Indverjar taldir hafa gert loftárás í Pakistan Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. febrúar 2019 07:31 Mynd sem talin er sýna ummerki eftir loftárásina. Twitter Indverski flugherinn gerði í nótt loftárásir á bækistöðvar vígamanna. Þeir eru taldir bera ábyrgð á árás sem varð 46 indverskum hermönnum að bana um miðjan febrúar. Utanríkisráðherra Indlands segir að loftárásirnar hafi verið framkvæmdar en hins vegar er óljóst hvar sprengjurnar höfnuðu, það er að segja hvort þær hafi verið gerðar í Pakistan, eða í þeim hluta Kasmír sem Indverjar stjórna. Þó er ljóst að árásirnar hafa verið nærri landamærunum að Pakistan því flugherinn þar í landi sendi herþotur sínar á loft til móts við þær indversku án þess þó að til átaka hafi komið. Pakistanski flugherinn staðfesti að sama skapi að indverskar þotur hafi flogið inn í lofthelgi Pakistan en að þær hafi ekki valdið nokkru tjóni. Spennan á milli ríkjanna tveggja, sem bæði eiga kjarnavopn, hefur því ekki verið meiri í áraraðir. Síðast kom til vopnaðra átaka milli ríkjanna árið 1971. Indverjar kenna Pakistönum um árásir vígamannanna í Kasmír en Pakistanar segja þá alls óviðkomandi stjórnvöldum þar í landi.Payload of hastily escaping Indian aircrafts fell in open. pic.twitter.com/8drYtNGMsm— Maj Gen Asif Ghafoor (@OfficialDGISPR) February 26, 2019 Indland Pakistan Tengdar fréttir Þjóðarsportið í hættu vegna Kasmírdeilu Indverjar vilja ekki spila við Pakistana á HM í krikket. Vilja raunar ekki sjá þá taka þátt vegna meints skeytingarleysis Pakistana í garð hryðjuverkastarfsemi. Indverjar ætla einnig að skera á rennsli vatns til Pakistans. 23. febrúar 2019 08:45 Indverjar hótar að einangra Pakistan vegna sjálfsmorðsárásar Hátt í fimmtíu hermenn féllu í sjálfsmorðssprengjuárás samtaka íslamista sem Indverjar saka Pakistana um að hafa leyft að leika lausum hala. 15. febrúar 2019 11:57 Á fjórða tug hermanna féll í sjálfsmorðsárás í Kasmír Árásin er sú mannskæðasta í Kasmír í áraraðir. Samtök pakistanskra íslamista hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. 14. febrúar 2019 16:48 Fjórir indverskir hermenn féllu í skotbardaga Fjórir indverskir hermenn féllu í Kasmír-héraði í morgun eftir að til skotbardaga kom á milli indverskra hermanna og vígamanna. 18. febrúar 2019 08:13 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Indverski flugherinn gerði í nótt loftárásir á bækistöðvar vígamanna. Þeir eru taldir bera ábyrgð á árás sem varð 46 indverskum hermönnum að bana um miðjan febrúar. Utanríkisráðherra Indlands segir að loftárásirnar hafi verið framkvæmdar en hins vegar er óljóst hvar sprengjurnar höfnuðu, það er að segja hvort þær hafi verið gerðar í Pakistan, eða í þeim hluta Kasmír sem Indverjar stjórna. Þó er ljóst að árásirnar hafa verið nærri landamærunum að Pakistan því flugherinn þar í landi sendi herþotur sínar á loft til móts við þær indversku án þess þó að til átaka hafi komið. Pakistanski flugherinn staðfesti að sama skapi að indverskar þotur hafi flogið inn í lofthelgi Pakistan en að þær hafi ekki valdið nokkru tjóni. Spennan á milli ríkjanna tveggja, sem bæði eiga kjarnavopn, hefur því ekki verið meiri í áraraðir. Síðast kom til vopnaðra átaka milli ríkjanna árið 1971. Indverjar kenna Pakistönum um árásir vígamannanna í Kasmír en Pakistanar segja þá alls óviðkomandi stjórnvöldum þar í landi.Payload of hastily escaping Indian aircrafts fell in open. pic.twitter.com/8drYtNGMsm— Maj Gen Asif Ghafoor (@OfficialDGISPR) February 26, 2019
Indland Pakistan Tengdar fréttir Þjóðarsportið í hættu vegna Kasmírdeilu Indverjar vilja ekki spila við Pakistana á HM í krikket. Vilja raunar ekki sjá þá taka þátt vegna meints skeytingarleysis Pakistana í garð hryðjuverkastarfsemi. Indverjar ætla einnig að skera á rennsli vatns til Pakistans. 23. febrúar 2019 08:45 Indverjar hótar að einangra Pakistan vegna sjálfsmorðsárásar Hátt í fimmtíu hermenn féllu í sjálfsmorðssprengjuárás samtaka íslamista sem Indverjar saka Pakistana um að hafa leyft að leika lausum hala. 15. febrúar 2019 11:57 Á fjórða tug hermanna féll í sjálfsmorðsárás í Kasmír Árásin er sú mannskæðasta í Kasmír í áraraðir. Samtök pakistanskra íslamista hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. 14. febrúar 2019 16:48 Fjórir indverskir hermenn féllu í skotbardaga Fjórir indverskir hermenn féllu í Kasmír-héraði í morgun eftir að til skotbardaga kom á milli indverskra hermanna og vígamanna. 18. febrúar 2019 08:13 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Þjóðarsportið í hættu vegna Kasmírdeilu Indverjar vilja ekki spila við Pakistana á HM í krikket. Vilja raunar ekki sjá þá taka þátt vegna meints skeytingarleysis Pakistana í garð hryðjuverkastarfsemi. Indverjar ætla einnig að skera á rennsli vatns til Pakistans. 23. febrúar 2019 08:45
Indverjar hótar að einangra Pakistan vegna sjálfsmorðsárásar Hátt í fimmtíu hermenn féllu í sjálfsmorðssprengjuárás samtaka íslamista sem Indverjar saka Pakistana um að hafa leyft að leika lausum hala. 15. febrúar 2019 11:57
Á fjórða tug hermanna féll í sjálfsmorðsárás í Kasmír Árásin er sú mannskæðasta í Kasmír í áraraðir. Samtök pakistanskra íslamista hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. 14. febrúar 2019 16:48
Fjórir indverskir hermenn féllu í skotbardaga Fjórir indverskir hermenn féllu í Kasmír-héraði í morgun eftir að til skotbardaga kom á milli indverskra hermanna og vígamanna. 18. febrúar 2019 08:13