Fullt út úr dyrum á íbúafundi um uppbyggingu á Oddeyrinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. október 2019 21:45 Þéttsetinn bekkurinn. Vísir/Tryggvi Páll Akureyringar, og þá sérstaklega íbúar á Oddeyrinni, fjölmenntu á íbúafund síðdegis í dag þar sem kynntar voru nánar hugmyndir að uppbyggingu nokkurra fjölbýlishúsa á afmörkuðum reit á Oddeyrinni. Fullt var út úr dyrum á fundinum í kvöld í menningarhúsinu Hofi. Fyrir skömmu samþykkti bæjarstjórn Akureyrar fyrsta skrefið í vinnu sem miðar að því að breyta aðalskipulagi Akureyrar svo SS Byggi verði heimilt að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reit á Oddeyrinni. Mikið hefur verið rætt um málið á meðal bæjarbúa frá því að Vísir sagði fyrst frá fyrirhugaðri uppbyggingu. Ekki minnkaði umræðan eftir að fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar birti myndir af þeim tillögum sem eru til grundvallar skipulagsvinnunni.Sjá einnig: Svona líta hugmyndir að uppbyggingunni á Oddeyrinni út Blásið var til íbúafundar í kvöld þar sem hugmyndirnar voru kynntar nánar. Mikill áhugi virðist vera á málinu þar sem fullt var út úr dyrum á findinum. Þar fór Pétur Ingi Haraldsson, sviðsstjóri skipulagssviðs Akureyrarbæjar, yfir hvernig skipulagsferlið virkar og hvar málið væri statt í ferlinu. Orri Árnason, arkitekt hjá Zeppelin arkitektum, kynnti svo hugmyndirnar nánar.Orri Árnason, arkitekt, kynnti hugmyndirnar.Vísir/Tryggvi PállMálið skammt komið í skipulagsferlinu Í máli Péturs kom glögglega fram að skipulagsvinnan færi stutt á veg komin og að langur vegur væri frá því að búið væri að samþykkja fyrirhugaðar breytingar á skipulagi, sem miða að því að heimiluð verði 6-11 hæða fjölbýlishús á reit þar sem gildandi skipulag gerir ráð fyrir 3-4 hæða byggingum. Taka þyrfti tillit til athugasemda frá hagsmunaaðilum á borð við Isavia og hverfisnefndar Oddeyrar, auk þess sem að Pétur hvatti íbúa til þess að senda inn athugasemdir vegna málsins. Þá lagði hann einnig áherslu á það að það væri í höndum bæjarstjórnar bæjarins að taka ákvörðun um hvort heimila ætti hina fyrirhuguðu breytingu á aðalskipulagi. Orri Árnason, arkitektinn sem teiknaði þau hús sem eru til grundvallar skipulagsvinnunni, kynnti einnig hugmyndirnar fyrir bæjarbúum á fundinum. Spurði hann hvort að Akureyringar hefðu eitthvað að óttast við það að þessi hús myndu rísa. Fékk hann reyndar ekki svar við þeirri spurningu en í máli hans kom fram sú skoðun að húsin myndu meðal annars styrkja miðbæ bæjarins og lífga upp á hið rótgróna hverfi sem Oddeyrin er.Gestir gátu kynnt sér tillögurnar á veggspjöldum.Vísir/Tryggvi PállHæð húsanna og flugvöllurinn mesta áhyggjuefni fundargesta Miðað við umræður á samfélagsmiðlum síðustu vikur mátti ef til vill búast við að um hitafund yrði að ræða en sú reyndist raunin ekki. Umræður voru á kurteisislegum nótum og fengu Pétur og Orri margvíslegar spurningar frá fundargestum um hugmyndirnar og ferlið sem framundan er. Ýmsir fögnuðu hugmyndunum á fundinum en meira bar þó á röddum sem eru neikvæðar í garð hugmyndanna. Snerust athugasemdir þeirra flestar um tvennt, annars vegar um áhyggjur af áhrifum húsanna á Akureyrarflugvöll og hæð húsanna, sem margir á fundinum nefndu að voru of há. Hugmyndirnar hafa einmitt verið gagnrýndar fyrir það að hæð hinna fyrirhuguðu bygginga muni mögulega hafa skerðandi áhrif á aðflug og brottflug frá Akureyrarflugvelli, á sama tíma og heimamenn berjast fyrir uppbyggingu vallarsins. Orri sagðist ekki vera sérfræðingur um flugmál en að tekið hafi verið tillit til viðmiðana frá Isavia vegna hæðar bygginganna. Pétur ítrekaði einnig að Isavia hefði verið beðið um að skila inn athugasemd vegna málsins.Verður til sýnis á Glerártorgi Þeir sem höfðu áhyggjur af hæð húsanna sögðust flestir vera fylgjandi því að einhvers konar uppbygging yrði á svæðinu sem um ræðir, en að þær hæðir sem nefndar hafi verið í tengslum við þessar hugmyndir væri of háar og ekki í tengslum við nærliggjandi byggð. Sagði Orri að verktakinn, SS Byggir, hefði einfaldlega ekki áhuga á því að byggja fjögurra hæða hús á þessum reit, þar sem hann teldi að slík hús myndu ekki seljast. Að fundi loknum gafst fundargestum tækifæri á að ræða við Pétur Inga, Orra, bæjarfulltrúa og fulltrúa SS Byggis sem voru á staðnum. Þá hafði myndum af hugmyndunum verið stillt upp fyrir utan fundarsalinn. Einnig er stefnt að því að hugmyndirnar verði til sýnis á Glerártorgi, þar sem íbúar bæjarins geti kynnt sér þær nánar. Akureyri Skipulag Tengdar fréttir Akureyringum boðið til fundar um ellefu hæða blokkirnar á Oddeyrinni Skipulagssvið Akureyrar hefur boðað til kynningarfundar í Hofi þar sem kynna á breytingar á aðalskipulagi fyrir Oddeyrina á Akureyri. Um er að ræða fimm fjölbýlishús sem verða mest ellefu metra há. 15. október 2019 15:31 Vilja byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á Oddeyrinni Bæjarstórn Akureyrar hefur samþykkt fyrsta skrefið í vinnu sem miðar að því að breyta deiliskipulagi Akureyrar svo heimilt verði að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reit á Oddeyrinni. Tillögurnar sem liggja til grundvallar verða kynntar fljótlega á íbúafundi. 3. október 2019 09:45 Svona líta hugmyndir að uppbyggingunni á Oddeyrinni út "Svona verkefni í bæ eins og Akureyri. Við þurfum að vinna það í sátt við samfélagið,“ segir Helgi Örn Eyþórsson, verkefnastjóri hjá SS Byggi, um hugmyndir félagsins að byggja allt að ellefu hæða fjölbýlishúsa á Oddeyrinni á Akureyri. 10. október 2019 18:45 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira
Akureyringar, og þá sérstaklega íbúar á Oddeyrinni, fjölmenntu á íbúafund síðdegis í dag þar sem kynntar voru nánar hugmyndir að uppbyggingu nokkurra fjölbýlishúsa á afmörkuðum reit á Oddeyrinni. Fullt var út úr dyrum á fundinum í kvöld í menningarhúsinu Hofi. Fyrir skömmu samþykkti bæjarstjórn Akureyrar fyrsta skrefið í vinnu sem miðar að því að breyta aðalskipulagi Akureyrar svo SS Byggi verði heimilt að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reit á Oddeyrinni. Mikið hefur verið rætt um málið á meðal bæjarbúa frá því að Vísir sagði fyrst frá fyrirhugaðri uppbyggingu. Ekki minnkaði umræðan eftir að fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar birti myndir af þeim tillögum sem eru til grundvallar skipulagsvinnunni.Sjá einnig: Svona líta hugmyndir að uppbyggingunni á Oddeyrinni út Blásið var til íbúafundar í kvöld þar sem hugmyndirnar voru kynntar nánar. Mikill áhugi virðist vera á málinu þar sem fullt var út úr dyrum á findinum. Þar fór Pétur Ingi Haraldsson, sviðsstjóri skipulagssviðs Akureyrarbæjar, yfir hvernig skipulagsferlið virkar og hvar málið væri statt í ferlinu. Orri Árnason, arkitekt hjá Zeppelin arkitektum, kynnti svo hugmyndirnar nánar.Orri Árnason, arkitekt, kynnti hugmyndirnar.Vísir/Tryggvi PállMálið skammt komið í skipulagsferlinu Í máli Péturs kom glögglega fram að skipulagsvinnan færi stutt á veg komin og að langur vegur væri frá því að búið væri að samþykkja fyrirhugaðar breytingar á skipulagi, sem miða að því að heimiluð verði 6-11 hæða fjölbýlishús á reit þar sem gildandi skipulag gerir ráð fyrir 3-4 hæða byggingum. Taka þyrfti tillit til athugasemda frá hagsmunaaðilum á borð við Isavia og hverfisnefndar Oddeyrar, auk þess sem að Pétur hvatti íbúa til þess að senda inn athugasemdir vegna málsins. Þá lagði hann einnig áherslu á það að það væri í höndum bæjarstjórnar bæjarins að taka ákvörðun um hvort heimila ætti hina fyrirhuguðu breytingu á aðalskipulagi. Orri Árnason, arkitektinn sem teiknaði þau hús sem eru til grundvallar skipulagsvinnunni, kynnti einnig hugmyndirnar fyrir bæjarbúum á fundinum. Spurði hann hvort að Akureyringar hefðu eitthvað að óttast við það að þessi hús myndu rísa. Fékk hann reyndar ekki svar við þeirri spurningu en í máli hans kom fram sú skoðun að húsin myndu meðal annars styrkja miðbæ bæjarins og lífga upp á hið rótgróna hverfi sem Oddeyrin er.Gestir gátu kynnt sér tillögurnar á veggspjöldum.Vísir/Tryggvi PállHæð húsanna og flugvöllurinn mesta áhyggjuefni fundargesta Miðað við umræður á samfélagsmiðlum síðustu vikur mátti ef til vill búast við að um hitafund yrði að ræða en sú reyndist raunin ekki. Umræður voru á kurteisislegum nótum og fengu Pétur og Orri margvíslegar spurningar frá fundargestum um hugmyndirnar og ferlið sem framundan er. Ýmsir fögnuðu hugmyndunum á fundinum en meira bar þó á röddum sem eru neikvæðar í garð hugmyndanna. Snerust athugasemdir þeirra flestar um tvennt, annars vegar um áhyggjur af áhrifum húsanna á Akureyrarflugvöll og hæð húsanna, sem margir á fundinum nefndu að voru of há. Hugmyndirnar hafa einmitt verið gagnrýndar fyrir það að hæð hinna fyrirhuguðu bygginga muni mögulega hafa skerðandi áhrif á aðflug og brottflug frá Akureyrarflugvelli, á sama tíma og heimamenn berjast fyrir uppbyggingu vallarsins. Orri sagðist ekki vera sérfræðingur um flugmál en að tekið hafi verið tillit til viðmiðana frá Isavia vegna hæðar bygginganna. Pétur ítrekaði einnig að Isavia hefði verið beðið um að skila inn athugasemd vegna málsins.Verður til sýnis á Glerártorgi Þeir sem höfðu áhyggjur af hæð húsanna sögðust flestir vera fylgjandi því að einhvers konar uppbygging yrði á svæðinu sem um ræðir, en að þær hæðir sem nefndar hafi verið í tengslum við þessar hugmyndir væri of háar og ekki í tengslum við nærliggjandi byggð. Sagði Orri að verktakinn, SS Byggir, hefði einfaldlega ekki áhuga á því að byggja fjögurra hæða hús á þessum reit, þar sem hann teldi að slík hús myndu ekki seljast. Að fundi loknum gafst fundargestum tækifæri á að ræða við Pétur Inga, Orra, bæjarfulltrúa og fulltrúa SS Byggis sem voru á staðnum. Þá hafði myndum af hugmyndunum verið stillt upp fyrir utan fundarsalinn. Einnig er stefnt að því að hugmyndirnar verði til sýnis á Glerártorgi, þar sem íbúar bæjarins geti kynnt sér þær nánar.
Akureyri Skipulag Tengdar fréttir Akureyringum boðið til fundar um ellefu hæða blokkirnar á Oddeyrinni Skipulagssvið Akureyrar hefur boðað til kynningarfundar í Hofi þar sem kynna á breytingar á aðalskipulagi fyrir Oddeyrina á Akureyri. Um er að ræða fimm fjölbýlishús sem verða mest ellefu metra há. 15. október 2019 15:31 Vilja byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á Oddeyrinni Bæjarstórn Akureyrar hefur samþykkt fyrsta skrefið í vinnu sem miðar að því að breyta deiliskipulagi Akureyrar svo heimilt verði að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reit á Oddeyrinni. Tillögurnar sem liggja til grundvallar verða kynntar fljótlega á íbúafundi. 3. október 2019 09:45 Svona líta hugmyndir að uppbyggingunni á Oddeyrinni út "Svona verkefni í bæ eins og Akureyri. Við þurfum að vinna það í sátt við samfélagið,“ segir Helgi Örn Eyþórsson, verkefnastjóri hjá SS Byggi, um hugmyndir félagsins að byggja allt að ellefu hæða fjölbýlishúsa á Oddeyrinni á Akureyri. 10. október 2019 18:45 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira
Akureyringum boðið til fundar um ellefu hæða blokkirnar á Oddeyrinni Skipulagssvið Akureyrar hefur boðað til kynningarfundar í Hofi þar sem kynna á breytingar á aðalskipulagi fyrir Oddeyrina á Akureyri. Um er að ræða fimm fjölbýlishús sem verða mest ellefu metra há. 15. október 2019 15:31
Vilja byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á Oddeyrinni Bæjarstórn Akureyrar hefur samþykkt fyrsta skrefið í vinnu sem miðar að því að breyta deiliskipulagi Akureyrar svo heimilt verði að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reit á Oddeyrinni. Tillögurnar sem liggja til grundvallar verða kynntar fljótlega á íbúafundi. 3. október 2019 09:45
Svona líta hugmyndir að uppbyggingunni á Oddeyrinni út "Svona verkefni í bæ eins og Akureyri. Við þurfum að vinna það í sátt við samfélagið,“ segir Helgi Örn Eyþórsson, verkefnastjóri hjá SS Byggi, um hugmyndir félagsins að byggja allt að ellefu hæða fjölbýlishúsa á Oddeyrinni á Akureyri. 10. október 2019 18:45