Verksmiðjan hafnar því að nota nauðungarvinnu við jólakortagerð Sylvía Hall skrifar 23. desember 2019 15:08 Florence Widdicombe með sambærilegt jólakort og skilaboðin fundust í. Vísir/AP Verksmiðjan sem framleiddi jólakortin sem seld voru í Tesco hefur hafnað ásökunum um ómannúðlegar aðstæður við framleiðslu þeirra. Peter Humphrey, blaðamaður sem sat í Qingpu fangelsinu í Kína, segist gruna hvaða fangi skrifaði skilaboð í jólakortið en í skilaboðunum var handhafi kortsins beðinn um að gera mannréttindasamtökum viðvart og hafa samband við Humphrey. Það var hin sex ára gamla Florence Widdicombe sem fann skilaboðin þegar hún var í óðaönn að skrifa jólakveðjur til skólafélaga sinna. Þegar hún var að hefjast handa við að skrifa inn í sjötta kortið rakst hún á skilaboðin í stórum stöfum.Sjá einnig: Sex ára stúlka fann hjálparkall frá fanga í jólakorti „Við erum erlendir fangar í Shanghai Qingpu fangelsinu í Kína. Við erum neydd til starfa gegn okkar vilja. Vinsamlegast hjálpið okkur og hafið samband við mannréttindasamtök,“ stóð í kortinu. Í kjölfarið stöðvaði Tesco framleiðslu kortanna og tilkynnti að það hygðist hefja rannsókn á málinu. Humphrey var í viðtali við BBC í dag þar sem hann rifjaði upp fangelsisvist sína. Hann lýsti lífinu í fangelsinu sem mjög dapurlegu, 250 erlendir fangar hafi verið í álmunni þar sem hann dvaldi og deildi hann klefa með ellefu öðrum föngum. Valkvæð vinna orðin nauðungarvinna Humphrey segir föngum hafa boðist að vinna þegar hann dvaldi í fangelsinu. Þá gátu fangar unnið til þess að þéna peninga sem fóru í kaup á sápu, tannkremi eða öðrum nauðsynjum. Í dag sé sú vinna ekki lengur valkvæð heldur líkist frekar nauðungarvinnu. „Þetta var skrifað af einhverjum klefafélögum mínum frá þeim tíma sem eru enn að afplána sína dóma,“ segir Humphrey en hann segist hafa verið fangelsaður á grundvelli „upploginna saka“ sem fóru aldrei fyrir hefðbundna dómstóla. Hann var fangelsaður í tvö ár og afplánaði þar af níu mánuði í Qingpu fangelsinu. Humphrey segist gruna hver skrifaði skilaboðin. Hann ætli þó ekki að opinbera nafn viðkomandi. Fjölskyldan sem fann skilaboðin hafði samband við Humphrey á Linkedin og gerði honum viðvart. Í kjölfarið setti hann sig í samband við fyrrum fanga í fangelsinu sem staðfesti að sú valkvæða vinna sem hafði áður verið væri nú orðin nauðungarvinna. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagði í samtali við blaðamenn í dag að ásakanirnar væru uppspuni og farsi sem Humphrey hafði skapað. Hann hafnaði því að nauðungarvinna ætti sér stað innan veggja fangelsisins. Zhejiang Yunguang Printing, kortaframleiðandinn sem Tesco var í viðskiptum við, hefur fullyrt að ásakanir um ómannúðlegar aðstæður við gerð kortanna séu rangar. Bretland Kína Tengdar fréttir Sex ára stúlka fann hjálparkall frá fanga í jólakorti Breska verslunarkeðjan Tesco hefur hætt framleiðslu jólakorta í verksmiðju í Kína eftir að grunur vaknaði um ómannúðlegar aðstæður við framleiðslu þeirra. 22. desember 2019 15:07 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Sjá meira
Verksmiðjan sem framleiddi jólakortin sem seld voru í Tesco hefur hafnað ásökunum um ómannúðlegar aðstæður við framleiðslu þeirra. Peter Humphrey, blaðamaður sem sat í Qingpu fangelsinu í Kína, segist gruna hvaða fangi skrifaði skilaboð í jólakortið en í skilaboðunum var handhafi kortsins beðinn um að gera mannréttindasamtökum viðvart og hafa samband við Humphrey. Það var hin sex ára gamla Florence Widdicombe sem fann skilaboðin þegar hún var í óðaönn að skrifa jólakveðjur til skólafélaga sinna. Þegar hún var að hefjast handa við að skrifa inn í sjötta kortið rakst hún á skilaboðin í stórum stöfum.Sjá einnig: Sex ára stúlka fann hjálparkall frá fanga í jólakorti „Við erum erlendir fangar í Shanghai Qingpu fangelsinu í Kína. Við erum neydd til starfa gegn okkar vilja. Vinsamlegast hjálpið okkur og hafið samband við mannréttindasamtök,“ stóð í kortinu. Í kjölfarið stöðvaði Tesco framleiðslu kortanna og tilkynnti að það hygðist hefja rannsókn á málinu. Humphrey var í viðtali við BBC í dag þar sem hann rifjaði upp fangelsisvist sína. Hann lýsti lífinu í fangelsinu sem mjög dapurlegu, 250 erlendir fangar hafi verið í álmunni þar sem hann dvaldi og deildi hann klefa með ellefu öðrum föngum. Valkvæð vinna orðin nauðungarvinna Humphrey segir föngum hafa boðist að vinna þegar hann dvaldi í fangelsinu. Þá gátu fangar unnið til þess að þéna peninga sem fóru í kaup á sápu, tannkremi eða öðrum nauðsynjum. Í dag sé sú vinna ekki lengur valkvæð heldur líkist frekar nauðungarvinnu. „Þetta var skrifað af einhverjum klefafélögum mínum frá þeim tíma sem eru enn að afplána sína dóma,“ segir Humphrey en hann segist hafa verið fangelsaður á grundvelli „upploginna saka“ sem fóru aldrei fyrir hefðbundna dómstóla. Hann var fangelsaður í tvö ár og afplánaði þar af níu mánuði í Qingpu fangelsinu. Humphrey segist gruna hver skrifaði skilaboðin. Hann ætli þó ekki að opinbera nafn viðkomandi. Fjölskyldan sem fann skilaboðin hafði samband við Humphrey á Linkedin og gerði honum viðvart. Í kjölfarið setti hann sig í samband við fyrrum fanga í fangelsinu sem staðfesti að sú valkvæða vinna sem hafði áður verið væri nú orðin nauðungarvinna. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagði í samtali við blaðamenn í dag að ásakanirnar væru uppspuni og farsi sem Humphrey hafði skapað. Hann hafnaði því að nauðungarvinna ætti sér stað innan veggja fangelsisins. Zhejiang Yunguang Printing, kortaframleiðandinn sem Tesco var í viðskiptum við, hefur fullyrt að ásakanir um ómannúðlegar aðstæður við gerð kortanna séu rangar.
Bretland Kína Tengdar fréttir Sex ára stúlka fann hjálparkall frá fanga í jólakorti Breska verslunarkeðjan Tesco hefur hætt framleiðslu jólakorta í verksmiðju í Kína eftir að grunur vaknaði um ómannúðlegar aðstæður við framleiðslu þeirra. 22. desember 2019 15:07 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Sjá meira
Sex ára stúlka fann hjálparkall frá fanga í jólakorti Breska verslunarkeðjan Tesco hefur hætt framleiðslu jólakorta í verksmiðju í Kína eftir að grunur vaknaði um ómannúðlegar aðstæður við framleiðslu þeirra. 22. desember 2019 15:07