Annar maður handtekinn vegna Hagen-málsins Atli Ísleifsson skrifar 8. maí 2020 07:11 Anne-Elisabeth Hagen hvarf af heimili sínu og eiginmanns síns, Tom Hagen, þann 31. október 2018. Samsett/EPA Lögregla í Noregi handtók í gærkvöldi mann í tengslum við rannsóknina á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen, eiginkonu auðjöfursins Tom Hagen. Norska lögreglan segir í yfirlýsingu í morgun að maðurinn sé á fertugsaldri og búsettur í Raumaríki. Maðurinn er í haldi vegna gruns um að hafa gerst brotlegur við 275. grein norskra hegningarlaga – fyrir að hafa banað Anne-Elisabeth Hagen eða átt aðild að drápi. Lögregla segir manninn tengjast Tom Hagen og er vitað að maðurinn þekki vel til á sviði upplýsingatækni og rafmynta. Beðið eftir úrskurði hæstaréttar Tom Hagen situr nú í gæsluvarðhaldi vegna gruns um morð eða aðild að morði á eiginkonu sinni, Anne-Elisabeth Hagen. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth frá 31. október 2018. Málið var fyrst rannsakað sem mannrán, en lögregla telur nú Tom Hagen hafa sviðsett ránið til að villa um fyrir lögreglunni. Tom Hagen var handtekinn í lok aprílmánaðar og í kjölfarið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Lögmannsréttur Eidsivaþing í Noregi úrskurðaði hins vegar í gær að Hagen skyldi sleppt úr gæsluvarðhaldi, vegna ónógra sönnunargagna. Þar sem að lögregla áfrýjaði þeim úrskurði til hæstaréttar landsins þarf Hagen að sitja áfram í gæsluvarðhaldi þar til að rétturinn hefur tekið málið til meðferðar. Útiloka ekki fleiri handtökur Verjandi Hagen hefur ítrekað bent á vanþekkingu Tom Hagen á rafmyntum sem vísbendingu um að hann hafi hvergi komið nálægt hvarfinu á eiginkonu sinni, en upphaflega var talið að Anne-Elisabeth Hagen hafi verið rænt og að mannræningjarnir farið fram á háar upphæðir sem skyldu greiddar með rafmynt ef tryggja ætti lausn hennar. NRK segir frá því að lögregla hafi handtekið manninn í höfuðborginni Osló í gærkvöldi og hafi í kjölfarið verið framkvæmd húsleit á heimili mannsins. Lögregla hefur ekki útilokað að fleiri handtökur veri gerðar í málinu. Noregur Anne-Elisabeth Hagen Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Lögregla í Noregi handtók í gærkvöldi mann í tengslum við rannsóknina á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen, eiginkonu auðjöfursins Tom Hagen. Norska lögreglan segir í yfirlýsingu í morgun að maðurinn sé á fertugsaldri og búsettur í Raumaríki. Maðurinn er í haldi vegna gruns um að hafa gerst brotlegur við 275. grein norskra hegningarlaga – fyrir að hafa banað Anne-Elisabeth Hagen eða átt aðild að drápi. Lögregla segir manninn tengjast Tom Hagen og er vitað að maðurinn þekki vel til á sviði upplýsingatækni og rafmynta. Beðið eftir úrskurði hæstaréttar Tom Hagen situr nú í gæsluvarðhaldi vegna gruns um morð eða aðild að morði á eiginkonu sinni, Anne-Elisabeth Hagen. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth frá 31. október 2018. Málið var fyrst rannsakað sem mannrán, en lögregla telur nú Tom Hagen hafa sviðsett ránið til að villa um fyrir lögreglunni. Tom Hagen var handtekinn í lok aprílmánaðar og í kjölfarið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Lögmannsréttur Eidsivaþing í Noregi úrskurðaði hins vegar í gær að Hagen skyldi sleppt úr gæsluvarðhaldi, vegna ónógra sönnunargagna. Þar sem að lögregla áfrýjaði þeim úrskurði til hæstaréttar landsins þarf Hagen að sitja áfram í gæsluvarðhaldi þar til að rétturinn hefur tekið málið til meðferðar. Útiloka ekki fleiri handtökur Verjandi Hagen hefur ítrekað bent á vanþekkingu Tom Hagen á rafmyntum sem vísbendingu um að hann hafi hvergi komið nálægt hvarfinu á eiginkonu sinni, en upphaflega var talið að Anne-Elisabeth Hagen hafi verið rænt og að mannræningjarnir farið fram á háar upphæðir sem skyldu greiddar með rafmynt ef tryggja ætti lausn hennar. NRK segir frá því að lögregla hafi handtekið manninn í höfuðborginni Osló í gærkvöldi og hafi í kjölfarið verið framkvæmd húsleit á heimili mannsins. Lögregla hefur ekki útilokað að fleiri handtökur veri gerðar í málinu.
Noregur Anne-Elisabeth Hagen Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira