Ný regla hjá Man. Utd gerði Cristiano Ronaldo alveg brjálaðan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2020 11:30 Cristiano Ronaldo lék með Manchester United frá 2003 til 2009 og skoraði 118 mörk í 292 leikjum með félaginu. EPA/LINDSEY PARNABY Darren Fletcher sagði frá nýrri reglu sem var sett á æfingum Manchester United til að hjálpa Cristiano Ronaldo að þróa sinn leik þótt að á þeim tíma hafi hún gert hann alveg brjálaðan. Það er ólíklegt að þjálfarar í dag myndu þora að setja slíka reglu í dag með alla þessa verðmætu fætur inn á vellinum en þeir þorðu því fyrir sextán árum þegar Cristiano Ronaldo var að stíga sín fyrstu skref hjá félaginu. Cristiano Ronaldo hékk mikið á boltanum á þessum tíma og átti líka auðvelt með að fiska aukaspyrnur á æfingum með Manchester United liðinu enda bæði teknískur og fljótur. Walter Smith, aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson á þessum tíma, vissi að hann þyrfti að hreyfa boltann og hreyfa sig meira. Fletcher segir að Walter Smith hafi tekið þá ákvörðun að hætta að dæma aukaspyrnur á æfingum liðsins og leyfa mönnum að sparka menn niður sem héngu of mikið á boltanum. Cristiano Ronaldo var visslega einn af þeim. Man Utd had Cristiano Ronaldo 'raging' after introducing controversial rule in training https://t.co/QqXYVW2igk pic.twitter.com/TbdDdKfgKE— Mirror Football (@MirrorFootball) May 7, 2020 „Það voru mörg tilfelli þar sem hann hékk of mikið á boltanum og ákvörðunartakan var ekki góð. Þetta var erfiður tími fyrir hann. Hann réð samt við þetta og hann er stór persónuleiki,“ sagði Darren Fletcher við Daily Mirror. „Það var magnað að sjá hvernig hann varð miklu betri á aðeins nokkrum árum hjá Manchester United og hvernig fagmennska hans jókst hvað varðar æfingar og líkamsrækt. Hann breyttist í algjört skrímsli hvað varðar fagmennsku við æfingar. Það er enginn vafi að andrúmsloftið hjá Manchester United hjálpaði honum,“ sagði Darren Fletcher „Walter tók þá ákvörðun að hætta að dæma á æfingum. Ég veit að þetta var regla sem var sett til höfuðs Ronaldo. Leikmenn komu fljúgandi í átt að honum og Ronnie fékk vel að finna fyrir því,“ sagði Darren Fletcher og bætti við: „Ronaldo varð alveg brjálaður í þessar tvær vikur. Hann spurði: Hver er þessi skoski gæi. Hvað er þetta?,“ rifjaði Darren Fletcher upp. Cristiano Ronaldo varð þrisvar sinnum enskur meistari með Manchester United.EPA/STEVE WOODS „Vanalega voru leikmennirnir hjá United duglegir að tækla þig hvað þá ef þeir vissu að það yrði ekkert dæmt. Ef ég segi samt eins og er þá var magnað að sjá það hvernig Ronnie fór að láta boltann ganga betur og hlaupa meira því hann vissi að hann fengi ekki aukaspyrnu. Það var því engin ástæða fyrir hann að hanga á boltanum,“ sagði Darren Fletcher „Þessi regla gerði Ronaldo alveg brjálaðan í nokkrar vikur en svo var hann fljótur að sætta sig við þetta og um leið og hann fór að gera hlutina í einni og tveimur snertingum þá fór hann að skora fleiri mörk,“ sagði Darren Fletcher sem hrósar Walter Smith og það sem hann gerði hjá Manchester United þennan stutta tíma sem hann var aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson undir lok 2003-04 tímabilsins. Hann réði sig síðan sem landsliðsþjálfara Skota seinna á árinu. Enski boltinn Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Sjá meira
Darren Fletcher sagði frá nýrri reglu sem var sett á æfingum Manchester United til að hjálpa Cristiano Ronaldo að þróa sinn leik þótt að á þeim tíma hafi hún gert hann alveg brjálaðan. Það er ólíklegt að þjálfarar í dag myndu þora að setja slíka reglu í dag með alla þessa verðmætu fætur inn á vellinum en þeir þorðu því fyrir sextán árum þegar Cristiano Ronaldo var að stíga sín fyrstu skref hjá félaginu. Cristiano Ronaldo hékk mikið á boltanum á þessum tíma og átti líka auðvelt með að fiska aukaspyrnur á æfingum með Manchester United liðinu enda bæði teknískur og fljótur. Walter Smith, aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson á þessum tíma, vissi að hann þyrfti að hreyfa boltann og hreyfa sig meira. Fletcher segir að Walter Smith hafi tekið þá ákvörðun að hætta að dæma aukaspyrnur á æfingum liðsins og leyfa mönnum að sparka menn niður sem héngu of mikið á boltanum. Cristiano Ronaldo var visslega einn af þeim. Man Utd had Cristiano Ronaldo 'raging' after introducing controversial rule in training https://t.co/QqXYVW2igk pic.twitter.com/TbdDdKfgKE— Mirror Football (@MirrorFootball) May 7, 2020 „Það voru mörg tilfelli þar sem hann hékk of mikið á boltanum og ákvörðunartakan var ekki góð. Þetta var erfiður tími fyrir hann. Hann réð samt við þetta og hann er stór persónuleiki,“ sagði Darren Fletcher við Daily Mirror. „Það var magnað að sjá hvernig hann varð miklu betri á aðeins nokkrum árum hjá Manchester United og hvernig fagmennska hans jókst hvað varðar æfingar og líkamsrækt. Hann breyttist í algjört skrímsli hvað varðar fagmennsku við æfingar. Það er enginn vafi að andrúmsloftið hjá Manchester United hjálpaði honum,“ sagði Darren Fletcher „Walter tók þá ákvörðun að hætta að dæma á æfingum. Ég veit að þetta var regla sem var sett til höfuðs Ronaldo. Leikmenn komu fljúgandi í átt að honum og Ronnie fékk vel að finna fyrir því,“ sagði Darren Fletcher og bætti við: „Ronaldo varð alveg brjálaður í þessar tvær vikur. Hann spurði: Hver er þessi skoski gæi. Hvað er þetta?,“ rifjaði Darren Fletcher upp. Cristiano Ronaldo varð þrisvar sinnum enskur meistari með Manchester United.EPA/STEVE WOODS „Vanalega voru leikmennirnir hjá United duglegir að tækla þig hvað þá ef þeir vissu að það yrði ekkert dæmt. Ef ég segi samt eins og er þá var magnað að sjá það hvernig Ronnie fór að láta boltann ganga betur og hlaupa meira því hann vissi að hann fengi ekki aukaspyrnu. Það var því engin ástæða fyrir hann að hanga á boltanum,“ sagði Darren Fletcher „Þessi regla gerði Ronaldo alveg brjálaðan í nokkrar vikur en svo var hann fljótur að sætta sig við þetta og um leið og hann fór að gera hlutina í einni og tveimur snertingum þá fór hann að skora fleiri mörk,“ sagði Darren Fletcher sem hrósar Walter Smith og það sem hann gerði hjá Manchester United þennan stutta tíma sem hann var aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson undir lok 2003-04 tímabilsins. Hann réði sig síðan sem landsliðsþjálfara Skota seinna á árinu.
Enski boltinn Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Sjá meira