Mourinho væri hættur fyrir löngu ef þetta væri einhver annar klúbbur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2018 11:00 Jose Mourinho ræðir við fyrirliðann Paul Pogba og nokkra aðra leikmenn Manchester United liðsins. Vísir/Getty Það er ekki auðvelt lífið þessa dagana fyrir knattspyrnustjóra Manchester United enda vill eflaust stór hluti stuðningsmanna félagsins sjá annan en Jose Mourinho í stólnum eftir endalaust væl og litlausa spilamennsku. Manchester United hefur lengstum spilað hundleiðinlegan fótbolta undir stjórn Jose Mourinho svo leiðinlegan að hann varpaði stórum skugga á flottan árangur liðsins á síðasta tímabilið þegar liðið endaði í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Mourinho kvartar nú og kveinar við hvert tækifæri undan litlum stuðningi frá félaginu eftir rólegan félagsskiptaglugga og gefur ennfremur lítið fyrir gagnrýni blaðamanna á sín störf. Undir hans stjórn náði United sínum besta árangri í fimm ár í fyrra. Takist Manchester United aftur á móti ekki að brúa bilið á milli sín og City eða missir jafnvel lið eins og Liverpool og Chelsea upp fyrir sig þá er afsökun Mourinho líka löngu klár. Mourinho fékk ekki að kaupa miðvörð í sumar en einmitt þar liggja vandamál liðsins. Þetta sást vel í 3-2 tapi á móti Brighton um síðustu helgi og United-liðið hefur fengið á sig fjögur mörk í fyrstu tveimur umferðunum. Lið Manchester City, Liverpool og Chelsea hafa fengið á sig samtals þrjú mörk í þessum fyrstu umferðum 2018-19 tímabilsins. Nú hafa vinir Jose Mourinho sagt frá því að portúgalski stjórinn væri löngu hættur í þessu starfi ef að hann væri ekki að stýra Manchester United. Daily Mirror segir frá. Sömu vinir láku því líka í sama blaðamann Daily Mirror að Jose Mourinho væri mjög pirraður út hvað lítinn stuðning hann fær fram varastjórnarformanninum Ed Woodward.Jose Mourinho's 12 words to friends over row with Manchester United chief Ed Woodwardhttps://t.co/DBz28v2n1Lpic.twitter.com/0YOKDb4waW — Mirror Football (@MirrorFootball) August 24, 2018Það er þessi litli stuðningur sem hafði þýtt að hann hefði strunsað út í mótmælaskyni hjá öllum öðrum félögum. Nú er hann hins vegar í draumastarfinu og vill gera allt til þess að ná árangri með Manchester United. Þrátt fyrir þennan mikla pirring þá er Mourinho staðráðinn að halda áfram á Old Trafford eins og kemur fram í annarri grein í Manchester Evening News. Það hjálpar líka Jose Mourinho að hann framlengdi samninginn sinn í janúar og það yrði mjög dýrt fyrir Manchester United að láta hann fara.5 issues Jose Mourinho must address ahead of Manchester United's clash with Tottenham | @AA_Richardshttps://t.co/3HVK9ISTLbpic.twitter.com/V4AF1FnNwB — Mirror Football (@MirrorFootball) August 24, 2018Þriðja árið hjá félagi hefur oft reynst Jose Mourinho afar erfitt og það lítur út fyrir að það ætli ekki að breytast nú. Stuðningsmenn United geta hins vegar glaðst yfir eða grátið það að það er engin uppgjöf í Jose Mourinho. Næsti leikur liðsins er á móti Tottenham Hotspur á mánudagskvöldið. Ekkert nema sigur þar getur létt pressuna af Mourinho og hans mönnum. Enski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Það er ekki auðvelt lífið þessa dagana fyrir knattspyrnustjóra Manchester United enda vill eflaust stór hluti stuðningsmanna félagsins sjá annan en Jose Mourinho í stólnum eftir endalaust væl og litlausa spilamennsku. Manchester United hefur lengstum spilað hundleiðinlegan fótbolta undir stjórn Jose Mourinho svo leiðinlegan að hann varpaði stórum skugga á flottan árangur liðsins á síðasta tímabilið þegar liðið endaði í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Mourinho kvartar nú og kveinar við hvert tækifæri undan litlum stuðningi frá félaginu eftir rólegan félagsskiptaglugga og gefur ennfremur lítið fyrir gagnrýni blaðamanna á sín störf. Undir hans stjórn náði United sínum besta árangri í fimm ár í fyrra. Takist Manchester United aftur á móti ekki að brúa bilið á milli sín og City eða missir jafnvel lið eins og Liverpool og Chelsea upp fyrir sig þá er afsökun Mourinho líka löngu klár. Mourinho fékk ekki að kaupa miðvörð í sumar en einmitt þar liggja vandamál liðsins. Þetta sást vel í 3-2 tapi á móti Brighton um síðustu helgi og United-liðið hefur fengið á sig fjögur mörk í fyrstu tveimur umferðunum. Lið Manchester City, Liverpool og Chelsea hafa fengið á sig samtals þrjú mörk í þessum fyrstu umferðum 2018-19 tímabilsins. Nú hafa vinir Jose Mourinho sagt frá því að portúgalski stjórinn væri löngu hættur í þessu starfi ef að hann væri ekki að stýra Manchester United. Daily Mirror segir frá. Sömu vinir láku því líka í sama blaðamann Daily Mirror að Jose Mourinho væri mjög pirraður út hvað lítinn stuðning hann fær fram varastjórnarformanninum Ed Woodward.Jose Mourinho's 12 words to friends over row with Manchester United chief Ed Woodwardhttps://t.co/DBz28v2n1Lpic.twitter.com/0YOKDb4waW — Mirror Football (@MirrorFootball) August 24, 2018Það er þessi litli stuðningur sem hafði þýtt að hann hefði strunsað út í mótmælaskyni hjá öllum öðrum félögum. Nú er hann hins vegar í draumastarfinu og vill gera allt til þess að ná árangri með Manchester United. Þrátt fyrir þennan mikla pirring þá er Mourinho staðráðinn að halda áfram á Old Trafford eins og kemur fram í annarri grein í Manchester Evening News. Það hjálpar líka Jose Mourinho að hann framlengdi samninginn sinn í janúar og það yrði mjög dýrt fyrir Manchester United að láta hann fara.5 issues Jose Mourinho must address ahead of Manchester United's clash with Tottenham | @AA_Richardshttps://t.co/3HVK9ISTLbpic.twitter.com/V4AF1FnNwB — Mirror Football (@MirrorFootball) August 24, 2018Þriðja árið hjá félagi hefur oft reynst Jose Mourinho afar erfitt og það lítur út fyrir að það ætli ekki að breytast nú. Stuðningsmenn United geta hins vegar glaðst yfir eða grátið það að það er engin uppgjöf í Jose Mourinho. Næsti leikur liðsins er á móti Tottenham Hotspur á mánudagskvöldið. Ekkert nema sigur þar getur létt pressuna af Mourinho og hans mönnum.
Enski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira