Innlent

Fengu símagögn frá símafyrirtæki Arturs í nótt

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Síðast sást til Arturs Jarmozko rétt fyrir miðnætti í Lækjargötu í miðbæ Reykjavíkur þann 28. febrúar síðastliðinn.
Síðast sást til Arturs Jarmozko rétt fyrir miðnætti í Lækjargötu í miðbæ Reykjavíkur þann 28. febrúar síðastliðinn.
Enn hefur ekkert spurst til Arturs Jarmoszko, 26 ára karlmanns frá Póllandi, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir á fimmtudag.

Síðast sást til Arturs rétt fyrir miðnætti í Lækjargötu í miðbæ Reykjavíkur þann 28. febrúar síðastliðinn.

Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi, segir að lögreglan hafi fengið símagögn frá símafyrirtæki Arturs í nótt. Nú sé unnið að því að skoða gögnin til að komast að því hvar sími Arturs var síðast en tveimur tímum eftir að síðast sást til Arturs slokknaði á síma hans.

Lögreglan á fund með Landsbjörgu fyrir hádegi í dag og eru björgunarsveitarmenn í viðbragðsstöðu. Í kvöldfréttum stöðvar 2 í gær sagði fjöldskylda Arturs að hann hefði tekið út alla þá fjárhæð sem hann átti á reikningi sínum sama daga og hann hvarf. Guðmundur Páll segir það vera rétt en að fjárhæðin sé óveruleg.


Tengdar fréttir

Óska eftir upplýsingum úr síma Arturs

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið fram á úrskurð héraðsdóms um að fá upplýsingar úr síma Artur Jarmoszko. Ekkert hefur spurst til Arturs frá miðnætti 1.mars er hann sást í öryggismyndavél 1. mars síðastliðinn.

Lögreglan lýsir enn eftir Artur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir Artur Jarmoszko, 26 ára karlmanni frá Póllandi, sem lýst var eftir fyrst í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×