Flugvallarland Hvassahrauns eign Fjáreigendafélags og afkomenda Kristján Már Unnarsson skrifar 6. desember 2019 22:10 Reykvískir frístundabændur keyptu 2.000 hektara land í Hvassahrauni fyrir 62 árum til að tryggja sér beitiland fyrir kindur. Landið er milli Reykjanesbrautar og fjallgarðsins. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Einn fárra íbúa Hvassahrauns kveðst ekki hafa flutt þangað til að hlusta á flugvélar en segist þó ekki ætla að hlekkja sig við jarðýtur til að hindra flugvallagerð. Landið sem rætt er um að fari undir flugvöll er í eigu Fjáreigendafélags Reykjavíkur og erfingja frístundabænda, alls á þriðja hundrað einstaklinga. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ríki og borg ætla í sameiningu að fá úr því skorið á næstu tveimur árum hvort Hvassahraun henti undir flugvöll. Á samnefndri eyðijörð er núna þyrping sumarbústaða og íbúðarhúsa í bland við gömul útihús og eyðibýli. Byggðin í Hvassahrauni er skilgreind sem frístundabyggð. Þar eru þó lögbýli frá fornu fari og í tveimur húsum á fólk lögheimili. Í öðru þeirra búa þau Róbert Kristjánsson og Arndís Einarsdóttir.Róbert Kristjánsson múrarameistari býr í Hvassahrauni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Við spurðum Róbert hvernig honum, sem íbúa Hvassahrauns, litist á að fá flugvöll þar. „Mér líst nú ekkert sérlega vel á það. En það er ágætis byggingarland fyrir flugvöll,“ svarar Róbert, sem er múrarameistari að mennt. „Hitt er annað mál veður og annað slíkt og það þarf að skoða það. Og ég er ekkert að sjá það að flugvöllurinn komi hérna á meðan ég er lifandi allavega.“ -En myndir þú hlekkja þig við jarðýtur ef menn færu að gera hérna flugvallarstæði? „Nei, ég geri það ekki. Ég ætla að gera eitthvað annað skemmtilegra en það,“ svarar Róbert.Innanlands- og millilandaflugvöllur í Hvassahrauni er hugsaður á landi sem félagið Sauðafell keypti árið 1957 til að nota sem beitiland fyrir sauðfé frístundabænda.Mynd/Goldberg Partners International.Landið sunnan Reykjanesbrautar, sem heppilegast þykir undir flugvöll, er allt í eigu félagsins Sauðafells, alls rúmlega tvöþúsund hektarar. Sauðafell var stofnað árið 1957 af Fjáreigendafélagi Reykjavíkur um kaup á beitilandi í Hvassahrauni fyrir kindur reykvískra frístundabænda, að sögn Ólafs Dýrmundssonar, söguritara félagsins. Fjáreigendafélagið á núna 48 prósent í Sauðafelli en hin 52 prósentin eru í eigu afkomenda og dánarbúa 25 fjárbænda, sem allir er látnir. Að Fjáreigendafélaginu standa liðlega eitthundrað manns, þeirra á meðal þeir fáu fjárbændur, sem eftir eru í borgarlandinu, en einnig hestamenn sem komist hafa í félagið í gegnum eignarhald á húseignum í Fjárborg, ofan Geitháls. Að sögn Árna Ingasonar, formanns Fjáreigendafélags Reykjavíkur, telst mönnum til að þannig séu hátt á þriðja hundrað manns sem í gegnum félagið Sauðafell teljist eiga hugsanlegt flugvallarsvæði í Hvassahrauni.Frá byggðahverfinu í Hvassahrauni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Róbert Kristjánsson er þó ekki í hópi landeigendanna í Sauðafelli. En gæti hann hugsað sér að búa áfram í Hvassahrauni með flugbrautir í næsta umhverfi? „Ég kom ekki hingað til að hlusta á flugvélar. Ég kom bara til að hlusta á öldurnar og vera með bátinn minn og kajakana og svoleiðis. Geta farið hérna út á miðin og fengið mér fisk, svartfugl og annað.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Hafnarfjörður Keflavíkurflugvöllur Landbúnaður Vogar Tengdar fréttir Hvassahraun sagt betra vegna plássleysis á Keflavíkurflugvelli Takmarkaðir stækkunarmöguleikar á Keflavíkurflugvelli, sé horft til lengri framtíðar, og flugstöð sem hentar illa tengiflugi, eru meðal ástæðna þess að Hvassahraun er sagt betri framtíðarkostur. 3. desember 2019 21:38 Icelandair lagt í mikla vinnu við að skoða Hvassahraun Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að þegar horft sé áratugi fram í tímann sé það engin spurning að hagkvæmt sé fyrir þjóðfélagið og ferðaþjónustuna að hafa einn sameiginlegan innanlands- og millilandaflugvöll. 3. desember 2019 13:27 Aðflug að Hvassahrauni færi hvergi yfir þéttbýli Forseti bæjarstjórnar Voga segir að flugvöllur í Hvassahrauni yrði lyftistöng fyrir svæðið og hvetur Suðurnesjamenn til að taka hugmyndinni fagnandi. 5. desember 2019 20:27 Verja 200 milljónum til að kanna möguleika á flugvelli í Hvassahrauni Ríki og borg hafa samþykkt að verja 200 milljónum króna til að kanna möguleikann á nýjum innanlandsflugvelli í Hvassahrauni. Með því samkomulagi er ljóst að Reykjarvíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, ásamt fleiru, næstu árin. 1. desember 2019 21:24 Svona flugvöll vilja ráðamenn Icelandair sjá í Hvassahrauni Ráðamenn Icelandair vilja að Hvassahraun verði áfram skoðað sem framtíðarstaðsetning fyrir millilandaflug, - hagkvæmt verði að hafa sameiginlegan völl fyrir innanlands- og millilandaflug. 2. desember 2019 21:30 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafell Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Sjá meira
Einn fárra íbúa Hvassahrauns kveðst ekki hafa flutt þangað til að hlusta á flugvélar en segist þó ekki ætla að hlekkja sig við jarðýtur til að hindra flugvallagerð. Landið sem rætt er um að fari undir flugvöll er í eigu Fjáreigendafélags Reykjavíkur og erfingja frístundabænda, alls á þriðja hundrað einstaklinga. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ríki og borg ætla í sameiningu að fá úr því skorið á næstu tveimur árum hvort Hvassahraun henti undir flugvöll. Á samnefndri eyðijörð er núna þyrping sumarbústaða og íbúðarhúsa í bland við gömul útihús og eyðibýli. Byggðin í Hvassahrauni er skilgreind sem frístundabyggð. Þar eru þó lögbýli frá fornu fari og í tveimur húsum á fólk lögheimili. Í öðru þeirra búa þau Róbert Kristjánsson og Arndís Einarsdóttir.Róbert Kristjánsson múrarameistari býr í Hvassahrauni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Við spurðum Róbert hvernig honum, sem íbúa Hvassahrauns, litist á að fá flugvöll þar. „Mér líst nú ekkert sérlega vel á það. En það er ágætis byggingarland fyrir flugvöll,“ svarar Róbert, sem er múrarameistari að mennt. „Hitt er annað mál veður og annað slíkt og það þarf að skoða það. Og ég er ekkert að sjá það að flugvöllurinn komi hérna á meðan ég er lifandi allavega.“ -En myndir þú hlekkja þig við jarðýtur ef menn færu að gera hérna flugvallarstæði? „Nei, ég geri það ekki. Ég ætla að gera eitthvað annað skemmtilegra en það,“ svarar Róbert.Innanlands- og millilandaflugvöllur í Hvassahrauni er hugsaður á landi sem félagið Sauðafell keypti árið 1957 til að nota sem beitiland fyrir sauðfé frístundabænda.Mynd/Goldberg Partners International.Landið sunnan Reykjanesbrautar, sem heppilegast þykir undir flugvöll, er allt í eigu félagsins Sauðafells, alls rúmlega tvöþúsund hektarar. Sauðafell var stofnað árið 1957 af Fjáreigendafélagi Reykjavíkur um kaup á beitilandi í Hvassahrauni fyrir kindur reykvískra frístundabænda, að sögn Ólafs Dýrmundssonar, söguritara félagsins. Fjáreigendafélagið á núna 48 prósent í Sauðafelli en hin 52 prósentin eru í eigu afkomenda og dánarbúa 25 fjárbænda, sem allir er látnir. Að Fjáreigendafélaginu standa liðlega eitthundrað manns, þeirra á meðal þeir fáu fjárbændur, sem eftir eru í borgarlandinu, en einnig hestamenn sem komist hafa í félagið í gegnum eignarhald á húseignum í Fjárborg, ofan Geitháls. Að sögn Árna Ingasonar, formanns Fjáreigendafélags