Enski boltinn

Framherjalaust lið Man. Utd mætir á Brúna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stærsti hausverkur Jose Mourinho, stjóra Man. Utd, í kvöld gegn Chelsea er hverjum hann eigi að stilla upp í fremstu víglínu.

Zlatan Ibrahimovic er í leikbanni, Wayne Rooney og Anthony Martial eru meiddir og Marcus Rashford er veikur. Ótrúlegt ástand.

Rooney átti væntanlega að byrja leikinn en hann lenti í árekstri við Phil Jones á æfingu og getur ekki spilað.

Það gæti því vel farið svo að sjálfur Marouane Fellaini verði í fremstu víglínu en hann hefur reynslu af því er Louis van Gaal setti hann fremst á sínum tíma.

Það eru allir heilir í liði Chelsea sem hefur ekki tapað í ellefu leikjum í röð gegn Man. Utd. Síðasti sigur Man. Utd á Chelsea kom í október árið 2012.


Tengdar fréttir

Ekkert Butt-lið á Brúnni

Stórleikur 8-liða úrslita ensku bikarkeppninnar fer fram á Stamford Bridge þar sem Chelsea tekur á móti Manchester United. José Mourinho, knattspyrnustjóri United, fer með sína menn, sem eru ríkjandi bikarmeistarar, á sinn gamla heimavöll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×