Erlent

Ómannað geimfar sprakk í loft upp

Boði Logason skrifar
Ómannað geimfar sprakk í loft upp stuttu eftir að því var skotið á loft frá Bajkonur-geimskotstöð Rússa í Kasakstan í nótt.

Sýnt var frá skotinu í beinni útsendingu í rússneska sjónvarpinu en fjölmiðlar þar í landi segja að um 500 tonn af flugvélareldsneyti hafi lekið úr í andrúmsloftið.

Geimflauginni var ætlað að flytja þrjú gervitungl út í heim. Óljóst er hvað olli sprengingunni og enginn slasaðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×