Erlent

Yfir tuttugu láta lífið í sprengjuárás í Pakistan

Pakistanskir hermenn.
Pakistanskir hermenn. MYND/AFP

Tuttugu og einn lét lífið í sprengjuárás í norðvesturhluta Pakistan í dag. Svo virðist sem um sjálfsmorðssprengjuárás hafi verið að ræða.

Árásin var gerð á vöruflutningabíl pakistanska hersins en bíllinn var hlaðinn sprengjuefnum. Ummerki benda til þess að um sjálfsmorðssprengjuárás hafi verið að ræða en enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á verknaðinum. Meðal þeirra sem létu lífið voru sautján hermenn.

Vitni segja að bíllinn hafi strax orðið alelda eftir árásina. Skömmu síðar hafi orðið mikil sprenging þegar sprengjuefnin sprungu í loft upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×