Erlent

Slaka á reglum um blóðgjafir sam- og tvíkynhneigðra karla vegna ástandsins

Andri Eysteinsson skrifar
Fleiri eiga nú möguleika á að gefa blóð í Bandaríkjunum.
Fleiri eiga nú möguleika á að gefa blóð í Bandaríkjunum. Getty/Bernd von Jutrczenka

Bandarísk yfirvöld kynntu í dag áform um að slaka á reglum um blóðgjafir til þess að koma til móts mögulegan blóðskort sem rekja má til faraldurs kórónuveirunnar.

Með tilslökunum á reglum mega fleiri heilbrigðir einstaklingar gefa blóð og bætast því við tugþúsundir mögulegra blóðgjafa, þar á meðal sam- og tvíkynhneigðir karlmenn og fólk sem nýlega hefur fengið húðflúr eða farið í líkamsgötun.

Reglurnar höfðu áður kveðið á um að blóðgjafir frá karlmönnum sem höfðu stundað samfarir með öðrum karlmanni á síðasta ári, konum sem höfðu stundað samfarir með körlum sem höfðu svo sofið hjá öðrum karli á árinu og blóðgjafir frá fólki sem hafði á árinu fengið húðflúr eða líkamsgötun, væru bannaðar.

Nú er markið sett við þrjá mánuði og er talið líklegt að reglunum verði ekki breytt til baka að faraldrinum loknum samkvæmt frétt AP. Lengi voru blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna bannaðar með öllu í bandaríkjunum en árið 2015 var eins árs reglan sett. Réttindahópar halda enn áfram baráttunni gegn banninu sem fyrst var sett af ótta við HIV smit.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.