Erlent

Madonna gerir nýjan útgáfusamning

MYND/Getty

Söngkonan Madonna undirritaði í gær einn stærsta plötu og tónleikasamning sögunnar við útgáfufyrirtækið Live Nation.

Samningurinn nær til tíu ára og hljóðar upp á sjö komma tvo milljarða íslenskra króna. Live Nation fær einnig rétt á öllum varningi, vefsíðum, sjónvarpsþáttum og kvikmyndum sem söngkonan mun ljá nafn sitt.

Madonna hefur frá upphafi ferils síns verið samningsbundinn útgáfufyrirtækinu Warner Music eða í tuttugu og fimm ár. Á þeim tíma hefur poppstjarnan selt um 200 milljónir hljómplötur og geisladiska.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×