Erlent

Stærsta farþegaflugvél heims í jómfrúarferð

Stærsta farþegaflugvél heimsins Airbus A380, lenti nú fyrir stundu á flugvellinum í Sidney í Ástralíu eftir sjö tíma flug frá Singapore. Þetta var fyrsta áætlunarflug vélarinnar. Það er flugfélagið Singapore Airlines sem fyrst félaga tekur vélina í sína þjónustu.

Farþegar í jómfrúarferðinni keyptu miðana sína á sérstöku uppboði sem haldið var til styrktar góðum málefnum. 450 manns voru um borð en vélin tekur 850 manns í sæti fullbókuð.

Vélin tekur því við titlinum stærsta farþegavél heims, af Boeing 747 sem í tæpa fjóra áratugi hefur verið stærsta farþegaflugvél heims.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×