Höfundur hinnar eldfimu leyniskýrslu um Trump í felum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. janúar 2017 10:51 Donald Trump fór hörðum orðum um skýrsluna í gær. Vísir/Getty Maðurinn sem sagður er vera höfundur hinnar eldfimu leyniskýrslu um að Rússar búi yfir skaðlegum upplýsingum umDonald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, hefur yfirgefið heimili sitt en hann óttast hefndaraðgerðir af hálfu Rússa. The Guardian greinir frá.Maðurinn hefur verið nafngreindur sem Christopher Steele, fyrrverandi leyniþjónustu manni bresku leyniþjónustunnar MI6. Hann starfar nú sjálfstætt og rekur fyrirtækið Orbis Business Intelligence sem sérhæfir sig í að afla upplýsinga.Sjá einnig: Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“Í skýrslunni er því haldið fram að að Rússar hafi fylgst með og safnað upplýsingum um Trump um langt skeið. Einnig hafi rússneskir njósnarar útvegað honum upplýsingar um mótframbjóðenda hans, Hillary Clinton. Meðal annars eru Rússar sagðir eiga myndband og upptökur af Trump og hópi vændiskvenna á hóteli í Moskvu árið 2013.Á Ritz-hótelinu í Moskvu er Trump sagður hafa beðið vændiskonur að pissa í rúmið fyrir framan sig.nordicphotos/GettyTrump og starfslið hans hefur brugðist ókvæða við fréttaflutningi af skýrslunni sem sögð er hafa verið í dreifingu í Washington um mánaðaskeið en engum virðist hafa tekist að staðfesta innihald hennar. Á blaðamannafundi í gær fór Trump hörðum orðum um þá fjölmiðla sem birt hefðu skýrsluna en Trump segir fréttaflutninginn vera „falskar fréttir“ og „pólitískar nornaveiðar“.Varð þreyttur á hægagangi FBI Steele starfaði um árabil fyrir MI6 í Rússlandi og Frakklandi áður en hann hóf störf fyrir utanríkisráðuneyti Bretlands. Honum hefur verið lýst sem afar áreiðanlegum manni sem sagt hefur verið aðalástæða þess að John McCain bað bandarísku alríkislögregluna FBI, að rannsaka innihald hennar. Eftir að Steele lét af störfum stofnaði hann eigið fyrirtæki sem sérhæfir sig í „ráðgjöf, upplýsingaöflun og flóknum rannsóknum, oftar en ekki þvert á landamæri.“Sjá einnig: Donald Trump: „Þetta er eitthvað sem myndi gerast í Þýskalandi nasismans“Steele hefur komið víða við en hann aðstoðaði meðal annars FBI við rannsókn á spillingu innan FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandsins. Skýrslan sem um ræður er að sögn The Guardian komin til vegna þess að Repúblikanar sem voru andstæðingar Trump báðu Steele um að rannsaka hinn verðandi forseta. Steele á sjálfur að hafa haft samband við FBI vegna skýrslunnar en orðið þreyttur á hægagangi innan FBI og sleit samstarfi sínu við stofnunina. Skömmu seinna komst skýrslan í dreifingu á meðal stjórnmála- og fjölmiðlamanna í Bretlandi. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump og Rússar neita fréttum af gleðikonum Donald Trump neitar að Rússar eigi myndband af sér í Rússlandi með þarlendum vændiskonum. Rússar segja fréttina uppspuna. Skýrsla, sem fjármögnuð var af Demókrötum, segir frá vafasömu athæfi Trumps á Ritz-hótelinu í Moskvu. 12. janúar 2017 07:00 Tillerson hyggst lýsa yfir áhyggjum af framferði Rússa Utanríkisráðherraefni Donald Trump mætir fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings síðar í dag. 11. janúar 2017 11:00 Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“ Fjölmiðlar í Bandaríkjunum og víðar hafa í nótt sagt fréttir af frásögnum um að yfirvöld í Rússlandi búi yfir skaðlegum upplýsingum um Donald Trump. 11. janúar 2017 10:30 Donald Trump: „Þetta er eitthvað sem myndi gerast í Þýskalandi nasismans“ Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, fór mikinn á sínum fyrsta blaðamannafundi í dag. 11. janúar 2017 23:51 Penthouse býður milljón dali fyrir piss-myndbönd Trump "Okkur finnst eðlilegt að leyfa forsetanum verðandi að njóta vafans, en ef þessi myndbönd eru til, eigum við skilið að vita sannleikann.“ 11. janúar 2017 15:11 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Maðurinn sem sagður er vera höfundur hinnar eldfimu leyniskýrslu um að Rússar búi yfir skaðlegum upplýsingum umDonald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, hefur yfirgefið heimili sitt en hann óttast hefndaraðgerðir af hálfu Rússa. The Guardian greinir frá.Maðurinn hefur verið nafngreindur sem Christopher Steele, fyrrverandi leyniþjónustu manni bresku leyniþjónustunnar MI6. Hann starfar nú sjálfstætt og rekur fyrirtækið Orbis Business Intelligence sem sérhæfir sig í að afla upplýsinga.Sjá einnig: Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“Í skýrslunni er því haldið fram að að Rússar hafi fylgst með og safnað upplýsingum um Trump um langt skeið. Einnig hafi rússneskir njósnarar útvegað honum upplýsingar um mótframbjóðenda hans, Hillary Clinton. Meðal annars eru Rússar sagðir eiga myndband og upptökur af Trump og hópi vændiskvenna á hóteli í Moskvu árið 2013.