Flugvél EgyptAir lent á Kýpur eftir flugrán Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. mars 2016 07:33 Flestum farþegum vélarinnar hefur verið hleypt frá borði. vísir/afp Flugstjóri flugvélar EgyptAir, á leið frá Alexandriu til Kairó, var þvingaður til að lenda vél sinni á Larnaca flugvelli á Kýpur eftir að flugræningi tók yfir vélina. Þetta kemur fram á Twitter-síðu EgyptAir.Our flight MS181 is officially hijacked. we'll publish an official statement now. #Egyptair — EGYPTAIR (@EGYPTAIR) March 29, 2016 Gripið var til þessara aðgerða eftir að einn farþegi upplýsti um að hann væri íklæddur sprengjubelti. Hann skipaði áhöfn vélarinnar að breyta um stefnu og lenda í Kýpur. Flugvélin er af gerðinni Airbus A320 og 81 farþegi er um borð. Samkvæmt tísti frá EgyptAir hefur öllum farþegum verið hleypt frá borði að undanskildum fimm sem ekki eru egypskir. Áhöfn vélarinnar er enn í haldi um borð í vélinni. Lögreglan á Kýpur segir að ræningjarnir hafi enn sem komið er ekki lagt fram neinar kröfur. Samningateymi er á leið á völlinn. Larnaca flugvelli hefur verið lokað og er flugum til vallarins beint annað á meðan gíslatökuástandið stendur yfir.Uppfært 08.58: „Þetta er ekki atvik sem tengist hryðjuverkasamtökum,“ segir Nicos Anastasiades, forseti Kýpur í samtali við fjölmiðla. Fimm áhafnarmeðlimum hefur verið hleypt frá borði. Flugræninginn hefur nú sett fram þá kröfu, að fá að hitta fyrrverandi konu sína, sem er frá Kýpur. Nýjustu fregnir herma að verið sé að flytja konu mannsins á flugvöllinn. Maðurinn er 27 ára og er nú verið að kanna hvort sprengjubeltið, sem hann bar um sig, sé raunverulegt eða eftirlíking. Strax eftir lendingu sleppti hann öllum farþegum nema fjórum og áhöfninni. Hluta áhafnarinnar hefur nú verið sleppt samkvæmt fréttum frá AFP.Uppfært 09:35: Flugmálaráðherra Egyptalands segir að sjö manns sé enn haldið í gíslingu í vélinni: flugstjóri, flugmaður öryggisfulltrúi, flugfreyja og þrír farþegar.Uppfært 10:28: Kýpverskir fjölmiðlar segja flugræningjann nú hafa krafist þess að föngum í Egyptalandi verði sleppt. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest. Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Flugstjóri flugvélar EgyptAir, á leið frá Alexandriu til Kairó, var þvingaður til að lenda vél sinni á Larnaca flugvelli á Kýpur eftir að flugræningi tók yfir vélina. Þetta kemur fram á Twitter-síðu EgyptAir.Our flight MS181 is officially hijacked. we'll publish an official statement now. #Egyptair — EGYPTAIR (@EGYPTAIR) March 29, 2016 Gripið var til þessara aðgerða eftir að einn farþegi upplýsti um að hann væri íklæddur sprengjubelti. Hann skipaði áhöfn vélarinnar að breyta um stefnu og lenda í Kýpur. Flugvélin er af gerðinni Airbus A320 og 81 farþegi er um borð. Samkvæmt tísti frá EgyptAir hefur öllum farþegum verið hleypt frá borði að undanskildum fimm sem ekki eru egypskir. Áhöfn vélarinnar er enn í haldi um borð í vélinni. Lögreglan á Kýpur segir að ræningjarnir hafi enn sem komið er ekki lagt fram neinar kröfur. Samningateymi er á leið á völlinn. Larnaca flugvelli hefur verið lokað og er flugum til vallarins beint annað á meðan gíslatökuástandið stendur yfir.Uppfært 08.58: „Þetta er ekki atvik sem tengist hryðjuverkasamtökum,“ segir Nicos Anastasiades, forseti Kýpur í samtali við fjölmiðla. Fimm áhafnarmeðlimum hefur verið hleypt frá borði. Flugræninginn hefur nú sett fram þá kröfu, að fá að hitta fyrrverandi konu sína, sem er frá Kýpur. Nýjustu fregnir herma að verið sé að flytja konu mannsins á flugvöllinn. Maðurinn er 27 ára og er nú verið að kanna hvort sprengjubeltið, sem hann bar um sig, sé raunverulegt eða eftirlíking. Strax eftir lendingu sleppti hann öllum farþegum nema fjórum og áhöfninni. Hluta áhafnarinnar hefur nú verið sleppt samkvæmt fréttum frá AFP.Uppfært 09:35: Flugmálaráðherra Egyptalands segir að sjö manns sé enn haldið í gíslingu í vélinni: flugstjóri, flugmaður öryggisfulltrúi, flugfreyja og þrír farþegar.Uppfært 10:28: Kýpverskir fjölmiðlar segja flugræningjann nú hafa krafist þess að föngum í Egyptalandi verði sleppt. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest.
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira