Ný regla hjá Man. Utd gerði Cristiano Ronaldo alveg brjálaðan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2020 11:30 Cristiano Ronaldo lék með Manchester United frá 2003 til 2009 og skoraði 118 mörk í 292 leikjum með félaginu. EPA/LINDSEY PARNABY Darren Fletcher sagði frá nýrri reglu sem var sett á æfingum Manchester United til að hjálpa Cristiano Ronaldo að þróa sinn leik þótt að á þeim tíma hafi hún gert hann alveg brjálaðan. Það er ólíklegt að þjálfarar í dag myndu þora að setja slíka reglu í dag með alla þessa verðmætu fætur inn á vellinum en þeir þorðu því fyrir sextán árum þegar Cristiano Ronaldo var að stíga sín fyrstu skref hjá félaginu. Cristiano Ronaldo hékk mikið á boltanum á þessum tíma og átti líka auðvelt með að fiska aukaspyrnur á æfingum með Manchester United liðinu enda bæði teknískur og fljótur. Walter Smith, aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson á þessum tíma, vissi að hann þyrfti að hreyfa boltann og hreyfa sig meira. Fletcher segir að Walter Smith hafi tekið þá ákvörðun að hætta að dæma aukaspyrnur á æfingum liðsins og leyfa mönnum að sparka menn niður sem héngu of mikið á boltanum. Cristiano Ronaldo var visslega einn af þeim. Man Utd had Cristiano Ronaldo 'raging' after introducing controversial rule in training https://t.co/QqXYVW2igk pic.twitter.com/TbdDdKfgKE— Mirror Football (@MirrorFootball) May 7, 2020 „Það voru mörg tilfelli þar sem hann hékk of mikið á boltanum og ákvörðunartakan var ekki góð. Þetta var erfiður tími fyrir hann. Hann réð samt við þetta og hann er stór persónuleiki,“ sagði Darren Fletcher við Daily Mirror. „Það var magnað að sjá hvernig hann varð miklu betri á aðeins nokkrum árum hjá Manchester United og hvernig fagmennska hans jókst hvað varðar æfingar og líkamsrækt. Hann breyttist í algjört skrímsli hvað varðar fagmennsku við æfingar. Það er enginn vafi að andrúmsloftið hjá Manchester United hjálpaði honum,“ sagði Darren Fletcher „Walter tók þá ákvörðun að hætta að dæma á æfingum. Ég veit að þetta var regla sem var sett til höfuðs Ronaldo. Leikmenn komu fljúgandi í átt að honum og Ronnie fékk vel að finna fyrir því,“ sagði Darren Fletcher og bætti við: „Ronaldo varð alveg brjálaður í þessar tvær vikur. Hann spurði: Hver er þessi skoski gæi. Hvað er þetta?,“ rifjaði Darren Fletcher upp. Cristiano Ronaldo varð þrisvar sinnum enskur meistari með Manchester United.EPA/STEVE WOODS „Vanalega voru leikmennirnir hjá United duglegir að tækla þig hvað þá ef þeir vissu að það yrði ekkert dæmt. Ef ég segi samt eins og er þá var magnað að sjá það hvernig Ronnie fór að láta boltann ganga betur og hlaupa meira því hann vissi að hann fengi ekki aukaspyrnu. Það var því engin ástæða fyrir hann að hanga á boltanum,“ sagði Darren Fletcher „Þessi regla gerði Ronaldo alveg brjálaðan í nokkrar vikur en svo var hann fljótur að sætta sig við þetta og um leið og hann fór að gera hlutina í einni og tveimur snertingum þá fór hann að skora fleiri mörk,“ sagði Darren Fletcher sem hrósar Walter Smith og það sem hann gerði hjá Manchester United þennan stutta tíma sem hann var aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson undir lok 2003-04 tímabilsins. Hann réði sig síðan sem landsliðsþjálfara Skota seinna á árinu. Enski boltinn Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Darren Fletcher sagði frá nýrri reglu sem var sett á æfingum Manchester United til að hjálpa Cristiano Ronaldo að þróa sinn leik þótt að á þeim tíma hafi hún gert hann alveg brjálaðan. Það er ólíklegt að þjálfarar í dag myndu þora að setja slíka reglu í dag með alla þessa verðmætu fætur inn á vellinum en þeir þorðu því fyrir sextán árum þegar Cristiano Ronaldo var að stíga sín fyrstu skref hjá félaginu. Cristiano Ronaldo hékk mikið á boltanum á þessum tíma og átti líka auðvelt með að fiska aukaspyrnur á æfingum með Manchester United liðinu enda bæði teknískur og fljótur. Walter Smith, aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson á þessum tíma, vissi að hann þyrfti að hreyfa boltann og hreyfa sig meira. Fletcher segir að Walter Smith hafi tekið þá ákvörðun að hætta að dæma aukaspyrnur á æfingum liðsins og leyfa mönnum að sparka menn niður sem héngu of mikið á boltanum. Cristiano Ronaldo var visslega einn af þeim. Man Utd had Cristiano Ronaldo 'raging' after introducing controversial rule in training https://t.co/QqXYVW2igk pic.twitter.com/TbdDdKfgKE— Mirror Football (@MirrorFootball) May 7, 2020 „Það voru mörg tilfelli þar sem hann hékk of mikið á boltanum og ákvörðunartakan var ekki góð. Þetta var erfiður tími fyrir hann. Hann réð samt við þetta og hann er stór persónuleiki,“ sagði Darren Fletcher við Daily Mirror. „Það var magnað að sjá hvernig hann varð miklu betri á aðeins nokkrum árum hjá Manchester United og hvernig fagmennska hans jókst hvað varðar æfingar og líkamsrækt. Hann breyttist í algjört skrímsli hvað varðar fagmennsku við æfingar. Það er enginn vafi að andrúmsloftið hjá Manchester United hjálpaði honum,“ sagði Darren Fletcher „Walter tók þá ákvörðun að hætta að dæma á æfingum. Ég veit að þetta var regla sem var sett til höfuðs Ronaldo. Leikmenn komu fljúgandi í átt að honum og Ronnie fékk vel að finna fyrir því,“ sagði Darren Fletcher og bætti við: „Ronaldo varð alveg brjálaður í þessar tvær vikur. Hann spurði: Hver er þessi skoski gæi. Hvað er þetta?,“ rifjaði Darren Fletcher upp. Cristiano Ronaldo varð þrisvar sinnum enskur meistari með Manchester United.EPA/STEVE WOODS „Vanalega voru leikmennirnir hjá United duglegir að tækla þig hvað þá ef þeir vissu að það yrði ekkert dæmt. Ef ég segi samt eins og er þá var magnað að sjá það hvernig Ronnie fór að láta boltann ganga betur og hlaupa meira því hann vissi að hann fengi ekki aukaspyrnu. Það var því engin ástæða fyrir hann að hanga á boltanum,“ sagði Darren Fletcher „Þessi regla gerði Ronaldo alveg brjálaðan í nokkrar vikur en svo var hann fljótur að sætta sig við þetta og um leið og hann fór að gera hlutina í einni og tveimur snertingum þá fór hann að skora fleiri mörk,“ sagði Darren Fletcher sem hrósar Walter Smith og það sem hann gerði hjá Manchester United þennan stutta tíma sem hann var aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson undir lok 2003-04 tímabilsins. Hann réði sig síðan sem landsliðsþjálfara Skota seinna á árinu.
Enski boltinn Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira