Breskir ráðherrar ósáttir við viðvaranir fyrirtækja um Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2018 14:47 Brexit var mótmælt í London í gær á tveggja ára afmæli þjóðaratkvæðagreiðslunnar örlagaríku. Vísir/Getty Viðvaranir stórfyrirtækja um afleiðingar þess ef Bretar segja skilið við Evrópusambandsins án þess að fyrir liggi samningur um framtíðarsamband þeirra eru „fullkomlega óviðeigandi“ að mati Jeremy Hunt, heilbrigðisráðherra Bretlands. Hann segir viðvaranirnar grafa undan Theresu May, forsætisráðherra, í viðræðum hennar við fulltrúa ESB. Merki eru um að gjá sé að myndast á milli stjórnenda fyrirtækja og forystu Íhaldsflokksins vegna Brexit. Flugvélaframleiðandinn Airbus varaði við því að framtíð fyrirtækisins á Bretlandi gæti verið í uppnámi ef svonefnt hart Brexit verður ofan á með engum samningi á milli Breta og ESB. Fyrirtækið framleiðir alla vængi á farþegaflugvélar sínar á Bretlandi. Fleiri fyrirtæki hafa lýst áhyggjum sínum af stöðunni en lítið hefur þokast í samkomulagsátt á milli breska stjórnvalda og ESB. Harðlínumenn í Íhaldsflokknum hafa ennfremur þrýst á May að útiloka ekki að segja skilið við sambandið án nokkurs samnings ef kjörin sem ESB býður eru ekki Bretum þóknanleg. Hunt, sem er talinn áhrifamikill innan Íhaldsflokksins, er ekki sáttur við viðvaranir fyrirtækjanna. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC vísaði hann til viðkvæmrar stöðu í Brexit-samningaviðræðunum og mikilvægis þess að Bretar fylktu sér að baki May. „Því meira sem við gröfum undan Theresu May því líklegra er að við endum með graut sem verður alger hörmung fyrir alla,“ sagði Hunt. Liam Fox, alþjóðaviðskiptaráðherrann, tók í sama streng og sagði viðvörunarorð fyrirtækjanna grafa undan samningsstöðu Breta, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Fólkið sem setur þessi ummæli fram verður að skilja að það gæti verið að setja Bretland í krappa stöðu með því að setja þau fram,“ sagði Fox. Þá bárust fréttir af því um helgina að Boris Johnson, utanríkisráðherra, hefði hafnað áhyggjum viðskiptalífsins með fúkyrði á fundi með evrópskum erindrekum. Brexit Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Innlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Viðvaranir stórfyrirtækja um afleiðingar þess ef Bretar segja skilið við Evrópusambandsins án þess að fyrir liggi samningur um framtíðarsamband þeirra eru „fullkomlega óviðeigandi“ að mati Jeremy Hunt, heilbrigðisráðherra Bretlands. Hann segir viðvaranirnar grafa undan Theresu May, forsætisráðherra, í viðræðum hennar við fulltrúa ESB. Merki eru um að gjá sé að myndast á milli stjórnenda fyrirtækja og forystu Íhaldsflokksins vegna Brexit. Flugvélaframleiðandinn Airbus varaði við því að framtíð fyrirtækisins á Bretlandi gæti verið í uppnámi ef svonefnt hart Brexit verður ofan á með engum samningi á milli Breta og ESB. Fyrirtækið framleiðir alla vængi á farþegaflugvélar sínar á Bretlandi. Fleiri fyrirtæki hafa lýst áhyggjum sínum af stöðunni en lítið hefur þokast í samkomulagsátt á milli breska stjórnvalda og ESB. Harðlínumenn í Íhaldsflokknum hafa ennfremur þrýst á May að útiloka ekki að segja skilið við sambandið án nokkurs samnings ef kjörin sem ESB býður eru ekki Bretum þóknanleg. Hunt, sem er talinn áhrifamikill innan Íhaldsflokksins, er ekki sáttur við viðvaranir fyrirtækjanna. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC vísaði hann til viðkvæmrar stöðu í Brexit-samningaviðræðunum og mikilvægis þess að Bretar fylktu sér að baki May. „Því meira sem við gröfum undan Theresu May því líklegra er að við endum með graut sem verður alger hörmung fyrir alla,“ sagði Hunt. Liam Fox, alþjóðaviðskiptaráðherrann, tók í sama streng og sagði viðvörunarorð fyrirtækjanna grafa undan samningsstöðu Breta, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Fólkið sem setur þessi ummæli fram verður að skilja að það gæti verið að setja Bretland í krappa stöðu með því að setja þau fram,“ sagði Fox. Þá bárust fréttir af því um helgina að Boris Johnson, utanríkisráðherra, hefði hafnað áhyggjum viðskiptalífsins með fúkyrði á fundi með evrópskum erindrekum.
Brexit Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Innlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira