Pútín vill guð og „hefðbundið“ hjónaband í stjórnarskrá Kjartan Kjartansson skrifar 3. mars 2020 13:15 Vladímír Pútín Rússlandsforseti ræðir um breytingar á stjórnarskrá á fundi starfshóps hans í febrúar. AP/Alexei Druzhinin Sérstök ákvæði verða um guðstrú og að hjónabönd séu aðeins á milli gagnkynhneigðs fólks í stjórnarskrá Rússlands verði Vladímír Pútín forseta að vilja sínum. Pólitískir andstæðingar Pútín telja að tillögum hans um breytingar á stjórnarskrá sé ætlað að tryggja honum áframhaldandi völd eftir að núverandi kjörtímabili hans lýkur árið 2024. Hjónabönd samkynhneigðra yrðu út úr myndinni fái breytingartillögur sem Pútín lagði fram í gær brautargengi. Til stendur að þær verði sendar til þjóðaratkvæðagreiðslu í apríl. Ríkisstjórn Pútín hefur áður beitt sér gegn samkynhneigðu fólki, meðal annars með banni við svonefndum „samkynhneigðum áróðri“ sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur fordæmt. Þeim lögum hefur verið beitt til að ofsækja baráttufólk fyrir réttindum samkynhneigðra í Rússlandi. Á meðal ákvæðanna sem Pútín vill fá í stjórnarskrána er viðurkenning á „forfeðrum sem létu okkur eftir hugsjónir sínar og trú á guði“. Sú tillaga er runnin undan rifjum rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Ólöglegt að leggja til að Krímskaga verði skilað Tillögur Pútín fela einnig í sér að það verði bannað í stjórnarskrá að láta eftir landsvæði sem nú heyrir undir Rússland. Það ákvæði er talið eiga að herða tök Rússa á Krímskaga í Úkraínu sem þeir innlimuðu árið 2014 og á Kúrileyjum sem Japanir gera tilkall til. Samkvæmt tillögunni yrði einnig ólöglegt fyrir nokkurn að leggja það til að landsvæði verði látið eftir. Bannað verður að gerða lítið úr framlagi Sovétríkjanna sálugu í síðari heimsstyrjöldinni. Ákvæðinu er sagt ætlað að verja „sögulegan sannleik“ og að banna að „gera lítið úr hetjulegri vörn þjóðarinnar á móðurjörðinni“. Sjá einnig: Ræða tillögu um að gera Pútín friðhelgan fyrir lífstíð Dúman, neðri deild rússneska þingsins, samþykkti tillögur Pútín um stjórnarskrárbreytingar í janúar. Ákvæðin sem Pútín leggur nú til var bætt við áður en þingið hefur aðra endurskoðun tillagnanna í næstu viku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Búist er við að þingið, þar sem bandamenn Pútín ráða ríkjum, afgreiði tillögurnar þegar í næstu viku. Pútín hefur nú verið við völd í meira en tuttugu ár og er þaulsetnasti leiðtogi landsins frá því að alræðisherrann Jósef Stalín stýrði Sovétríkjunum með járnhnefa á 20. öld. Tillögurnar sem Pútín kynnti óvænt í janúar færa ýmis völd forseta til þingsins. Margir telja að þeim sé ætla að gera honum kleift að halda um valdataumana eftir að sex ára kjörtímabili hans lýkur eftir fjögur ár. Rússland Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Sérstök ákvæði verða um guðstrú og að hjónabönd séu aðeins á milli gagnkynhneigðs fólks í stjórnarskrá Rússlands verði Vladímír Pútín forseta að vilja sínum. Pólitískir andstæðingar Pútín telja að tillögum hans um breytingar á stjórnarskrá sé ætlað að tryggja honum áframhaldandi völd eftir að núverandi kjörtímabili hans lýkur árið 2024. Hjónabönd samkynhneigðra yrðu út úr myndinni fái breytingartillögur sem Pútín lagði fram í gær brautargengi. Til stendur að þær verði sendar til þjóðaratkvæðagreiðslu í apríl. Ríkisstjórn Pútín hefur áður beitt sér gegn samkynhneigðu fólki, meðal annars með banni við svonefndum „samkynhneigðum áróðri“ sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur fordæmt. Þeim lögum hefur verið beitt til að ofsækja baráttufólk fyrir réttindum samkynhneigðra í Rússlandi. Á meðal ákvæðanna sem Pútín vill fá í stjórnarskrána er viðurkenning á „forfeðrum sem létu okkur eftir hugsjónir sínar og trú á guði“. Sú tillaga er runnin undan rifjum rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Ólöglegt að leggja til að Krímskaga verði skilað Tillögur Pútín fela einnig í sér að það verði bannað í stjórnarskrá að láta eftir landsvæði sem nú heyrir undir Rússland. Það ákvæði er talið eiga að herða tök Rússa á Krímskaga í Úkraínu sem þeir innlimuðu árið 2014 og á Kúrileyjum sem Japanir gera tilkall til. Samkvæmt tillögunni yrði einnig ólöglegt fyrir nokkurn að leggja það til að landsvæði verði látið eftir. Bannað verður að gerða lítið úr framlagi Sovétríkjanna sálugu í síðari heimsstyrjöldinni. Ákvæðinu er sagt ætlað að verja „sögulegan sannleik“ og að banna að „gera lítið úr hetjulegri vörn þjóðarinnar á móðurjörðinni“. Sjá einnig: Ræða tillögu um að gera Pútín friðhelgan fyrir lífstíð Dúman, neðri deild rússneska þingsins, samþykkti tillögur Pútín um stjórnarskrárbreytingar í janúar. Ákvæðin sem Pútín leggur nú til var bætt við áður en þingið hefur aðra endurskoðun tillagnanna í næstu viku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Búist er við að þingið, þar sem bandamenn Pútín ráða ríkjum, afgreiði tillögurnar þegar í næstu viku. Pútín hefur nú verið við völd í meira en tuttugu ár og er þaulsetnasti leiðtogi landsins frá því að alræðisherrann Jósef Stalín stýrði Sovétríkjunum með járnhnefa á 20. öld. Tillögurnar sem Pútín kynnti óvænt í janúar færa ýmis völd forseta til þingsins. Margir telja að þeim sé ætla að gera honum kleift að halda um valdataumana eftir að sex ára kjörtímabili hans lýkur eftir fjögur ár.
Rússland Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira