Hundar, bátar, þyrla og fjöldi fólks að störfum við leitina að Arturi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. mars 2017 13:07 Björgunarsveitarmenn að störfum. Vísir/Friðrik Þór Um fimmtán til tuttugu björgunarsveitarmenn koma nú að leit að Arturi Jarmoszko, 25 ára karlmanni frá Póllandi. Leitarmenn nýta sér nú lágfjöru á svæðinu frá Nauthólsvík að Kópavogshöfn og freista þess að finna ummerki eftir Artur eða vísbendingar sem gagnast geti við rannsókn á hvarfi Arturs. Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að fjöldi þeirra sem komi að leitinni helgist af því að ekki þurfi marga til þess að leita á því svæði sem um ræðir. Gönguhópar ganga fjörurnar á svæðinu auk þess sem að björgunarsveitamenn á bátum koma að leitinni. Þá er hundateymi á leiðinni á vettvang til þess að aðstoða við leitina og þyrla Landhelgisgæslunnar sveimar yfir leitarsvæðinu.Ekkert hefur spurst til Arturs frá 1. mars og í samtali við Vísi fyrr í dag sagði Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi sem stýrir rannsókn málsins að engar nýjar vísbendingar hefðu borist í dag. Ástæða þess að leitað er á því svæði sem um ræðir er að símagögn úr farsíma Arturs benda til þess að sími hans hafi komið inn á farsímasendi í vesturbæ Kópavogs. Málið er rannsakað sem mannshvarf og ekki er grunur um refsiverða háttsemi. Talið er að Artur sé klæddur í svarta úlpu eða mittisjakka, í bláum gallabuxum og í hvítum strigaskóm. Hann er grannvaxinn, 186 sentimetrar á hæð, með græn augu og stutt, dökkt hár. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Arturs, eða vita hvar hann er að finna, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000. Upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið gudmundur.pall@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tengdar fréttir Nýta lágfjöru til leitar að Arturi Leit að Arturi Jarmoszko, 25 ára karlmanni frá Póllandi, mun hefjast að nýju í hádeginu í dag. Leitað verður á sama svæði og í gær. 13. mars 2017 10:25 Óska eftir upplýsingum úr síma Arturs Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið fram á úrskurð héraðsdóms um að fá upplýsingar úr síma Artur Jarmoszko. Ekkert hefur spurst til Arturs frá miðnætti 1.mars er hann sást í öryggismyndavél 1. mars síðastliðinn. 11. mars 2017 14:14 Allt kapp lagt á leit að Arturi Formleg leit hófst í dag að Arturi Jarmoszko, 25 ára karlmanni frá Póllandi, og leituðu hátt í 70 björgunarsveitarmenn á stóru svæði í kring um vesturbæ Kópavogs. Ekkert hefur spurst til Arturs síðan um mánaðamót. 12. mars 2017 19:45 Tilkynning á pólsku vegna leitar lögreglu: Policjanci z Komendy stołecznej nadal poszukują zaginionego Artura Jarmoszko Jeżeli ktoś wie coś na temat okoliczności zaginięcia Artura Jarmoszko bądź zna miejsce jego pobytu, proszony jest o kontakt telefoniczny pod nr tel. 444-1000. 11. mars 2017 14:00 Arturs Jarmoszko leitað í fjöru alla leið frá Gróttu að Álftanesi Formleg leit að Arturi Jarmoszko, sem saknað hefur verið frá mánaðamótum, hófst í gær. 13. mars 2017 07:00 Fengu símagögn frá símafyrirtæki Arturs í nótt Unnið er að því að skoða gögnin til að komast að því hvar sími Arturs Jarmoszko var síðast en tveimur tímum eftir að síðast sást til Arturs slokknaði á síma hans. 12. mars 2017 09:30 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Sjá meira
Um fimmtán til tuttugu björgunarsveitarmenn koma nú að leit að Arturi Jarmoszko, 25 ára karlmanni frá Póllandi. Leitarmenn nýta sér nú lágfjöru á svæðinu frá Nauthólsvík að Kópavogshöfn og freista þess að finna ummerki eftir Artur eða vísbendingar sem gagnast geti við rannsókn á hvarfi Arturs. Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að fjöldi þeirra sem komi að leitinni helgist af því að ekki þurfi marga til þess að leita á því svæði sem um ræðir. Gönguhópar ganga fjörurnar á svæðinu auk þess sem að björgunarsveitamenn á bátum koma að leitinni. Þá er hundateymi á leiðinni á vettvang til þess að aðstoða við leitina og þyrla Landhelgisgæslunnar sveimar yfir leitarsvæðinu.Ekkert hefur spurst til Arturs frá 1. mars og í samtali við Vísi fyrr í dag sagði Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi sem stýrir rannsókn málsins að engar nýjar vísbendingar hefðu borist í dag. Ástæða þess að leitað er á því svæði sem um ræðir er að símagögn úr farsíma Arturs benda til þess að sími hans hafi komið inn á farsímasendi í vesturbæ Kópavogs. Málið er rannsakað sem mannshvarf og ekki er grunur um refsiverða háttsemi. Talið er að Artur sé klæddur í svarta úlpu eða mittisjakka, í bláum gallabuxum og í hvítum strigaskóm. Hann er grannvaxinn, 186 sentimetrar á hæð, með græn augu og stutt, dökkt hár. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Arturs, eða vita hvar hann er að finna, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000. Upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið gudmundur.pall@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Tengdar fréttir Nýta lágfjöru til leitar að Arturi Leit að Arturi Jarmoszko, 25 ára karlmanni frá Póllandi, mun hefjast að nýju í hádeginu í dag. Leitað verður á sama svæði og í gær. 13. mars 2017 10:25 Óska eftir upplýsingum úr síma Arturs Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið fram á úrskurð héraðsdóms um að fá upplýsingar úr síma Artur Jarmoszko. Ekkert hefur spurst til Arturs frá miðnætti 1.mars er hann sást í öryggismyndavél 1. mars síðastliðinn. 11. mars 2017 14:14 Allt kapp lagt á leit að Arturi Formleg leit hófst í dag að Arturi Jarmoszko, 25 ára karlmanni frá Póllandi, og leituðu hátt í 70 björgunarsveitarmenn á stóru svæði í kring um vesturbæ Kópavogs. Ekkert hefur spurst til Arturs síðan um mánaðamót. 12. mars 2017 19:45 Tilkynning á pólsku vegna leitar lögreglu: Policjanci z Komendy stołecznej nadal poszukują zaginionego Artura Jarmoszko Jeżeli ktoś wie coś na temat okoliczności zaginięcia Artura Jarmoszko bądź zna miejsce jego pobytu, proszony jest o kontakt telefoniczny pod nr tel. 444-1000. 11. mars 2017 14:00 Arturs Jarmoszko leitað í fjöru alla leið frá Gróttu að Álftanesi Formleg leit að Arturi Jarmoszko, sem saknað hefur verið frá mánaðamótum, hófst í gær. 13. mars 2017 07:00 Fengu símagögn frá símafyrirtæki Arturs í nótt Unnið er að því að skoða gögnin til að komast að því hvar sími Arturs Jarmoszko var síðast en tveimur tímum eftir að síðast sást til Arturs slokknaði á síma hans. 12. mars 2017 09:30 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Sjá meira
Nýta lágfjöru til leitar að Arturi Leit að Arturi Jarmoszko, 25 ára karlmanni frá Póllandi, mun hefjast að nýju í hádeginu í dag. Leitað verður á sama svæði og í gær. 13. mars 2017 10:25
Óska eftir upplýsingum úr síma Arturs Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið fram á úrskurð héraðsdóms um að fá upplýsingar úr síma Artur Jarmoszko. Ekkert hefur spurst til Arturs frá miðnætti 1.mars er hann sást í öryggismyndavél 1. mars síðastliðinn. 11. mars 2017 14:14
Allt kapp lagt á leit að Arturi Formleg leit hófst í dag að Arturi Jarmoszko, 25 ára karlmanni frá Póllandi, og leituðu hátt í 70 björgunarsveitarmenn á stóru svæði í kring um vesturbæ Kópavogs. Ekkert hefur spurst til Arturs síðan um mánaðamót. 12. mars 2017 19:45
Tilkynning á pólsku vegna leitar lögreglu: Policjanci z Komendy stołecznej nadal poszukują zaginionego Artura Jarmoszko Jeżeli ktoś wie coś na temat okoliczności zaginięcia Artura Jarmoszko bądź zna miejsce jego pobytu, proszony jest o kontakt telefoniczny pod nr tel. 444-1000. 11. mars 2017 14:00
Arturs Jarmoszko leitað í fjöru alla leið frá Gróttu að Álftanesi Formleg leit að Arturi Jarmoszko, sem saknað hefur verið frá mánaðamótum, hófst í gær. 13. mars 2017 07:00
Fengu símagögn frá símafyrirtæki Arturs í nótt Unnið er að því að skoða gögnin til að komast að því hvar sími Arturs Jarmoszko var síðast en tveimur tímum eftir að síðast sást til Arturs slokknaði á síma hans. 12. mars 2017 09:30