Reykjavíkur, telst mönnum til að þannig séu hátt á þriðja hundrað manns sem í gegnum félagið Sauðafell teljist eiga hugsanlegt flugvallarsvæði í Hvassahrauni.Frá byggðahverfinu í Hvassahrauni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Róbert Kristjánsson er þó ekki í hópi landeigendanna í Sauðafelli. En gæti hann hugsað sér að búa áfram í Hvassahrauni með flugbrautir í næsta umhverfi? „Ég kom ekki hingað til að hlusta á flugvélar. Ég kom bara til að hlusta á öldurnar og vera með bátinn minn og kajakana og svoleiðis. Geta farið hérna út á miðin og fengið mér fisk, svartfugl og annað.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Hafnarfjörður Keflavíkurflugvöllur Landbúnaður Vogar Tengdar fréttir Hvassahraun sagt betra vegna plássleysis á Keflavíkurflugvelli Takmarkaðir stækkunarmöguleikar á Keflavíkurflugvelli, sé horft til lengri framtíðar, og flugstöð sem hentar illa tengiflugi, eru meðal ástæðna þess að Hvassahraun er sagt betri framtíðarkostur. 3. desember 2019 21:38 Icelandair lagt í mikla vinnu við að skoða Hvassahraun Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að þegar horft sé áratugi fram í tímann sé það engin spurning að hagkvæmt sé fyrir þjóðfélagið og ferðaþjónustuna að hafa einn sameiginlegan innanlands- og millilandaflugvöll. 3. desember 2019 13:27 Aðflug að Hvassahrauni færi hvergi yfir þéttbýli Forseti bæjarstjórnar Voga segir að flugvöllur í Hvassahrauni yrði lyftistöng fyrir svæðið og hvetur Suðurnesjamenn til að taka hugmyndinni fagnandi. 5. desember 2019 20:27 Verja 200 milljónum til að kanna möguleika á flugvelli í Hvassahrauni Ríki og borg hafa samþykkt að verja 200 milljónum króna til að kanna möguleikann á nýjum innanlandsflugvelli í Hvassahrauni. Með því samkomulagi er ljóst að Reykjarvíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, ásamt fleiru, næstu árin. 1. desember 2019 21:24 Svona flugvöll vilja ráðamenn Icelandair sjá í Hvassahrauni Ráðamenn Icelandair vilja að Hvassahraun verði áfram skoðað sem framtíðarstaðsetning fyrir millilandaflug, - hagkvæmt verði að hafa sameiginlegan völl fyrir innanlands- og millilandaflug. 2. desember 2019 21:30 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafell Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Sjá meira
Hvassahraun sagt betra vegna plássleysis á Keflavíkurflugvelli Takmarkaðir stækkunarmöguleikar á Keflavíkurflugvelli, sé horft til lengri framtíðar, og flugstöð sem hentar illa tengiflugi, eru meðal ástæðna þess að Hvassahraun er sagt betri framtíðarkostur. 3. desember 2019 21:38
Icelandair lagt í mikla vinnu við að skoða Hvassahraun Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að þegar horft sé áratugi fram í tímann sé það engin spurning að hagkvæmt sé fyrir þjóðfélagið og ferðaþjónustuna að hafa einn sameiginlegan innanlands- og millilandaflugvöll. 3. desember 2019 13:27
Aðflug að Hvassahrauni færi hvergi yfir þéttbýli Forseti bæjarstjórnar Voga segir að flugvöllur í Hvassahrauni yrði lyftistöng fyrir svæðið og hvetur Suðurnesjamenn til að taka hugmyndinni fagnandi. 5. desember 2019 20:27
Verja 200 milljónum til að kanna möguleika á flugvelli í Hvassahrauni Ríki og borg hafa samþykkt að verja 200 milljónum króna til að kanna möguleikann á nýjum innanlandsflugvelli í Hvassahrauni. Með því samkomulagi er ljóst að Reykjarvíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, ásamt fleiru, næstu árin. 1. desember 2019 21:24
Svona flugvöll vilja ráðamenn Icelandair sjá í Hvassahrauni Ráðamenn Icelandair vilja að Hvassahraun verði áfram skoðað sem framtíðarstaðsetning fyrir millilandaflug, - hagkvæmt verði að hafa sameiginlegan völl fyrir innanlands- og millilandaflug. 2. desember 2019 21:30