Erlent

Mattel innkallar fleiri leikföng

Frá leikfangaverksmiðju í Kína.
Frá leikfangaverksmiðju í Kína. MYND/AFP

Leikfangarisinn Mattel hefur innkallað 55 þúsund leikföng vegna þess að málning á þeim inniheldur of mikið blý. Þetta er í fjórða skiptið á síðustu sex mánuðum sem Mattel innkallar leikföng sem fyrirtækið lætur framleiða í Kína.

Um er ræða nokkrar tegundir Fischer Price leikfanga sem og leikfang sem heitir Go Diego Go Animal Rescue Boat. Í Evrópu eru leikföngin aðeins seld á Írlandi og í Bretlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×