Leyft að opna allar verslanir í Þýskalandi Kjartan Kjartansson skrifar 6. maí 2020 15:43 Merkel kanslari á blaðamannafundi eftir fjarfund hennar með leiðtogum sextán sambandslanda Þýskalands í dag. Sambandslandsstjórarnir samþykktu að taka ábyrgð á hvenær slakað yrði á takmörkunum vegna faraldursins. Vísir/EPA Öllum takmörkunum á verslanir sem hafa verið í gildi í kórónuveirufaraldrinum verður aflétt með samkomulagi sem þýska ríkisstjórnin hefur gert við sambandslandsstjórnirnar sextán. Félagsforðun verður áfram í gildi í annan mánuð en slakað verður á ýmsum þáttum hennar. Þýskir fjölmiðlar hafa greint frá samkomulaginu í dag. Það er sagt fela í sér að sambandsstjórnirnar stýri því hvenær slakað verður á takmörkunum vegna faraldursins. Takmörkunum verður komið fljótt á aftur leiði tilslakanirnar til fjölgunar í greindum smitum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þegar var byrjað að slaka á takmörkunum vegna faraldursins í Þýskalandi með opnun skóla fyrir eldri börn og sumra verslana. Nú verður hins vegar leyft að opna allar verslanir en viðskiptavinir verða þó að ganga með grímur og virða tveggja metra fjarlægðarreglu. Fólki frá tveimur heimilum verður nú leyft að hittast og snæða saman. Eldri borgarar og fatlaðir sem búa á hjúkrunarheimilum geta nú fengið eina manneskju í heimsókn. Þá verða knattspyrnuleikir leyfðir á ný. Búist er við að lið í efstu deild á Þýsklandi gætu byrjað að spila án áhorfenda þegar í næstu eða þarnæstu viku. Þýska deildin yrði þá sú fyrsta til að byrja að rúlla aftur eftir faraldurinn. Kórónuveirufaraldurinn hefur ekki leikið Þýskaland eins grátt og sum önnur ríki Vestur-Evrópu eins og Bretland, Ítalíu, Frakkland og Spán. Innan við 7.000 manns hafa látist þar og tiltölulega fá ný smit hafa greinst í landinu undanfarið. Angela Merkel, kanslari, sagði í dag að óhætt væri að fullyrða að fyrsta stigi faraldursins væri nú lokið. „En við verðum að vera mjög meðvituð að við erum inn snemma í faraldrinum og við stöndum í þessu til lengri tíma,“ sagði Merkel. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Tengdar fréttir Þjóðverjar hefja aftur leik í þessum mánuði Þýska úrvalsdeildin verðr sú fyrsta af þeim fimm stærstu í Evrópu til að fara aftur af stað eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. 6. maí 2020 13:53 Þjóðverjar byrja að aflétta höftum í skrefum Angela Merkel, kanslari Þýskalands, kynnti áform um að aflétta hægt og rólega aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í dag. Opna má ákveðnar verslanir aftur strax í næstu viku og þá verður leyft að opna skóla í byrjun maí. 15. apríl 2020 19:23 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Sjá meira
Öllum takmörkunum á verslanir sem hafa verið í gildi í kórónuveirufaraldrinum verður aflétt með samkomulagi sem þýska ríkisstjórnin hefur gert við sambandslandsstjórnirnar sextán. Félagsforðun verður áfram í gildi í annan mánuð en slakað verður á ýmsum þáttum hennar. Þýskir fjölmiðlar hafa greint frá samkomulaginu í dag. Það er sagt fela í sér að sambandsstjórnirnar stýri því hvenær slakað verður á takmörkunum vegna faraldursins. Takmörkunum verður komið fljótt á aftur leiði tilslakanirnar til fjölgunar í greindum smitum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þegar var byrjað að slaka á takmörkunum vegna faraldursins í Þýskalandi með opnun skóla fyrir eldri börn og sumra verslana. Nú verður hins vegar leyft að opna allar verslanir en viðskiptavinir verða þó að ganga með grímur og virða tveggja metra fjarlægðarreglu. Fólki frá tveimur heimilum verður nú leyft að hittast og snæða saman. Eldri borgarar og fatlaðir sem búa á hjúkrunarheimilum geta nú fengið eina manneskju í heimsókn. Þá verða knattspyrnuleikir leyfðir á ný. Búist er við að lið í efstu deild á Þýsklandi gætu byrjað að spila án áhorfenda þegar í næstu eða þarnæstu viku. Þýska deildin yrði þá sú fyrsta til að byrja að rúlla aftur eftir faraldurinn. Kórónuveirufaraldurinn hefur ekki leikið Þýskaland eins grátt og sum önnur ríki Vestur-Evrópu eins og Bretland, Ítalíu, Frakkland og Spán. Innan við 7.000 manns hafa látist þar og tiltölulega fá ný smit hafa greinst í landinu undanfarið. Angela Merkel, kanslari, sagði í dag að óhætt væri að fullyrða að fyrsta stigi faraldursins væri nú lokið. „En við verðum að vera mjög meðvituð að við erum inn snemma í faraldrinum og við stöndum í þessu til lengri tíma,“ sagði Merkel.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Tengdar fréttir Þjóðverjar hefja aftur leik í þessum mánuði Þýska úrvalsdeildin verðr sú fyrsta af þeim fimm stærstu í Evrópu til að fara aftur af stað eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. 6. maí 2020 13:53 Þjóðverjar byrja að aflétta höftum í skrefum Angela Merkel, kanslari Þýskalands, kynnti áform um að aflétta hægt og rólega aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í dag. Opna má ákveðnar verslanir aftur strax í næstu viku og þá verður leyft að opna skóla í byrjun maí. 15. apríl 2020 19:23 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Sjá meira
Þjóðverjar hefja aftur leik í þessum mánuði Þýska úrvalsdeildin verðr sú fyrsta af þeim fimm stærstu í Evrópu til að fara aftur af stað eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. 6. maí 2020 13:53
Þjóðverjar byrja að aflétta höftum í skrefum Angela Merkel, kanslari Þýskalands, kynnti áform um að aflétta hægt og rólega aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í dag. Opna má ákveðnar verslanir aftur strax í næstu viku og þá verður leyft að opna skóla í byrjun maí. 15. apríl 2020 19:23