Erlent

Fjöldi látinna kominn yfir 30.000 á Ítalíu

Kjartan Kjartansson skrifar
Byrjað var að slaka á takmörkunum á Ítalíu á mánudag. Í neðanjarðarlestinni í Mílanó þurfa farþegar þó að gæta að smitvörnum, ganga með grímu og halda tveggja metra fjarlægð frá samferðarmönnum sínum.
Byrjað var að slaka á takmörkunum á Ítalíu á mánudag. Í neðanjarðarlestinni í Mílanó þurfa farþegar þó að gæta að smitvörnum, ganga með grímu og halda tveggja metra fjarlægð frá samferðarmönnum sínum. Vísir/EPA

Fleiri en 30.000 manns eru nú látnir á Ítalíu vegna nýs afbrigðis kórónuveiru samkvæmt nýjustu tölum yfirvalda. Mannskaðinn á Ítalíu er sá þriðji mesti í heiminum og sá mesti innan Evrópusambandsins.

Greint var frá 243 nýjum dauðsföllum í dag og er heildarfjöldinn því nú 30.201. Aðeins í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa fleiri látist í faraldrinum samkvæmt opinberum tölum. Alls hafa 217.185 staðfest kórónuveirusmit greinst í landinu og virk smit eru nú 87.961, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Hægst hefur á fjölgun smita og dauðsfalla að undanförnu og hafa stjórnvöld byrjað að slaka á takmörkunum. Ítalía var fyrsta landið í Evrópu til að koma á útgöngubanni þegar faraldurinn byrjaði að breiðast út á norðanverðu landinu í febrúar.


Tengdar fréttir

Hvetja Frakka til að hjóla þegar slakað verður á takmörkunum

Biðraðir hafa myndast við hjólaverslanir og verkstæði í París eftir að frönsk stjórnvöld hvöttu landsmenn til að hjóla til að draga úr mannmergð í almenningssamgöngum þegar slakað verður á takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins á mánudag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×