Manchester United hefur lengstum spilað hundleiðinlegan fótbolta undir stjórn Jose Mourinho svo leiðinlegan að hann varpaði stórum skugga á flottan árangur liðsins á síðasta tímabilið þegar liðið endaði í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Mourinho kvartar nú og kveinar við hvert tækifæri undan litlum stuðningi frá félaginu eftir rólegan félagsskiptaglugga og gefur ennfremur lítið fyrir gagnrýni blaðamanna á sín störf. Undir hans stjórn náði United sínum besta árangri í fimm ár í fyrra.
Takist Manchester United aftur á móti ekki að brúa bilið á milli sín og City eða missir jafnvel lið eins og Liverpool og Chelsea upp fyrir sig þá er afsökun Mourinho líka löngu klár. Mourinho fékk ekki að kaupa miðvörð í sumar en einmitt þar liggja vandamál liðsins.
Þetta sást vel í 3-2 tapi á móti Brighton um síðustu helgi og United-liðið hefur fengið á sig fjögur mörk í fyrstu tveimur umferðunum. Lið Manchester City, Liverpool og Chelsea hafa fengið á sig samtals þrjú mörk í þessum fyrstu umferðum 2018-19 tímabilsins.
Nú hafa vinir Jose Mourinho sagt frá því að portúgalski stjórinn væri löngu hættur í þessu starfi ef að hann væri ekki að stýra Manchester United. Daily Mirror segir frá.
Sömu vinir láku því líka í sama blaðamann Daily Mirror að Jose Mourinho væri mjög pirraður út hvað lítinn stuðning hann fær fram varastjórnarformanninum Ed Woodward.
Jose Mourinho's 12 words to friends over row with Manchester United chief Ed Woodwardhttps://t.co/DBz28v2n1Lpic.twitter.com/0YOKDb4waW
— Mirror Football (@MirrorFootball) August 24, 2018
Það er þessi litli stuðningur sem hafði þýtt að hann hefði strunsað út í mótmælaskyni hjá öllum öðrum félögum. Nú er hann hins vegar í draumastarfinu og vill gera allt til þess að ná árangri með Manchester United.
Þrátt fyrir þennan mikla pirring þá er Mourinho staðráðinn að halda áfram á Old Trafford eins og kemur fram í annarri grein í Manchester Evening News.
Það hjálpar líka Jose Mourinho að hann framlengdi samninginn sinn í janúar og það yrði mjög dýrt fyrir Manchester United að láta hann fara.
5 issues Jose Mourinho must address ahead of Manchester United's clash with Tottenham | @AA_Richardshttps://t.co/3HVK9ISTLbpic.twitter.com/V4AF1FnNwB
— Mirror Football (@MirrorFootball) August 24, 2018
Þriðja árið hjá félagi hefur oft reynst Jose Mourinho afar erfitt og það lítur út fyrir að það ætli ekki að breytast nú. Stuðningsmenn United geta hins vegar glaðst yfir eða grátið það að það er engin uppgjöf í Jose Mourinho.
Næsti leikur liðsins er á móti Tottenham Hotspur á mánudagskvöldið. Ekkert nema sigur þar getur létt pressuna af Mourinho og hans mönnum.