgina, einkum suðaustantil.

Veðurstofan gerir ráð fyrir hitatölum á bilinu 7 til 14 stig næstu daga og verður hlýjast í höfuðborginni. Það muni svo líklega bæta í vind eftir helgi og þá gæti einnig rignt á Suðurlandi. Hitinn verður þó áfram á svipuðu róli en kann að minnka eftir því sem líður á næstu viku.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Norðaustan 3-8 og smáskúrir, en bjartviðri SV-lands. Hiti 5 til 13 stig, mildast SV-til.

Á sunnudag:
Austan 8-13 syðst, annars hægari. Skýjað með köflum og stöku skúrir, en þurrt N- og A-lands. Hiti 6 til 12 stig.

Á mánudag:
Vaxandi austanátt og fer að rigna S-til á landinu, en norðan heiða um kvöldið. Hiti breytist lítið.

Á þriðjudag:
Norðaustan strekkingur og rigning NV-til, annars hægari og úrkomulítið, en skúrir SA-lands. Hiti 6 til 13 stig, svalast á Vestfjörðum.

Á miðvikudag:
Norðanátt og rigning, en þurrt syðra. Hiti 4 til 13 stig, mildast syðst.

Á fimmtudag:
S-læg átt og líklega þurrt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.