Yfirheyrðu höfund umdeildrar skýrslu um Trump í sextán tíma Kjartan Kjartansson skrifar 9. júlí 2019 20:28 Skrifstofur ráðgjafarfyrirtækis Steele í London. Steele tók saman skýrslu um tengsl Trump við Rússland fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Vísir/Getty Lögfræðingar bandaríska dómsmálaráðuneytisins sem rannsaka upptök Rússarannsóknarinnar svonefndu ræddu við Christopher Steele, breskan fyrrverandi njósnara, í sextán tíma í síðasta mánuði. Steel er höfundur umdeildrar skýrslu um meint tengsl Donalds Trump Bandaríkjaforseta við rússnesk stjórnvöld. Steele-skýrslan svonefnda hefur ítrekað orðið að skotspóni Trump forseta og bandamanna hans undanfarin misseri. Skýrsluna tók hann saman fyrir rannsóknafyrirtækið Fusion GPS sem hafði verið ráðið til að rannsaka tengsl Trump við Rússland, fyrst af andstæðingum Trump í forvali Repúblikanaflokksins en síðar af landsnefnd Demókrataflokksins. Upplýst var um efni skýrslunnar í byrjun árs 2017, þar á meðal svæsnar en óstaðfestar frásagnir af heimsóknum Trump til Moskvu. Þar voru færð rök fyrir því að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 og að samráð hafi átt sér stað á milli þeirra og framboðs Trump. Rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, staðfesti mat leyniþjónustu Bandaríkjanna að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar og tryggja Trump sigur. Ekki var sýnt fram á að glæpsamlegt samsæri hafi átt sér stað á milli framboðsins og Rússa. Í skýrslu Mueller var engu að síður lýst fjölda samskipta Rússa og starfsmanna framboðsins. Trump og bandamenn hans hafa ítrekað haldið því ranglega fram að skýrslan hafi verið grundvöllur rannsóknarinnar á meintu samráði framboðs hans við rússnesk stjórnvöld. Alríkislögreglan og dómsmálaráðuneytið hafi fengið hlerunarheimild gegn fyrrverandi starfsmanni framboðs Trump á grundvelli hennar.Carter Page, fyrrverandi starfsmaður framboðs Trump sem var undir eftirliti FBi.Getty/Mark WilsonTöldu vitnisburð njósnarans trúverðugan Innri endurskoðandi dómsmálaráðuneytisins rannsakar nú tildrög Rússarannsóknarinnar svonefndu og þá sérstaklega hvort hlerunarheimildin gegn Carter Page, fyrrverandi starfsmanni framboðs Trump, hafi verið fengin með réttmætum hætti. Page hafði áður verið á lista bandarískra yfirvalda vegna samskipta við útsendara rússneskra stjórnvalda. Trump og félagar hafa lýst hlerunarheimildinni sem sönnun þess að „njósnað“ hafi verið um framboðið. Þrír lögfræðingar hans ræddu við Steele í London í júní, á sama tíma og Trump forseti var þar í opinberri heimsókn, samkvæmt heimildum Reuters-fréttastofunnar. Viðtalið er sagt hafa farið erfiðlega af stað. Lögfræðingarnir hafi þó talið framburð Steele nægilega trúverðugan til að framlengja rannsókn sína. Bandaríska blaðið Politico segir að framburður Steele hafi komið lögfræðingunum á óvart. Hann hafi veitt þeim nýjar og mikilvægar upplýsingar.New York Times heldur því fram að innri endurskoðandinn sé nærri því að birta niðurstöðu rannsóknar sinna á tildrögum Rússarannsóknarinnar. Lögfræðingarnir hafi gengið á Steele um hvernig hann staðfesti heimildir sínar í Rússland, hvernig hann greindi frá þeim og hvernig hann ákvað hvaða fullyrðingar þeirra hann setti í skýrslu sína. Þá spurðu þeir hann