Segir ekkert gert til að draga úr mestu plastmenguninni Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2020 14:11 Íslendingar nota um 150-200 kíló af plasti á mann á hverju ári. Vísir/Vilhelm Núverandi aðferðafræði stjórnvalda til þess að draga úr umhverfisáhrifum plasts þýðir að það gæti tekið 200 ár að draga úr plastneyslu á Íslandi um fimmtung. Sérfræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands segir stjórnvöld ekki eins tilbúin til breytinga í þágu umhverfisins og almenningur og að ákveðið hafi verið að gera ekkert í því sem leiðir til mestrar plastmengunar hér á landi. Plastmengun er vaxandi vandamál í heiminum en hefur víða verið gripið til aðgerða eins og að banna einnota plastvörur. Hér á landi var ákveðið að banna burðarpoka úr plasti frá byrjun næsta árs og sogrör og mataráhöld nokkrum árum síðar. Páll Árnason, fagstjóri efnistækni hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, bendir þó á að burðarpokar séu lítill hluti af þeim 150-200 kílóum af plasti sem Íslendingar nota að meðaltali á ári. Sogrör og mataráhöld úr plasti séu enn minni þáttur í neyslunni. Hátt í 40% af plastneyslu á Íslandi sé í formi umbúða „Þótt vitað sé hverjar séu helstu leiðir okkar Íslendinga við plastmengun lands og sjávar var ákveðið að gera ekkert í því máli. Yfirvöld eru einfaldlega fjarri því að vera eins tilbúin til breytinga í þágu umhverfisins og almenningur,“ skrifar Páll í skoðanagrein sem birtist á Vísi í dag. Endurnýting aðeins aukist um 10% á þrjátíu árum Páll kemur plastumbúðum að nokkru leyti til varnar í grein sinni og bendir á að þær hafi mikilvægu hlutverki að gegna í að tryggja neytendum óskemmda vöru. Þegar tekið sé tillit til neikvæðra umhverfisáhrifa vöru sem skemmist séu plastumbúðir gjarnan umhverfisvænni en aðrar umbúðir eða umbúðaleysi. Lítill árangur hefur náðst í endurvinnslu á plasti þrátt fyrir að Páll segi að hún hafi verið áherslumál í þrjátíu ár. Ekki hafi verið settir nægir fjármunir í þróun góðrar endurvinnslutækni. Því sé aðeins lítið brot af því plastefni sem er notað endurunnið. „Í stað þess að nota plastið einu sinni þá notum við það nú þrjátíu árum síðar 10% betur eða 1,1 sinni. Það er léleg hringrás og hringrásarhagkerfið eru ennþá nánast orðin tóm þegar kemur að plasti,“ skrifar Páll. Páll Árnason, fagstjóri efnistækni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Misskilningur um eðli maísplastpoka Gagnrýnir Páll einnig maíspokavæðingu sem hefur átt sér stað í verslunum á Íslandi. Stór hluti notenda virðist telja að pokarnir séu ekki úr plasti heldur maís vegna þess sem Páll telur frábæra markaðssetningu á þeim. Í raun séu pokarnir úr plasti sem er framleitt úr mjólkursýru (PLA) unninni úr maíssterkju í stað etýlengass, en plasti engu að síður. Misskilnings um eðli maíspokanna gæti jafnvel á vef stjórnarráðsins þar sem fjallað er um bann við sölu á burðarpokum úr plasti. Þar sé gefið sterklega í skyn að pokarnir brotni hratt niður og séu því umhverfisvænni. Páll telur að þar sé villt um fyrir neytendum. „Pokarnir eru úr plasti og þeir eru ekki niðurbrjótanlegir nema í jarðgerðarstöð með íblöndun ensíma til niðurbrots PLA. Jarðgerð úr maíspokum við ófullkomnar aðstæður hér á landi hefur því fyrst og fremst leitt til örplastmengunar. Það er ekki í samræmi við væntingar neytenda,“ skrifar hann. Hefðbundnir plastpokar og maíspokar séu að mörgu leyti eðlislíkir. Séu þeir urðaðir brotni þeir niður á nokkur hundruð árum. Fjúki þeir út í náttúruna brotni þeir fyrst niður í örplast á nokkrum árum og síðan í lífrænt efni sem samlagast náttúrunni. Annars staðar hafi hefðbundnum plastpokum verið skipt út fyrir svonefnt lífplast, líf-PE, sem er unnið úr gróðri. Páll segir erfitt að spá fyrir um hvort að PLA og líf-PE séu umhverfisvænni en hefðbundið plast og framtíðin í plastframleiðslu. Hvorki PLA né líf-PE sé framleitt úr afgöngum frá matvælaframleiðslu heldur sé ræktarland tekið undir framleiðsluna á því sem auki þrýsting á vistkerfi jarðar. „Framleiðslan hefur sannarlega sitt sótspor. Þetta kann þó að breytast í fyllingu tímans,“ segir Páll. Umhverfismál Tengdar fréttir Umbrotatímar fyrir plastumbúðir Viðhorf okkar til umhverfismála hefur breyst verulega síðustu árin og að sama skapi hefur notkun almennings á plastumbúðum breyst, við reynum að minnka notkunina, flokkum meira á heimilunum og tökum nýjum gerðum poka fagnandi. 7. maí 2020 10:30 Markmiðið að „banna óþarfa drasl“ Ekki stendur til að banna neinar plastvörur sem aðrar og umhverfisvænni vörur geta ekki leyst af hólmi. Þetta segir umhverfisráðherra. 5. maí 2020 20:00 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Núverandi aðferðafræði stjórnvalda til þess að draga úr umhverfisáhrifum plasts þýðir að það gæti tekið 200 ár að draga úr plastneyslu á Íslandi um fimmtung. Sérfræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands segir stjórnvöld ekki eins tilbúin til breytinga í þágu umhverfisins og almenningur og að ákveðið hafi verið að gera ekkert í því sem leiðir til mestrar plastmengunar hér á landi. Plastmengun er vaxandi vandamál í heiminum en hefur víða verið gripið til aðgerða eins og að banna einnota plastvörur. Hér á landi var ákveðið að banna burðarpoka úr plasti frá byrjun næsta árs og sogrör og mataráhöld nokkrum árum síðar. Páll Árnason, fagstjóri efnistækni hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, bendir þó á að burðarpokar séu lítill hluti af þeim 150-200 kílóum af plasti sem Íslendingar nota að meðaltali á ári. Sogrör og mataráhöld úr plasti séu enn minni þáttur í neyslunni. Hátt í 40% af plastneyslu á Íslandi sé í formi umbúða „Þótt vitað sé hverjar séu helstu leiðir okkar Íslendinga við plastmengun lands og sjávar var ákveðið að gera ekkert í því máli. Yfirvöld eru einfaldlega fjarri því að vera eins tilbúin til breytinga í þágu umhverfisins og almenningur,“ skrifar Páll í skoðanagrein sem birtist á Vísi í dag. Endurnýting aðeins aukist um 10% á þrjátíu árum Páll kemur plastumbúðum að nokkru leyti til varnar í grein sinni og bendir á að þær hafi mikilvægu hlutverki að gegna í að tryggja neytendum óskemmda vöru. Þegar tekið sé tillit til neikvæðra umhverfisáhrifa vöru sem skemmist séu plastumbúðir gjarnan umhverfisvænni en aðrar umbúðir eða umbúðaleysi. Lítill árangur hefur náðst í endurvinnslu á plasti þrátt fyrir að Páll segi að hún hafi verið áherslumál í þrjátíu ár. Ekki hafi verið settir nægir fjármunir í þróun góðrar endurvinnslutækni. Því sé aðeins lítið brot af því plastefni sem er notað endurunnið. „Í stað þess að nota plastið einu sinni þá notum við það nú þrjátíu árum síðar 10% betur eða 1,1 sinni. Það er léleg hringrás og hringrásarhagkerfið eru ennþá nánast orðin tóm þegar kemur að plasti,“ skrifar Páll. Páll Árnason, fagstjóri efnistækni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Misskilningur um eðli maísplastpoka Gagnrýnir Páll einnig maíspokavæðingu sem hefur átt sér stað í verslunum á Íslandi. Stór hluti notenda virðist telja að pokarnir séu ekki úr plasti heldur maís vegna þess sem Páll telur frábæra markaðssetningu á þeim. Í raun séu pokarnir úr plasti sem er framleitt úr mjólkursýru (PLA) unninni úr maíssterkju í stað etýlengass, en plasti engu að síður. Misskilnings um eðli maíspokanna gæti jafnvel á vef stjórnarráðsins þar sem fjallað er um bann við sölu á burðarpokum úr plasti. Þar sé gefið sterklega í skyn að pokarnir brotni hratt niður og séu því umhverfisvænni. Páll telur að þar sé villt um fyrir neytendum. „Pokarnir eru úr plasti og þeir eru ekki niðurbrjótanlegir nema í jarðgerðarstöð með íblöndun ensíma til niðurbrots PLA. Jarðgerð úr maíspokum við ófullkomnar aðstæður hér á landi hefur því fyrst og fremst leitt til örplastmengunar. Það er ekki í samræmi við væntingar neytenda,“ skrifar hann. Hefðbundnir plastpokar og maíspokar séu að mörgu leyti eðlislíkir. Séu þeir urðaðir brotni þeir niður á nokkur hundruð árum. Fjúki þeir út í náttúruna brotni þeir fyrst niður í örplast á nokkrum árum og síðan í lífrænt efni sem samlagast náttúrunni. Annars staðar hafi hefðbundnum plastpokum verið skipt út fyrir svonefnt lífplast, líf-PE, sem er unnið úr gróðri. Páll segir erfitt að spá fyrir um hvort að PLA og líf-PE séu umhverfisvænni en hefðbundið plast og framtíðin í plastframleiðslu. Hvorki PLA né líf-PE sé framleitt úr afgöngum frá matvælaframleiðslu heldur sé ræktarland tekið undir framleiðsluna á því sem auki þrýsting á vistkerfi jarðar. „Framleiðslan hefur sannarlega sitt sótspor. Þetta kann þó að breytast í fyllingu tímans,“ segir Páll.
Umhverfismál Tengdar fréttir Umbrotatímar fyrir plastumbúðir Viðhorf okkar til umhverfismála hefur breyst verulega síðustu árin og að sama skapi hefur notkun almennings á plastumbúðum breyst, við reynum að minnka notkunina, flokkum meira á heimilunum og tökum nýjum gerðum poka fagnandi. 7. maí 2020 10:30 Markmiðið að „banna óþarfa drasl“ Ekki stendur til að banna neinar plastvörur sem aðrar og umhverfisvænni vörur geta ekki leyst af hólmi. Þetta segir umhverfisráðherra. 5. maí 2020 20:00 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Umbrotatímar fyrir plastumbúðir Viðhorf okkar til umhverfismála hefur breyst verulega síðustu árin og að sama skapi hefur notkun almennings á plastumbúðum breyst, við reynum að minnka notkunina, flokkum meira á heimilunum og tökum nýjum gerðum poka fagnandi. 7. maí 2020 10:30
Markmiðið að „banna óþarfa drasl“ Ekki stendur til að banna neinar plastvörur sem aðrar og umhverfisvænni vörur geta ekki leyst af hólmi. Þetta segir umhverfisráðherra. 5. maí 2020 20:00