Háhýsin á Oddeyrinni verði lægri en fyrstu hugmyndir en hærri en gildandi skipulag heimilar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. maí 2020 20:47 Hugmyndir um uppbyggingu á Oddeyrinni hafa skapað mikla umræðu á Akureyri. Mynd/Zeppelin arkitektar Hámarkshæð fyrirhugaðra bygginga á reit á Oddeyrinni á Akureyri verður sex til átta hæðir nái tillaga að breytingu á aðalskipulagi bæjarins fram að ganga. Fyrri hugmyndir að uppbyggingu á reitnum hafa miðast við allt að fimm sex til ellefu hæða fjölbýlishús en núgildandi skipulag gerir ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða byggingum á reitnum. Vísir greindi fyrstur frá því í október að skipulagsvinna væri hafin á reit sem sjá má á mynd hér í fréttinni og afmarkast af Hjalteyrargötu í vestri, Kaldbaksgötu í austri, Gránufélagsgötu í norðri og Strandgötu í suðri. Reiturinn er skammt frá Eimskipabryggjunni svokölluðu þar sem skemmtiferðaskip leggja gjarnan að, og skammt frá miðbæ Akureyrar. Reiturinn sem um ræðir er afmarkaður með rauðu. Gránufélagshúsið, stóra svarta húsið, er friðað og mun áfram vera á sínum stað, hvort sem hugmyndir að uppbyggingu á svæðinu ná fram að ganga eða ekki.Mynd/Akureyrarbær Miðaði vinnan að því að breyta aðaskipulagi Akureyrar svo verktakafyrirtækinu SS Byggi yrði heimilt að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reitnum. Núgildandi aðalskipulag og rammaskipulag gerir hins vegar aðeins ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða húsum á reitnum. Hitamál á Akureyri Skiptar skoðanir eru um hugmyndir verktakafyrirtækisins og eftir töluverða umræðu í samfélaginu um ágæti þeirra, sem og athugasemdir ýmissa hagsmunaaðila, afréð skipulagsráð að rétt væri að lækka hámarkshæð þeirra bygginga miðað við þær hugmyndir að uppbyggingu sem lagðar höfðu verið fram. Meðal þeirra sem gerðu athugasemd við tillöguna var Skipulagsstofnun sem sagði ljóst að þær hugmyndir sem lágu til grundvallar myndu fela í sér breytingu á ásýnd Oddeyrar og bæjarmyndar Akureyrar. Kynningarmyndband með hinni upprunalegu hugmynd að uppbyggingu Var vinna við nýja tillögu sett af stað í nóvember á síðasta ári. Sú tillaga hefur nú litið dagsins ljós og miðað við hana er ljóst að stefnt er að því að hækka leyfilega hæð bygginga á reitnm miðað við núgildandi skipulag, sem gerir sem fyrr segir ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða byggingum á reitnum. Sé hin uppfærða skipulagstillaga höfð til hliðsjónar við hugmyndir SS Byggis að uppbyggingu á reitnum er þó ljóst að hámarkshæð heimilaðra bygginga verður lægri en fyrstu hugmyndir gerðu ráð fyrir. Alls 100 til 150 íbúðir Í tillögunni er sett það skilyrði að nýjar byggingar á reitnum verði ekki hærri en 25 metrar yfir sjávarmáli og að gólfkóti verði að lágmarki 2,2 metrar yfir sjávarmáli. Felur það í sér að heimilt verður að byggja hús sem verða sex til átta hæðir, allt eftir útfærslu. Tillaga SS Byggis gerði ráð fyrir sex til ellefu hæða byggingum, líkt og fyrr segir. Ýmissa grasa kennir á reitnum, meðal annars þetta geymslusvæði.Vísir/Tryggvi Páll Áfram er gert ráð fyrir íbúðum á efri hæðum en á jarðhæð er sett skilyrði um að 25 prósent rýmis að lágmarki, utan við bílgeymslu, verði fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi. Alls er gert ráð fyrir 100 til 150 nýjum íbúðum á reitnum Á vef Akureyrarbæjar kemur fram að frestur til að gera athugasemdir við tillöguna renni út 27. maí. Skipulag Akureyri Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira
Hámarkshæð fyrirhugaðra bygginga á reit á Oddeyrinni á Akureyri verður sex til átta hæðir nái tillaga að breytingu á aðalskipulagi bæjarins fram að ganga. Fyrri hugmyndir að uppbyggingu á reitnum hafa miðast við allt að fimm sex til ellefu hæða fjölbýlishús en núgildandi skipulag gerir ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða byggingum á reitnum. Vísir greindi fyrstur frá því í október að skipulagsvinna væri hafin á reit sem sjá má á mynd hér í fréttinni og afmarkast af Hjalteyrargötu í vestri, Kaldbaksgötu í austri, Gránufélagsgötu í norðri og Strandgötu í suðri. Reiturinn er skammt frá Eimskipabryggjunni svokölluðu þar sem skemmtiferðaskip leggja gjarnan að, og skammt frá miðbæ Akureyrar. Reiturinn sem um ræðir er afmarkaður með rauðu. Gránufélagshúsið, stóra svarta húsið, er friðað og mun áfram vera á sínum stað, hvort sem hugmyndir að uppbyggingu á svæðinu ná fram að ganga eða ekki.Mynd/Akureyrarbær Miðaði vinnan að því að breyta aðaskipulagi Akureyrar svo verktakafyrirtækinu SS Byggi yrði heimilt að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reitnum. Núgildandi aðalskipulag og rammaskipulag gerir hins vegar aðeins ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða húsum á reitnum. Hitamál á Akureyri Skiptar skoðanir eru um hugmyndir verktakafyrirtækisins og eftir töluverða umræðu í samfélaginu um ágæti þeirra, sem og athugasemdir ýmissa hagsmunaaðila, afréð skipulagsráð að rétt væri að lækka hámarkshæð þeirra bygginga miðað við þær hugmyndir að uppbyggingu sem lagðar höfðu verið fram. Meðal þeirra sem gerðu athugasemd við tillöguna var Skipulagsstofnun sem sagði ljóst að þær hugmyndir sem lágu til grundvallar myndu fela í sér breytingu á ásýnd Oddeyrar og bæjarmyndar Akureyrar. Kynningarmyndband með hinni upprunalegu hugmynd að uppbyggingu Var vinna við nýja tillögu sett af stað í nóvember á síðasta ári. Sú tillaga hefur nú litið dagsins ljós og miðað við hana er ljóst að stefnt er að því að hækka leyfilega hæð bygginga á reitnm miðað við núgildandi skipulag, sem gerir sem fyrr segir ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða byggingum á reitnum. Sé hin uppfærða skipulagstillaga höfð til hliðsjónar við hugmyndir SS Byggis að uppbyggingu á reitnum er þó ljóst að hámarkshæð heimilaðra bygginga verður lægri en fyrstu hugmyndir gerðu ráð fyrir. Alls 100 til 150 íbúðir Í tillögunni er sett það skilyrði að nýjar byggingar á reitnum verði ekki hærri en 25 metrar yfir sjávarmáli og að gólfkóti verði að lágmarki 2,2 metrar yfir sjávarmáli. Felur það í sér að heimilt verður að byggja hús sem verða sex til átta hæðir, allt eftir útfærslu. Tillaga SS Byggis gerði ráð fyrir sex til ellefu hæða byggingum, líkt og fyrr segir. Ýmissa grasa kennir á reitnum, meðal annars þetta geymslusvæði.Vísir/Tryggvi Páll Áfram er gert ráð fyrir íbúðum á efri hæðum en á jarðhæð er sett skilyrði um að 25 prósent rýmis að lágmarki, utan við bílgeymslu, verði fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi. Alls er gert ráð fyrir 100 til 150 nýjum íbúðum á reitnum Á vef Akureyrarbæjar kemur fram að frestur til að gera athugasemdir við tillöguna renni út 27. maí.
Skipulag Akureyri Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira