Flugránið á Kýpur: Sjö manns enn haldið um borð Atli Ísleifsson skrifar 29. mars 2016 10:39 Vélin, sem er af gerðinni Airbus A320, var á leiðinni frá Alexandríu til Kaíró. Vísir/AFP Vél EgyptAir, MS181, var lent á Larnaca-flugvelli í Kýpur í morgun eftir að maður sem kvaðst vera með sprengjubelti hótaði að sprengja vélina. Það sem við vitum um málið:Vélin, sem er af gerðinni Airbus A320, var á leiðinni frá Alexandríu til Kaíró.55 farþegar af „ýmsum þjóðernum“ voru um borð, auk áhafnar, og var þeim flestum sleppt eftir að vélinni var lent.Erlendir miðlar segja sjö manns enn vera haldið um borð – fjórum áhafnarmeðlimum og þremur farþegum.Sherif Fathy, flugmálaráðherra Egyptalands, segir óljóst hvort sprengjubeltið sé ósvikið.Forseti Kýpur segir að ástæður flugráns mannsins tengist samskiptum hans og fyrrverandi eiginkonu hans. Konan er að sögn fjölmiðla mætt á staðinn til að taka þátt í viðræðum við flugræningjann.11:48 Gíslatökunni lokið - flugræninginn handtekinn Utanríkisráðuneyti Kýpur greinir frá því að gíslatökunni sé nú lokið og búið sé að handtaka manninn.Its over. The #hijacker arrested. #LarnacaAirport # Egyptair— Cyprus MFA (@CyprusMFA) March 29, 2016 11:35 Fjórir til viðbótar fara úr vélinni Kýpverskir fjölmiðlar hafa sýnt myndir af því að maður í einkennisnúningi hafi farið úr flugstjórnarklefanum og flúið af vettvangi. Þá hafa verið birtar myndir af þremur til viðbótar sem fóru úr vélinni, niður tröppur. Óljóst er hvað margir eru eftir um borð í vélinni.#BREAKING At least four more people leave hijacked EgyptAir plane: AFP— AFP news agency (@AFP) March 29, 2016 11:28 Segja manninn hafa krafist þess að fá pólitískt hæli Sumir fjölmiðlar segja manninn hafa krafist þess að fá pólitískt hæli, beðið um túlk og krafist þess að hitta fyrrum eiginkonu sína sem búsett sé á Kýpur. Talsmenn egypskra yfirvalda hafna því að ræninginn hafi lagt fram kröfur.11:24 „Ekki í jafnvægi“Í frétt SVT er haft eftir kýpverska utanríkisráðuneytinu að ránið tengist ekki hryðjuverkastarfsemi og að flugræninginn virðist „ekki vera í jafnvægi“. Enn er óljóst um ástæður gíslatökunnar.11:11 Nálæg strönd rýmdAP greinir frá því að lögregla hafi rýmt strönd nærri þeim hluta flugvallarins þar sem vélin er.11:05 Viðræður við ræningjann standa enn yfirSamningaviðræður við flugræningjann standa enn yfir. Fréttir um kröfur hans eru misvísandi þar sem ýmist segir að hann hafi krafist þess að hitta fyrrverandi eiginkonu sína, eða að hann krefjist þess að kvenkyns, pólitískum föngum í Egyptalandi verði sleppt.10:58 Eiga fjögur uppkomin börnCyprus Mail hefur eftir lögreglukonu að bréf sem ritað er á arabísku hafi verið afhent fyrrverandi eiginkonu mannsins. Að sögn er flugræninginn 52 ára og fyrrverandi eiginkona hans 51 árs. Þau eiga saman fjögur börn. Flugræninginn Seif Eldin Mustafa, á að hafa búið á Kýpur fram til ársins 1994.10:48 Flugræninginn nafngreindur Utanríkisráðuneyti Kýpur segir flugræningjann vera Seif Eldin Mustafa.The #hijacker of #MS181 is Seif Eldin Mustafa. The situation is still ongoing.— Cyprus MFA (@CyprusMFA) March 29, 2016 10:47 Krefst þess að föngum verði sleppt Kýpverskir fjölmiðlar segja flugræningjann nú hafa krafist þess að kvenkyns, pólitískum föngum í Egyptalandi verði sleppt. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest.Our flight MS181 is officially hijacked. we'll publish an official statement now. #Egyptair— EGYPTAIR (@EGYPTAIR) March 29, 2016 Tengdar fréttir Flugvél EgyptAir lent á Kýpur eftir flugrán Flugræninginn er vopnaður sprengjubelti. Viðræður við hann standa nú yfir. 29. mars 2016 07:33 Egypskri farþegavél rænt Farþegaþota frá Egypska félaginu EgyptAir, er nú í höndum flugræningja. Vélin var á leið frá Alexandríu til Kaíró með um áttatíu farþega innanborðs þegar að minnsta kosti einn flugræningi tók vélina yfir. Hann virðist hafa verið með sprengjubelti um sig miðjan. Vélinni var síðan lent á Larnaca flugvelli á Kýpur á sjöunda tímanum í morgun. Svo virðist sem konum og börnum hafi nú verið leyft að yfirgefa vélina. 29. mars 2016 07:07 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Sjá meira
