Erlent

Lögreglan skýtur hund til bana

Boði Logason skrifar
„Hann var ekki bara skotinn, hann var tekinn af lífi,“ segir Leon Rosby, fimmtíu og tveggja ára hundaeigandi og íbúi Los Angeles í Kaliforníu. Hann flæktist inn í ótrúlega atburðarrás á dögunum þegar lögreglumenn handtóku hann.

Rosby var handtekinn þegar sérsveitarmenn voru í lögregluaðgerð í einbýlishúsi í Hawthorne-hverfinu. Hann var þar á gangi ásamt Rottweiler-hundi sínum og tók upp farsímann sinn og byrjaði að taka lögreglumennina upp.

Tveir lögreglumenn horfðu á Rosby í nokkrar sekúndur áður en þeir byrjaðu að labba í áttina að honum. Hann kom þá hundinum sínum inn í bíl og labbaði í áttina að lögreglumönnunum, snéri baki í þá og setti hendurnar fyrir aftan bak.

„Þeir spurðu mig hvað ég væri að gera þarna og ég sagðist vera taka þá upp á símann minn svo ekki yrði traðkað á mannréttindum borgara,“ segir hann.

Hundurinn var ekki sáttur við að sjá eiganda sinn í handjárnum, og byrjaði að gelta í áttina að honum. Hann komst svo út úr gluggann á bílnum og hljóp í átt að eigandum.

Nokkrum sekúndum síðar skaut einn lögreglumaðurinn hundinn til bana. Fjórum skotum var hleypt af - og eigandinn varnarlaus í handjárnum hágrét og öskraði.

Í yfirlýsingu frá lögreglunni segir að maðurinn hafi verið handtekinn fyrir að vera með truflandi tónlist í bifreið sinni, gengið of nálægt lögreglumönnum með risastóran Rottweiler-hund sér við hlið.

Vitni náðu atvikinu upp á myndband og tóku allt saman upp.

Horfa má á myndskeiðið hér að ofan og frétt NBC hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×