út í samskipti sín við fulltrúa alríkislögreglunnar FBI og ráðuneytið sjálft. Ólíkt því sem Trump og bandamenn hans hafa haldið fram má rekja upphaf Rússarannsóknarinnar til þess að sendiherra Ástralíu gerði bandarískum yfirvöldum viðvart um að George Papadopoulos, utanríkismálaráðgjafi framboðs Trump, hafi fullyrt við sig að Rússar byggju yfir fjölda tölvupósta Hillary Clinton nokkru áður en uppljóstranavefurinn birti þá opinberlega. Rússneskir hakkarar stálu póstum hennar og landsnefndar Demókrataflokksins. Bandaríkin Bretland Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“ Fjölmiðlar í Bandaríkjunum og víðar hafa í nótt sagt fréttir af frásögnum um að yfirvöld í Rússlandi búi yfir skaðlegum upplýsingum um Donald Trump. 11. janúar 2017 10:30 Höfundur hinnar eldfimu leyniskýrslu um Trump í felum Óttast hefndaraðgerðir Rússa. 12. janúar 2017 10:51 Vefsíða tengd repúblikönum greiddi fyrst fyrir rannsókn sem varð að Rússaskýrslu um Trump Bæði repúblikanar og demókratar greiddu fyrir vinnuna sem leiddi á endanum til safaríkrar skýrslu bresks fyrrverandi leyniþjónustumanns um Donald Trump. 27. október 2017 23:38 Trump segist fórnarlamb falskrar skýrslu Í ljós hefur komið að Hillary Clinton, mótframbjóðandi Trump, kom með beinum hætti að fjármögnun skýrslunnar. 25. október 2017 18:30 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Sjá meira
Lögfræðingar bandaríska dómsmálaráðuneytisins sem rannsaka upptök Rússarannsóknarinnar svonefndu ræddu við Christopher Steele, breskan fyrrverandi njósnara, í sextán tíma í síðasta mánuði. Steel er höfundur umdeildrar skýrslu um meint tengsl Donalds Trump Bandaríkjaforseta við rússnesk stjórnvöld. Steele-skýrslan svonefnda hefur ítrekað orðið að skotspóni Trump forseta og bandamanna hans undanfarin misseri. Skýrsluna tók hann saman fyrir rannsóknafyrirtækið Fusion GPS sem hafði verið ráðið til að rannsaka tengsl Trump við Rússland, fyrst af andstæðingum Trump í forvali Repúblikanaflokksins en síðar af landsnefnd Demókrataflokksins. Upplýst var um efni skýrslunnar í byrjun árs 2017, þar á meðal svæsnar en óstaðfestar frásagnir af heimsóknum Trump til Moskvu. Þar voru færð rök fyrir því að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 og að samráð hafi átt sér stað á milli þeirra og framboðs Trump. Rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, staðfesti mat leyniþjónustu Bandaríkjanna að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar og tryggja Trump sigur. Ekki var sýnt fram á að glæpsamlegt samsæri hafi átt sér stað á milli framboðsins og Rússa. Í skýrslu Mueller var engu að síður lýst fjölda samskipta Rússa og starfsmanna framboðsins. Trump og bandamenn hans hafa ítrekað haldið því ranglega fram að skýrslan hafi verið grundvöllur rannsóknarinnar á meintu samráði framboðs hans við rússnesk stjórnvöld. Alríkislögreglan og dómsmálaráðuneytið hafi fengið hlerunarheimild gegn fyrrverandi starfsmanni framboðs Trump á grundvelli hennar.Carter Page, fyrrverandi starfsmaður framboðs Trump sem var undir eftirliti FBi.Getty/Mark WilsonTöldu vitnisburð njósnarans trúverðugan Innri endurskoðandi dómsmálaráðuneytisins rannsakar nú tildrög Rússarannsóknarinnar svonefndu og þá sérstaklega hvort hlerunarheimildin gegn Carter Page, fyrrverandi starfsmanni framboðs Trump, hafi verið fengin með réttmætum hætti. Page hafði áður verið á lista bandarískra yfirvalda vegna samskipta við útsendara rússneskra stjórnvalda. Trump og félagar hafa lýst hlerunarheimildinni sem sönnun þess að „njósnað“ hafi verið um framboðið. Þrír lögfræðingar hans ræddu við Steele í London í júní, á sama tíma og Trump forseti var þar í opinberri heimsókn, samkvæmt heimildum Reuters-fréttastofunnar. Viðtalið er sagt hafa farið erfiðlega af stað. Lögfræðingarnir hafi þó talið framburð Steele nægilega trúverðugan til að framlengja rannsókn sína. Bandaríska blaðið Politico segir að framburður Steele hafi komið lögfræðingunum á óvart. Hann hafi veitt þeim nýjar og mikilvægar upplýsingar.New York Times heldur því fram að innri endurskoðandinn sé nærri því að birta niðurstöðu rannsóknar sinna á tildrögum Rússarannsóknarinnar. Lögfræðingarnir hafi gengið á Steele um hvernig hann staðfesti heimildir sínar í Rússland, hvernig hann greindi frá þeim og hvernig hann ákvað hvaða fullyrðingar þeirra hann setti í skýrslu sína. Þá spurðu þeir hann út í samskipti sín við fulltrúa alríkislögreglunnar FBI og ráðuneytið sjálft. Ólíkt því sem Trump og bandamenn hans hafa haldið fram má rekja upphaf Rússarannsóknarinnar til þess að sendiherra Ástralíu gerði bandarískum yfirvöldum viðvart um að George Papadopoulos, utanríkismálaráðgjafi framboðs Trump, hafi fullyrt við sig að Rússar byggju yfir fjölda tölvupósta Hillary Clinton nokkru áður en uppljóstranavefurinn birti þá opinberlega. Rússneskir hakkarar stálu póstum hennar og landsnefndar Demókrataflokksins.
Bandaríkin Bretland Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“ Fjölmiðlar í Bandaríkjunum og víðar hafa í nótt sagt fréttir af frásögnum um að yfirvöld í Rússlandi búi yfir skaðlegum upplýsingum um Donald Trump. 11. janúar 2017 10:30 Höfundur hinnar eldfimu leyniskýrslu um Trump í felum Óttast hefndaraðgerðir Rússa. 12. janúar 2017 10:51 Vefsíða tengd repúblikönum greiddi fyrst fyrir rannsókn sem varð að Rússaskýrslu um Trump Bæði repúblikanar og demókratar greiddu fyrir vinnuna sem leiddi á endanum til safaríkrar skýrslu bresks fyrrverandi leyniþjónustumanns um Donald Trump. 27. október 2017 23:38 Trump segist fórnarlamb falskrar skýrslu Í ljós hefur komið að Hillary Clinton, mótframbjóðandi Trump, kom með beinum hætti að fjármögnun skýrslunnar. 25. október 2017 18:30 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Sjá meira
Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“ Fjölmiðlar í Bandaríkjunum og víðar hafa í nótt sagt fréttir af frásögnum um að yfirvöld í Rússlandi búi yfir skaðlegum upplýsingum um Donald Trump. 11. janúar 2017 10:30
Höfundur hinnar eldfimu leyniskýrslu um Trump í felum Óttast hefndaraðgerðir Rússa. 12. janúar 2017 10:51
Vefsíða tengd repúblikönum greiddi fyrst fyrir rannsókn sem varð að Rússaskýrslu um Trump Bæði repúblikanar og demókratar greiddu fyrir vinnuna sem leiddi á endanum til safaríkrar skýrslu bresks fyrrverandi leyniþjónustumanns um Donald Trump. 27. október 2017 23:38
Trump segist fórnarlamb falskrar skýrslu Í ljós hefur komið að Hillary Clinton, mótframbjóðandi Trump, kom með beinum hætti að fjármögnun skýrslunnar. 25. október 2017 18:30