Enski boltinn

Sunderland hafnaði í efsta sæti 1. deildar

NordicPhotos/GettyImages
Lærisveinar Roy Keane í Sunderland tryggðu sér í dag sigur í ensku 1. deildinni með því að bursta Luton 5-0. Birmingham tapaði á sama tíma 1-0 fyrir Preston og West Brom, sem burstaði Barnsley 7-0, mun mæta grönnum sínum í Wolves í úrslitakeppninni um sæti í úrvalsdeild. Í hinni viðureigninni um úrvalsdeildarsæti mætast Derby og Southampton.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×