Erlent

Leiðtogi Hezbollah kallar eftir aðgerðum gegn Bandaríkjunum

Samúel Karl Ólason skrifar
Markmið hefndaraðgerðanna á að vera að reka Bandaríkin frá Mið-Austurlöndum en í ræðu sem Sayyed Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, flutti í dag, sagði hann að slíkt myndi taka langan tíma.
Markmið hefndaraðgerðanna á að vera að reka Bandaríkin frá Mið-Austurlöndum en í ræðu sem Sayyed Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, flutti í dag, sagði hann að slíkt myndi taka langan tíma. AP/K.M. Chaudary

Fjórir eru særðir eftir að sprengjum var varpað á herstöð í Írak, þar sem bandarískir hermenn halda til. Hinir særðu eru, samkvæmt heimildum Reuters, allir írakskir. Ekki liggur fyrir hver gerði árásina og enginn hefur lýst yfir ábyrgð á henni.

Leiðtogi Hezbollah-samtakanna í Líbanon, sem njóta nánum stuðningi Íran, lýsti því yfir í dag að nú væri tími til kominn að bandamenn Íran tækju höndum saman og hefndu fyrir dauða íranska hershöfðingjans Qassem Soleimani. Hann var felldur í loftárás Bandaríkjanna í síðustu viku.

Markmið hefndaraðgerðanna á að vera að reka Bandaríkin frá Mið-Austurlöndum en í ræðu sem Sayyed Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, flutti í dag, sagði hann að slíkt myndi taka langan tíma.

Nasrallah sagði einnig að Soleimani hafi ekki verið að skipuleggja árásir á fjögur sendiráð Bandaríkjanna, eins og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur haldið fram.

Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði hið sama í viðtali í dag. Hann sagði engar upplýsingar hafa litið dagsins ljós um að Soleimani ætlaði sér að ráðast á fjögur sendiráð Bandaríkjanna.

„Það sem forsetinn sagði var að það yrðu mögulega fleiri árásir á sendiráð og ég er sammála því,“ sagði Esper. „Forsetinn vitnaði ekki til einhverra sérstakra upplýsinga.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.