Landhelgisgæslan og breski flugherinn endurtaka leikinn 75 árum síðar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. desember 2019 09:30 Þessi mynd var tekin af liði breska flughersins þegar þeir mættu Landhelgisgæslunni á Íslandi árið1944. Mynd/British Royal Airforce Undanfarnar vikur hefur breski flugherinn verið við loftrýmisgæslu á Íslandi en þetta er í fyrsta sinn síðan í síðari heimsstyrjöldinni sem breski herinn hefur viðveru á Íslandi um lengri tíma. Síðast þegar breski flugherinn var með viðveru hér á landi, árið 1944, var efnt til fótboltaleiks á milli liðsmanna flughersins og íslensku Landhelgisgæslunnar. Nú 75 árum síðar á að endurtaka leikinn.Sjá einnig: Breski flugherinn á Íslandi í fyrsta sinn síðan í seinni heimsstyrjöld Þó skal tekið fram að flugherinn hefur haft viðkomu hér á landi síðan 1944 en ekki í jafn langan tíma og með jafn fjölmennt lið og núna. „Þetta verður mjög skemmtilegt. Það er búið að safna saman í lið,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Hann kveðst fullviss um að gæslan hafi betur en Bretarnir, enda sé gæslan með nokkur leynibrögð uppi í erminni. „Það sem Bretarnir vita ekki er að það eru nokkrir í liðinu hjá okkur með landsleiki að baki,“ segir Ásgeir. Meðal liðsmanna eru þeir Atli Jóhannsson og Tryggvi Sveinn Bjarnason sem báðir eiga fjölmarga leiki að baki með íslenska unglingalandsliðinu. Þá verður markvörðurinn Stefán Logi Magnússon einnig meðal leikmanna en hann á nokkra A-landsliðsleiki að baki.vísir/vilhelm„Það er gaman að fá tækifæri til að mæta Bretunum. Við eigum góðar minningar af leikjum við Breta,“ segir Ásgeir og vísar til sigurs Íslands á breska landsliðinu á EM í Frakklandi 2016. Sjálfur er Ásgeir þó ekki í liðinu. „Ég held að það sé best fyrir alla að ég sé ekki í liðinu,“ segir hann og hlær. Spurður hvort hann telji ekki líklegt að breski flugherinn sé með einhvers konar hernaðaráætlun segir Ásgeir það mjög líklegt, hann eigi ekki von á öðru. Hernaðaráætlun Landhelgisgæslunnar hljóti þó að vera betri.Víkingaklappið hafi stuðað enska liðið á EM 2016 Meðal leikmanna í liði breska flughersins er Callum Clowes „Við munum öll eftir því þegar Ísland vann England á EM 2016 og þeirra áhrifa sem víkingaklappið hafði á landsliðið okkar. Við erum með mikla hæfileika í liðinu okkar og eigum harma að hefna. Við vonum bara að það sama komi ekki fyrir okkur,“ segir Clowes en eftirvæntingin fyrir leiknum er ekki minni í hans herbúðum en meðal íslendinganna. Tvennum sögum fer aftur á móti af því hvernig leikurinn fór árið 1944. Ásgeir kveðst ekki trúa öðru en að Íslendingarnir hafi unnið leikinn en samkvæmt upplýsingum frá breska flughernum segir sagan þó að bikarinn hafi farið heim með Bretum. „Þetta er tækifæri fyrir Ísland til að jafna leikinn,“ segir Peter Lisney, fjölmiðlafulltrúi hjá breska flughernum. Síðast hafi Bretarnir farið af landi brott fljótlega eftir að þeir unnu bikarinn en þeir snéru aftur í nóvember á þessu ári með nýjan bikar í farteskinu, enda er ekki vitað hvað varð um gripinn sem Bretarnir unnu í leiknum 1944. Þessi sögulegi leikur konunglega breska flughersins og Landhelgisgæslunnar, þar sem keppt verður um NATO-bikarinn, fer fram í Reykjaneshöll klukkan 20:20 í kvöld. Öllum er frjálst að mæta og hvetja liðin til dáða.Ein af Typhoon-þotum breska flughersins á varnarsvæðinu í Keflavík.RAF/Cathy Sharples Fótbolti Landhelgisgæslan Reykjanesbær Utanríkismál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur breski flugherinn verið við loftrýmisgæslu á Íslandi en þetta er í fyrsta sinn síðan í síðari heimsstyrjöldinni sem breski herinn hefur viðveru á Íslandi um lengri tíma. Síðast þegar breski flugherinn var með viðveru hér á landi, árið 1944, var efnt til fótboltaleiks á milli liðsmanna flughersins og íslensku Landhelgisgæslunnar. Nú 75 árum síðar á að endurtaka leikinn.Sjá einnig: Breski flugherinn á Íslandi í fyrsta sinn síðan í seinni heimsstyrjöld Þó skal tekið fram að flugherinn hefur haft viðkomu hér á landi síðan 1944 en ekki í jafn langan tíma og með jafn fjölmennt lið og núna. „Þetta verður mjög skemmtilegt. Það er búið að safna saman í lið,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Hann kveðst fullviss um að gæslan hafi betur en Bretarnir, enda sé gæslan með nokkur leynibrögð uppi í erminni. „Það sem Bretarnir vita ekki er að það eru nokkrir í liðinu hjá okkur með landsleiki að baki,“ segir Ásgeir. Meðal liðsmanna eru þeir Atli Jóhannsson og Tryggvi Sveinn Bjarnason sem báðir eiga fjölmarga leiki að baki með íslenska unglingalandsliðinu. Þá verður markvörðurinn Stefán Logi Magnússon einnig meðal leikmanna en hann á nokkra A-landsliðsleiki að baki.vísir/vilhelm„Það er gaman að fá tækifæri til að mæta Bretunum. Við eigum góðar minningar af leikjum við Breta,“ segir Ásgeir og vísar til sigurs Íslands á breska landsliðinu á EM í Frakklandi 2016. Sjálfur er Ásgeir þó ekki í liðinu. „Ég held að það sé best fyrir alla að ég sé ekki í liðinu,“ segir hann og hlær. Spurður hvort hann telji ekki líklegt að breski flugherinn sé með einhvers konar hernaðaráætlun segir Ásgeir það mjög líklegt, hann eigi ekki von á öðru. Hernaðaráætlun Landhelgisgæslunnar hljóti þó að vera betri.Víkingaklappið hafi stuðað enska liðið á EM 2016 Meðal leikmanna í liði breska flughersins er Callum Clowes „Við munum öll eftir því þegar Ísland vann England á EM 2016 og þeirra áhrifa sem víkingaklappið hafði á landsliðið okkar. Við erum með mikla hæfileika í liðinu okkar og eigum harma að hefna. Við vonum bara að það sama komi ekki fyrir okkur,“ segir Clowes en eftirvæntingin fyrir leiknum er ekki minni í hans herbúðum en meðal íslendinganna. Tvennum sögum fer aftur á móti af því hvernig leikurinn fór árið 1944. Ásgeir kveðst ekki trúa öðru en að Íslendingarnir hafi unnið leikinn en samkvæmt upplýsingum frá breska flughernum segir sagan þó að bikarinn hafi farið heim með Bretum. „Þetta er tækifæri fyrir Ísland til að jafna leikinn,“ segir Peter Lisney, fjölmiðlafulltrúi hjá breska flughernum. Síðast hafi Bretarnir farið af landi brott fljótlega eftir að þeir unnu bikarinn en þeir snéru aftur í nóvember á þessu ári með nýjan bikar í farteskinu, enda er ekki vitað hvað varð um gripinn sem Bretarnir unnu í leiknum 1944. Þessi sögulegi leikur konunglega breska flughersins og Landhelgisgæslunnar, þar sem keppt verður um NATO-bikarinn, fer fram í Reykjaneshöll klukkan 20:20 í kvöld. Öllum er frjálst að mæta og hvetja liðin til dáða.Ein af Typhoon-þotum breska flughersins á varnarsvæðinu í Keflavík.RAF/Cathy Sharples
Fótbolti Landhelgisgæslan Reykjanesbær Utanríkismál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira