Enski boltinn

Manchester United enskur meistari

Arsenal færði Manchester United titilinn með jafntefli við Chelsea í dag
Arsenal færði Manchester United titilinn með jafntefli við Chelsea í dag NordicPhotos/GettyImages

Manchester United er enskur meistari árið 2007 eftir að Arsenal og Chelsea skildu jöfn 1-1 á Emirates í dag. Chelsea þurfti á sigri að halda til að halda í vonina um að ná United að stigum fyrir leik liðanna í lokaumferðinni. Gilberto kom Arsenal yfir með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik eftir að Khalid Boulahoruz braut á Julio Baptista í teignum og fékk rautt spjald.

Chelsea barðist hetjulega og Michael Essien jafnaði metin á 70. mínútu, en það nægði ekki og United er því meistari í 9. skipti á síðustu 15 árum. Jose Mourinho gekk til stuðningsmanna Chelsea eftir leikinn og klappaði þeim lof í lófa. Hann smalaði öllum leikmönnum sínum með sér að áhorfendunum og bað þá alla um að halda höfði sínu hátt með látbragði sínu. Þeir John Terry og Frank Lampard voru auðsjáanlega niðurbrotnir eftir að ljóst varð að liðið missti titilinn í hendur Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×