Sjö hundruð smit á dag í fyrirmyndarríkinu Singapúr Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. maí 2020 08:45 Flest kórónuveirusmit í Singapúr greinast meðal farandverkamanna sem margir hverjir hafast við í fjölmennum vistarverum. Getty/Ore Huiying Stjórnvöld í Singapúr hafa greint um 700 kórónuveirusmit á dag í vikunni. Alls hafa greinst næstum 22 þúsund smit í landinu frá upphafi faraldursins, langflest meðal farandverkafólks, en Singapúr hefur sérstaklega verið hrósað fyrir að hafa tekið útbreiðsluna föstum tökum. Þarlend stjórnvöld greindu þannig frá því í morgun að 768 ný smit hafi greinst á milli daga. Nú eru næstum 1400 smitaðra á spítala í Singapúr, þar sem fjórir heilbrigðisstarfsmenn hafa smitast, en 20 hafa látið lífið það sem af er faraldri. Tíu af þeim sem greindust á síðasta sólarhring eru innfæddir Singapúrar en 725 smit greindust meðal farandverkafólks sem hefst jafnan við í mannmörgum vistarverum. Rúmlega 200 þúsund farandverkamenn frá Bangladess, Indlandi og öðrum Asíuríkjum búa nú í Singapúr, þar sem heildarfjöldi íbúa er um 6 milljónir. Tugþúsundir þeirra hafa verið skikkaðir í sóttkví og þurfa því að hafast við í mannmörgum svefnsölunum, en aðrir hafa verið fluttir á aðra staði til að draga úr þrengslum. Mikil fjögun frá aprílbyrjun Dagleg smit í Singapúr voru innan við 100 á dag í aprílbyrjun og horfðu margar þjóðir til árangurs ríkisins í baráttunni við veiruna, sem styðst við smitrakningu og einangrun smitaðra. Síðan þá hefur smitum farið ört fjölgandi og voru t.a.m. staðfest rúmlega 1400 tilfelli þann 20. apríl. Síðan þá hafa smitin verið að jafnaði á bilinu 600 til 1100 á dag. Þarlend heilbrigðisyfirvöld segja að flest hinna smituðu hafi fengið væg einkenni en að um 30 prósent þurfi aðhlynningu vegna aldurs eða undirliggjandi sjúkdóma. Stefnt er að því að yfirstandandi samkomubanni í Singapúr verði aflétt um næstu mánaðamót. Þrátt fyrir að ýmsar verslanir séu farnar að opna aftur var þorra þeirra lokað, Singapúrum gert að halda sig heima og takmarka búðarferðir sínar við kaup á nauðsynjavörum. Singapúr Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óttast meiriháttar faraldur í búðum farandverkamanna Farandverkamenn sem yfirvöld í Singapúr hafa í reynd lokað inni í tveimur stórum svefnsölum óttast að þeir verði að gróðrarstíu fyrir kórónuveirusmit. Verkamennirnir hafast við í sölunum við þröngan og illan kost. 6. apríl 2020 16:38 Mikil fjölgun skráðra smita í Singapúr Síðustu daga hefur orðið mikil fjölgun í skráðum kórónuveirusmitum í Singapúr – landi sem var sérstaklega hrósað framan af fyrir að hafa tekist að halda faraldrinum í skefjum. 19. apríl 2020 12:12 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Stjórnvöld í Singapúr hafa greint um 700 kórónuveirusmit á dag í vikunni. Alls hafa greinst næstum 22 þúsund smit í landinu frá upphafi faraldursins, langflest meðal farandverkafólks, en Singapúr hefur sérstaklega verið hrósað fyrir að hafa tekið útbreiðsluna föstum tökum. Þarlend stjórnvöld greindu þannig frá því í morgun að 768 ný smit hafi greinst á milli daga. Nú eru næstum 1400 smitaðra á spítala í Singapúr, þar sem fjórir heilbrigðisstarfsmenn hafa smitast, en 20 hafa látið lífið það sem af er faraldri. Tíu af þeim sem greindust á síðasta sólarhring eru innfæddir Singapúrar en 725 smit greindust meðal farandverkafólks sem hefst jafnan við í mannmörgum vistarverum. Rúmlega 200 þúsund farandverkamenn frá Bangladess, Indlandi og öðrum Asíuríkjum búa nú í Singapúr, þar sem heildarfjöldi íbúa er um 6 milljónir. Tugþúsundir þeirra hafa verið skikkaðir í sóttkví og þurfa því að hafast við í mannmörgum svefnsölunum, en aðrir hafa verið fluttir á aðra staði til að draga úr þrengslum. Mikil fjögun frá aprílbyrjun Dagleg smit í Singapúr voru innan við 100 á dag í aprílbyrjun og horfðu margar þjóðir til árangurs ríkisins í baráttunni við veiruna, sem styðst við smitrakningu og einangrun smitaðra. Síðan þá hefur smitum farið ört fjölgandi og voru t.a.m. staðfest rúmlega 1400 tilfelli þann 20. apríl. Síðan þá hafa smitin verið að jafnaði á bilinu 600 til 1100 á dag. Þarlend heilbrigðisyfirvöld segja að flest hinna smituðu hafi fengið væg einkenni en að um 30 prósent þurfi aðhlynningu vegna aldurs eða undirliggjandi sjúkdóma. Stefnt er að því að yfirstandandi samkomubanni í Singapúr verði aflétt um næstu mánaðamót. Þrátt fyrir að ýmsar verslanir séu farnar að opna aftur var þorra þeirra lokað, Singapúrum gert að halda sig heima og takmarka búðarferðir sínar við kaup á nauðsynjavörum.
Singapúr Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óttast meiriháttar faraldur í búðum farandverkamanna Farandverkamenn sem yfirvöld í Singapúr hafa í reynd lokað inni í tveimur stórum svefnsölum óttast að þeir verði að gróðrarstíu fyrir kórónuveirusmit. Verkamennirnir hafast við í sölunum við þröngan og illan kost. 6. apríl 2020 16:38 Mikil fjölgun skráðra smita í Singapúr Síðustu daga hefur orðið mikil fjölgun í skráðum kórónuveirusmitum í Singapúr – landi sem var sérstaklega hrósað framan af fyrir að hafa tekist að halda faraldrinum í skefjum. 19. apríl 2020 12:12 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Óttast meiriháttar faraldur í búðum farandverkamanna Farandverkamenn sem yfirvöld í Singapúr hafa í reynd lokað inni í tveimur stórum svefnsölum óttast að þeir verði að gróðrarstíu fyrir kórónuveirusmit. Verkamennirnir hafast við í sölunum við þröngan og illan kost. 6. apríl 2020 16:38
Mikil fjölgun skráðra smita í Singapúr Síðustu daga hefur orðið mikil fjölgun í skráðum kórónuveirusmitum í Singapúr – landi sem var sérstaklega hrósað framan af fyrir að hafa tekist að halda faraldrinum í skefjum. 19. apríl 2020 12:12