Verksmiðjan hafnar því að nota nauðungarvinnu við jólakortagerð Sylvía Hall skrifar 23. desember 2019 15:08 Florence Widdicombe með sambærilegt jólakort og skilaboðin fundust í. Vísir/AP Verksmiðjan sem framleiddi jólakortin sem seld voru í Tesco hefur hafnað ásökunum um ómannúðlegar aðstæður við framleiðslu þeirra. Peter Humphrey, blaðamaður sem sat í Qingpu fangelsinu í Kína, segist gruna hvaða fangi skrifaði skilaboð í jólakortið en í skilaboðunum var handhafi kortsins beðinn um að gera mannréttindasamtökum viðvart og hafa samband við Humphrey. Það var hin sex ára gamla Florence Widdicombe sem fann skilaboðin þegar hún var í óðaönn að skrifa jólakveðjur til skólafélaga sinna. Þegar hún var að hefjast handa við að skrifa inn í sjötta kortið rakst hún á skilaboðin í stórum stöfum.Sjá einnig: Sex ára stúlka fann hjálparkall frá fanga í jólakorti „Við erum erlendir fangar í Shanghai Qingpu fangelsinu í Kína. Við erum neydd til starfa gegn okkar vilja. Vinsamlegast hjálpið okkur og hafið samband við mannréttindasamtök,“ stóð í kortinu. Í kjölfarið stöðvaði Tesco framleiðslu kortanna og tilkynnti að það hygðist hefja rannsókn á málinu. Humphrey var í viðtali við BBC í dag þar sem hann rifjaði upp fangelsisvist sína. Hann lýsti lífinu í fangelsinu sem mjög dapurlegu, 250 erlendir fangar hafi verið í álmunni þar sem hann dvaldi og deildi hann klefa með ellefu öðrum föngum. Valkvæð vinna orðin nauðungarvinna Humphrey segir föngum hafa boðist að vinna þegar hann dvaldi í fangelsinu. Þá gátu fangar unnið til þess að þéna peninga sem fóru í kaup á sápu, tannkremi eða öðrum nauðsynjum. Í dag sé sú vinna ekki lengur valkvæð heldur líkist frekar nauðungarvinnu. „Þetta var skrifað af einhverjum klefafélögum mínum frá þeim tíma sem eru enn að afplána sína dóma,“ segir Humphrey en hann segist hafa verið fangelsaður á grundvelli „upploginna saka“ sem fóru aldrei fyrir hefðbundna dómstóla. Hann var fangelsaður í tvö ár og afplánaði þar af níu mánuði í Qingpu fangelsinu. Humphrey segist gruna hver skrifaði skilaboðin. Hann ætli þó ekki að opinbera nafn viðkomandi. Fjölskyldan sem fann skilaboðin hafði samband við Humphrey á Linkedin og gerði honum viðvart. Í kjölfarið setti hann sig í samband við fyrrum fanga í fangelsinu sem staðfesti að sú valkvæða vinna sem hafði áður verið væri nú orðin nauðungarvinna. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagði í samtali við blaðamenn í dag að ásakanirnar væru uppspuni og farsi sem Humphrey hafði skapað. Hann hafnaði því að nauðungarvinna ætti sér stað innan veggja fangelsisins. Zhejiang Yunguang Printing, kortaframleiðandinn sem Tesco var í viðskiptum við, hefur fullyrt að ásakanir um ómannúðlegar aðstæður við gerð kortanna séu rangar. Bretland Kína Tengdar fréttir Sex ára stúlka fann hjálparkall frá fanga í jólakorti Breska verslunarkeðjan Tesco hefur hætt framleiðslu jólakorta í verksmiðju í Kína eftir að grunur vaknaði um ómannúðlegar aðstæður við framleiðslu þeirra. 22. desember 2019 15:07 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Verksmiðjan sem framleiddi jólakortin sem seld voru í Tesco hefur hafnað ásökunum um ómannúðlegar aðstæður við framleiðslu þeirra. Peter Humphrey, blaðamaður sem sat í Qingpu fangelsinu í Kína, segist gruna hvaða fangi skrifaði skilaboð í jólakortið en í skilaboðunum var handhafi kortsins beðinn um að gera mannréttindasamtökum viðvart og hafa samband við Humphrey. Það var hin sex ára gamla Florence Widdicombe sem fann skilaboðin þegar hún var í óðaönn að skrifa jólakveðjur til skólafélaga sinna. Þegar hún var að hefjast handa við að skrifa inn í sjötta kortið rakst hún á skilaboðin í stórum stöfum.Sjá einnig: Sex ára stúlka fann hjálparkall frá fanga í jólakorti „Við erum erlendir fangar í Shanghai Qingpu fangelsinu í Kína. Við erum neydd til starfa gegn okkar vilja. Vinsamlegast hjálpið okkur og hafið samband við mannréttindasamtök,“ stóð í kortinu. Í kjölfarið stöðvaði Tesco framleiðslu kortanna og tilkynnti að það hygðist hefja rannsókn á málinu. Humphrey var í viðtali við BBC í dag þar sem hann rifjaði upp fangelsisvist sína. Hann lýsti lífinu í fangelsinu sem mjög dapurlegu, 250 erlendir fangar hafi verið í álmunni þar sem hann dvaldi og deildi hann klefa með ellefu öðrum föngum. Valkvæð vinna orðin nauðungarvinna Humphrey segir föngum hafa boðist að vinna þegar hann dvaldi í fangelsinu. Þá gátu fangar unnið til þess að þéna peninga sem fóru í kaup á sápu, tannkremi eða öðrum nauðsynjum. Í dag sé sú vinna ekki lengur valkvæð heldur líkist frekar nauðungarvinnu. „Þetta var skrifað af einhverjum klefafélögum mínum frá þeim tíma sem eru enn að afplána sína dóma,“ segir Humphrey en hann segist hafa verið fangelsaður á grundvelli „upploginna saka“ sem fóru aldrei fyrir hefðbundna dómstóla. Hann var fangelsaður í tvö ár og afplánaði þar af níu mánuði í Qingpu fangelsinu. Humphrey segist gruna hver skrifaði skilaboðin. Hann ætli þó ekki að opinbera nafn viðkomandi. Fjölskyldan sem fann skilaboðin hafði samband við Humphrey á Linkedin og gerði honum viðvart. Í kjölfarið setti hann sig í samband við fyrrum fanga í fangelsinu sem staðfesti að sú valkvæða vinna sem hafði áður verið væri nú orðin nauðungarvinna. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagði í samtali við blaðamenn í dag að ásakanirnar væru uppspuni og farsi sem Humphrey hafði skapað. Hann hafnaði því að nauðungarvinna ætti sér stað innan veggja fangelsisins. Zhejiang Yunguang Printing, kortaframleiðandinn sem Tesco var í viðskiptum við, hefur fullyrt að ásakanir um ómannúðlegar aðstæður við gerð kortanna séu rangar.
Bretland Kína Tengdar fréttir Sex ára stúlka fann hjálparkall frá fanga í jólakorti Breska verslunarkeðjan Tesco hefur hætt framleiðslu jólakorta í verksmiðju í Kína eftir að grunur vaknaði um ómannúðlegar aðstæður við framleiðslu þeirra. 22. desember 2019 15:07 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Sex ára stúlka fann hjálparkall frá fanga í jólakorti Breska verslunarkeðjan Tesco hefur hætt framleiðslu jólakorta í verksmiðju í Kína eftir að grunur vaknaði um ómannúðlegar aðstæður við framleiðslu þeirra. 22. desember 2019 15:07