Níu Íslendingar smitaðir af kórónuveirunni Andri Eysteinsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 2. mars 2020 21:40 Víðir Reynisson hjá almannavörnum og Alma Möller landlæknir á blaðamannafundi vegna kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm Þrjú tilfelli kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 greindust til viðbótar í kvöld og eru þau því níu í heildina. Um er að ræða tvær konur og einn karl. Þau eru á fimmtugs- og sextugssaldri. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. Af þessum tilfellum hafa tvö tengingu við Norður-Ítalíu en þessir einstaklingar komu til landsins frá Veróna á Ítalíu á laugardaginn. Unnið er að smitrakningu á þriðja tilfellinu. Níu Íslendingar hafa því greinst með kórónuveiru frá því á föstudaginn síðasta. Allir hinir smituðu eru nú í einangrun á heimilum sínum. Allir sýna hinir smituðu venjuleg einkenni COVID-19 sjúkdómsins en teljast ekki alvarlega veikir. Víðir segir í samtali við Vísi að þessi þrjú nýju tilfelli hafi bæst við í greiningu á um það bil tuttugu sýnum sem gerð var seinnipartinn í dag og fram eftir kvöldi. Unnið er við greiningu sýna til klukkan 20 á kvöldin. Hann segir þá tvo einstaklinga sem komu frá Veróna á laugardaginn hafa farið strax í sóttkví þar sem fundu fyrir einhverjum einkennum. Það eru því allar líkur taldar á því að þeir hafi smitast úti á Ítalíu en ekki hér heima. Um 280 manns eru nú í sóttkví hér á landi vegna kórónuveirunnar og segir Víðir ekki marga bætast við þá tölu vegna nýju tilfellanna; eftir því sem hann best veit séu þrír til viðbótar farnir í sóttkví. Fyrsta tilfelli kórónuveiru hér á landi var staðfest síðastliðinn föstudag þegar karlmaður á fimmtugsaldri greindist með veiruna. Í gær greindust svo tveir til viðbótar og í dag hafa síðan sex ný tilfelli bæst við. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Skoða stöðu hótelstarfsmanna sem eiga að vinna í Farsóttarhúsinu Hótelstarfsmenn sem munu vinna í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg er frjálst að hafna því að starfa þar að sögn yfirvalda. Stéttarfélaginu Eflingu hafa borist fyrirspurnir vegna málsins í dag og er unnið að því að kanna stöðu starfsmannanna. 2. mars 2020 16:30 Biðla til heilbrigðisstarfsmanna að fara ekki utan í ferðalög Heilbrigðisyfirvöld biðla til heilbrigðisstarfsmanna og annarra sem starfa í framlínu á heilbrigðisstofnunum að fara ekki utan í ferðalög í bili, á meðan tilfellum vegna kórónuveirunnar fer fjölgandi hér á landi. 2. mars 2020 14:36 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Sjá meira
Þrjú tilfelli kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 greindust til viðbótar í kvöld og eru þau því níu í heildina. Um er að ræða tvær konur og einn karl. Þau eru á fimmtugs- og sextugssaldri. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. Af þessum tilfellum hafa tvö tengingu við Norður-Ítalíu en þessir einstaklingar komu til landsins frá Veróna á Ítalíu á laugardaginn. Unnið er að smitrakningu á þriðja tilfellinu. Níu Íslendingar hafa því greinst með kórónuveiru frá því á föstudaginn síðasta. Allir hinir smituðu eru nú í einangrun á heimilum sínum. Allir sýna hinir smituðu venjuleg einkenni COVID-19 sjúkdómsins en teljast ekki alvarlega veikir. Víðir segir í samtali við Vísi að þessi þrjú nýju tilfelli hafi bæst við í greiningu á um það bil tuttugu sýnum sem gerð var seinnipartinn í dag og fram eftir kvöldi. Unnið er við greiningu sýna til klukkan 20 á kvöldin. Hann segir þá tvo einstaklinga sem komu frá Veróna á laugardaginn hafa farið strax í sóttkví þar sem fundu fyrir einhverjum einkennum. Það eru því allar líkur taldar á því að þeir hafi smitast úti á Ítalíu en ekki hér heima. Um 280 manns eru nú í sóttkví hér á landi vegna kórónuveirunnar og segir Víðir ekki marga bætast við þá tölu vegna nýju tilfellanna; eftir því sem hann best veit séu þrír til viðbótar farnir í sóttkví. Fyrsta tilfelli kórónuveiru hér á landi var staðfest síðastliðinn föstudag þegar karlmaður á fimmtugsaldri greindist með veiruna. Í gær greindust svo tveir til viðbótar og í dag hafa síðan sex ný tilfelli bæst við.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Skoða stöðu hótelstarfsmanna sem eiga að vinna í Farsóttarhúsinu Hótelstarfsmenn sem munu vinna í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg er frjálst að hafna því að starfa þar að sögn yfirvalda. Stéttarfélaginu Eflingu hafa borist fyrirspurnir vegna málsins í dag og er unnið að því að kanna stöðu starfsmannanna. 2. mars 2020 16:30 Biðla til heilbrigðisstarfsmanna að fara ekki utan í ferðalög Heilbrigðisyfirvöld biðla til heilbrigðisstarfsmanna og annarra sem starfa í framlínu á heilbrigðisstofnunum að fara ekki utan í ferðalög í bili, á meðan tilfellum vegna kórónuveirunnar fer fjölgandi hér á landi. 2. mars 2020 14:36 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Sjá meira
Skoða stöðu hótelstarfsmanna sem eiga að vinna í Farsóttarhúsinu Hótelstarfsmenn sem munu vinna í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg er frjálst að hafna því að starfa þar að sögn yfirvalda. Stéttarfélaginu Eflingu hafa borist fyrirspurnir vegna málsins í dag og er unnið að því að kanna stöðu starfsmannanna. 2. mars 2020 16:30
Biðla til heilbrigðisstarfsmanna að fara ekki utan í ferðalög Heilbrigðisyfirvöld biðla til heilbrigðisstarfsmanna og annarra sem starfa í framlínu á heilbrigðisstofnunum að fara ekki utan í ferðalög í bili, á meðan tilfellum vegna kórónuveirunnar fer fjölgandi hér á landi. 2. mars 2020 14:36