Enski boltinn

Wenger fær enn eina sektina

NordicPhotos/GettyImages
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur nú þurft að punga út tæpum tveimur milljónum króna í sektargreiðslur á leiktíðinni. Hann var í dag sektaður og áminntur enn eina ferðina af aganefnd enska knattspyrnusambandsins, fyrir ummæli sem hann lét falla eftir úrslitaleikinn í enska deildarbikarnum í febrúar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×