Vél EgyptAir, MS181, var lent á Larnaca-flugvelli í Kýpur í morgun eftir að maður sem kvaðst vera með sprengjubelti hótaði að sprengja vélina. Það sem við vitum um málið:Vélin, sem er af gerðinni Airbus A320, var á leiðinni frá Alexandríu til Kaíró.55 farþegar af „ýmsum þjóðernum“ voru um borð, auk áhafnar, og var þeim flestum sleppt eftir að vélinni var lent.Erlendir miðlar segja sjö manns enn vera haldið um borð – fjórum áhafnarmeðlimum og þremur farþegum.Sherif Fathy, flugmálaráðherra Egyptalands, segir óljóst hvort sprengjubeltið sé ósvikið.Forseti Kýpur segir að ástæður flugráns mannsins tengist samskiptum hans og fyrrverandi eiginkonu hans. Konan er að sögn fjölmiðla mætt á staðinn til að taka þátt í viðræðum við flugræningjann.11:48 Gíslatökunni lokið - flugræninginn handtekinn Utanríkisráðuneyti Kýpur greinir frá því að gíslatökunni sé nú lokið og búið sé að handtaka manninn.Its over. The #hijacker arrested. #LarnacaAirport # Egyptair— Cyprus MFA (@CyprusMFA) March 29, 2016 11:35 Fjórir til viðbótar fara úr vélinni Kýpverskir fjölmiðlar hafa sýnt myndir af því að maður í einkennisnúningi hafi farið úr flugstjórnarklefanum og flúið af vettvangi. Þá hafa verið birtar myndir af þremur til viðbótar sem fóru úr vélinni, niður tröppur. Óljóst er hvað margir eru eftir um borð í vélinni.#BREAKING At least four more people leave hijacked EgyptAir plane: AFP— AFP news agency (@AFP) March 29, 2016 11:28 Segja manninn hafa krafist þess að fá pólitískt hæli Sumir fjölmiðlar segja manninn hafa krafist þess að fá pólitískt hæli, beðið um túlk og krafist þess að hitta fyrrum eiginkonu sína sem búsett sé á Kýpur. Talsmenn egypskra yfirvalda hafna því að ræninginn hafi lagt fram kröfur.11:24 „Ekki í jafnvægi“Í frétt SVT er haft eftir kýpverska utanríkisráðuneytinu að ránið tengist ekki hryðjuverkastarfsemi og að flugræninginn virðist „ekki vera í jafnvægi“. Enn er óljóst um ástæður gíslatökunnar.11:11 Nálæg strönd rýmdAP greinir frá því að lögregla hafi rýmt strönd nærri þeim hluta flugvallarins þar sem vélin er.11:05 Viðræður við ræningjann standa enn yfirSamningaviðræður við flugræningjann standa enn yfir. Fréttir um kröfur hans eru misvísandi þar sem ýmist segir að hann hafi krafist þess að hitta fyrrverandi eiginkonu sína, eða að hann krefjist þess að kvenkyns, pólitískum föngum í Egyptalandi verði sleppt.10:58 Eiga fjögur uppkomin börnCyprus Mail hefur eftir lögreglukonu að bréf sem ritað er á arabísku hafi verið afhent fyrrverandi eiginkonu mannsins. Að sögn er flugræninginn 52 ára og fyrrverandi eiginkona hans 51 árs. Þau eiga saman fjögur börn. Flugræninginn Seif Eldin Mustafa, á að hafa búið á Kýpur fram til ársins 1994.10:48 Flugræninginn nafngreindur Utanríkisráðuneyti Kýpur segir flugræningjann vera Seif Eldin Mustafa.The #hijacker of #MS181 is Seif Eldin Mustafa. The situation is still ongoing.— Cyprus MFA (@CyprusMFA) March 29, 2016 10:47 Krefst þess að föngum verði sleppt Kýpverskir fjölmiðlar segja flugræningjann nú hafa krafist þess að kvenkyns, pólitískum föngum í Egyptalandi verði sleppt. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest.Our flight MS181 is officially hijacked. we'll publish an official statement now. #Egyptair— EGYPTAIR (@EGYPTAIR) March 29, 2016
Tengdar fréttir Flugvél EgyptAir lent á Kýpur eftir flugrán Flugræninginn er vopnaður sprengjubelti. Viðræður við hann standa nú yfir. 29. mars 2016 07:33 Egypskri farþegavél rænt Farþegaþota frá Egypska félaginu EgyptAir, er nú í höndum flugræningja. Vélin var á leið frá Alexandríu til Kaíró með um áttatíu farþega innanborðs þegar að minnsta kosti einn flugræningi tók vélina yfir. Hann virðist hafa verið með sprengjubelti um sig miðjan. Vélinni var síðan lent á Larnaca flugvelli á Kýpur á sjöunda tímanum í morgun. Svo virðist sem konum og börnum hafi nú verið leyft að yfirgefa vélina. 29. mars 2016 07:07 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Sjá meira
Flugvél EgyptAir lent á Kýpur eftir flugrán Flugræninginn er vopnaður sprengjubelti. Viðræður við hann standa nú yfir. 29. mars 2016 07:33
Egypskri farþegavél rænt Farþegaþota frá Egypska félaginu EgyptAir, er nú í höndum flugræningja. Vélin var á leið frá Alexandríu til Kaíró með um áttatíu farþega innanborðs þegar að minnsta kosti einn flugræningi tók vélina yfir. Hann virðist hafa verið með sprengjubelti um sig miðjan. Vélinni var síðan lent á Larnaca flugvelli á Kýpur á sjöunda tímanum í morgun. Svo virðist sem konum og börnum hafi nú verið leyft að yfirgefa vélina. 29. mars 2016 07:07