Á Ritz-hótelinu í Moskvu er Trump sagður hafa beðið vændiskonur að pissa í rúmið fyrir framan sig.nordicphotos/GettyTrump og starfslið hans hefur brugðist ókvæða við fréttaflutningi af skýrslunni sem sögð er hafa verið í dreifingu í Washington um mánaðaskeið en engum virðist hafa tekist að staðfesta innihald hennar. Á blaðamannafundi í gær fór Trump hörðum orðum um þá fjölmiðla sem birt hefðu skýrsluna en Trump segir fréttaflutninginn vera „falskar fréttir“ og „pólitískar nornaveiðar“.Varð þreyttur á hægagangi FBI Steele starfaði um árabil fyrir MI6 í Rússlandi og Frakklandi áður en hann hóf störf fyrir utanríkisráðuneyti Bretlands. Honum hefur verið lýst sem afar áreiðanlegum manni sem sagt hefur verið aðalástæða þess að John McCain bað bandarísku alríkislögregluna FBI, að rannsaka innihald hennar. Eftir að Steele lét af störfum stofnaði hann eigið fyrirtæki sem sérhæfir sig í „ráðgjöf, upplýsingaöflun og flóknum rannsóknum, oftar en ekki þvert á landamæri.“Sjá einnig: Donald Trump: „Þetta er eitthvað sem myndi gerast í Þýskalandi nasismans“Steele hefur komið víða við en hann aðstoðaði meðal annars FBI við rannsókn á spillingu innan FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandsins. Skýrslan sem um ræður er að sögn The Guardian komin til vegna þess að Repúblikanar sem voru andstæðingar Trump báðu Steele um að rannsaka hinn verðandi forseta. Steele á sjálfur að hafa haft samband við FBI vegna skýrslunnar en orðið þreyttur á hægagangi innan FBI og sleit samstarfi sínu við stofnunina. Skömmu seinna komst skýrslan í dreifingu á meðal stjórnmála- og fjölmiðlamanna í Bretlandi.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump og Rússar neita fréttum af gleðikonum Donald Trump neitar að Rússar eigi myndband af sér í Rússlandi með þarlendum vændiskonum. Rússar segja fréttina uppspuna. Skýrsla, sem fjármögnuð var af Demókrötum, segir frá vafasömu athæfi Trumps á Ritz-hótelinu í Moskvu. 12. janúar 2017 07:00 Tillerson hyggst lýsa yfir áhyggjum af framferði Rússa Utanríkisráðherraefni Donald Trump mætir fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings síðar í dag. 11. janúar 2017 11:00 Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“ Fjölmiðlar í Bandaríkjunum og víðar hafa í nótt sagt fréttir af frásögnum um að yfirvöld í Rússlandi búi yfir skaðlegum upplýsingum um Donald Trump. 11. janúar 2017 10:30 Donald Trump: „Þetta er eitthvað sem myndi gerast í Þýskalandi nasismans“ Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, fór mikinn á sínum fyrsta blaðamannafundi í dag. 11. janúar 2017 23:51 Penthouse býður milljón dali fyrir piss-myndbönd Trump "Okkur finnst eðlilegt að leyfa forsetanum verðandi að njóta vafans, en ef þessi myndbönd eru til, eigum við skilið að vita sannleikann.“ 11. janúar 2017 15:11 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Trump og Rússar neita fréttum af gleðikonum Donald Trump neitar að Rússar eigi myndband af sér í Rússlandi með þarlendum vændiskonum. Rússar segja fréttina uppspuna. Skýrsla, sem fjármögnuð var af Demókrötum, segir frá vafasömu athæfi Trumps á Ritz-hótelinu í Moskvu. 12. janúar 2017 07:00
Tillerson hyggst lýsa yfir áhyggjum af framferði Rússa Utanríkisráðherraefni Donald Trump mætir fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings síðar í dag. 11. janúar 2017 11:00
Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“ Fjölmiðlar í Bandaríkjunum og víðar hafa í nótt sagt fréttir af frásögnum um að yfirvöld í Rússlandi búi yfir skaðlegum upplýsingum um Donald Trump. 11. janúar 2017 10:30
Donald Trump: „Þetta er eitthvað sem myndi gerast í Þýskalandi nasismans“ Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, fór mikinn á sínum fyrsta blaðamannafundi í dag. 11. janúar 2017 23:51
Penthouse býður milljón dali fyrir piss-myndbönd Trump "Okkur finnst eðlilegt að leyfa forsetanum verðandi að njóta vafans, en ef þessi myndbönd eru til, eigum við skilið að vita sannleikann.“ 11. janúar 2017 15:11