Leggja til afnám leyfisveitingakerfisins vegna innflutnings á kjöti og eggjum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 17:41 Íslenska ríkið mátti ekki takmarka innflutning erlends kjöts við að það hefði verið fryst. Fréttablaðið/Stefán Í samráðsgáttinni liggur frumvarp um innflutning landbúnaðarafurða frá EES-svæðinu. Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið hafa unnið að bæði aðgerðaráætlun og frumvarpi til laga til að bregðast við dómum EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar Íslands. Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið hefur birt í samráðsgáttinni frumvarp til laga um breytingu á lögum um matvæli og lögum um dýrasjúkdóma. Kveðið er á um afnám núverandi leyfisveitingakerfis vegna innflutnings á ákveðnum landbúnaðarafurðum innan EES. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytinu. Sjá nánar: Innflutningsbann á fersku kjöti samræmist ekki EES-samningnum Samhliða frumvarpinu hefur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnt aðgerðaráætlun til að bregðast við áhrifum dóma EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar Íslands vegna skilyrða fyrir innflutning á tilteknum landbúnaðarafurðum.Bregðast við tveimur dómum Aðgerðaráætluninni og frumvarpinu er ætlað að bregðast við niðurstöðu Hæstaréttar Íslands frá 11. október 2008 og EFTA-dómstólsins frá 14. nóvember 2017 þess efnis að núverandi leyfisveitingakerfi, við innflutning á kjöti og eggjum og krafa um frystingu kjöts, brjóti í bága við skuldbindingar Íslands gagnvart EES-samningnum. Leyfisveitingakerfið felur í sér að óheimilt sé að flytja inn kjöt og egg til landsins nema með sérstakri heimild Matvælastofnunar og vottorð um að vörurnar hafi verið geymdar við að minnsta kosti -18°C í einn mánuð fyrir tollafgreiðslu. Árið 2007 tóku íslensk stjórnvöld ákvörðun um að heimila innflutninga á ófrystu kjöti og afnema þannig leyfisveitingakerfið með það fyrir augum að tryggja stöðu Íslands á hinum ábatasama innri markaði evrópska efnahagssvæðisins. Ákvörðunin var staðfest á Alþingi árið 2009. Þrátt fyrir ákvörðunina var lögum landsins ekki breytt til samræmis við þessar skuldbindingar gagnvart EES en EFTA-dómstóllinn og Hæstiréttur staðfestu að því að stjórnvöld hefðu með þessu brotið gegn skuldbindingum sínum. Skaðabótaskylda íslenska ríkisins hefur verið staðfest. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að þrátt fyrir að það sé mikilvægt að virða skuldbindingarnar megi ekki bjóða hættunni heim með óvarkárni í tengslum við breytingarnar en tekið er fram að enginn afsláttur verði gefinn af eftirliti heldur skuli öryggi matvæla og dýraheilbrigði vera áfram í öndvegi. Umsagnarfrestur er til 6. mars næstkomandi.Stjórnvöld hafa nú kynnt aðgerðaráætlun sína sem ætlað er að efla matvælaöryggi, tryggja vernd búfjárstofna og bæta samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu.Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið Evrópusambandið Landbúnaður Matur Neytendur Tengdar fréttir Óþarfi að óttast aukinn innflutning á kjöti Aukinn innflutningur á kjöti mun ekki kúvenda íslenskum kjötborðum að mati framkvæmdastjóra Krónunnar. 14. október 2018 22:00 Dómur um innflutt kjöt kom engum á óvart Formaður Bændasamtakanna og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda tókust á um innflutning á kjöti í Víglínunni. 13. október 2018 14:27 Innflutningsbann á fersku kjöti samræmist ekki EES-samningnum Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að um vísvitandi og alvarlegt brot íslenska ríkisins sé að ræða. 18. nóvember 2016 12:08 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira
Í samráðsgáttinni liggur frumvarp um innflutning landbúnaðarafurða frá EES-svæðinu. Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið hafa unnið að bæði aðgerðaráætlun og frumvarpi til laga til að bregðast við dómum EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar Íslands. Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið hefur birt í samráðsgáttinni frumvarp til laga um breytingu á lögum um matvæli og lögum um dýrasjúkdóma. Kveðið er á um afnám núverandi leyfisveitingakerfis vegna innflutnings á ákveðnum landbúnaðarafurðum innan EES. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytinu. Sjá nánar: Innflutningsbann á fersku kjöti samræmist ekki EES-samningnum Samhliða frumvarpinu hefur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnt aðgerðaráætlun til að bregðast við áhrifum dóma EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar Íslands vegna skilyrða fyrir innflutning á tilteknum landbúnaðarafurðum.Bregðast við tveimur dómum Aðgerðaráætluninni og frumvarpinu er ætlað að bregðast við niðurstöðu Hæstaréttar Íslands frá 11. október 2008 og EFTA-dómstólsins frá 14. nóvember 2017 þess efnis að núverandi leyfisveitingakerfi, við innflutning á kjöti og eggjum og krafa um frystingu kjöts, brjóti í bága við skuldbindingar Íslands gagnvart EES-samningnum. Leyfisveitingakerfið felur í sér að óheimilt sé að flytja inn kjöt og egg til landsins nema með sérstakri heimild Matvælastofnunar og vottorð um að vörurnar hafi verið geymdar við að minnsta kosti -18°C í einn mánuð fyrir tollafgreiðslu. Árið 2007 tóku íslensk stjórnvöld ákvörðun um að heimila innflutninga á ófrystu kjöti og afnema þannig leyfisveitingakerfið með það fyrir augum að tryggja stöðu Íslands á hinum ábatasama innri markaði evrópska efnahagssvæðisins. Ákvörðunin var staðfest á Alþingi árið 2009. Þrátt fyrir ákvörðunina var lögum landsins ekki breytt til samræmis við þessar skuldbindingar gagnvart EES en EFTA-dómstóllinn og Hæstiréttur staðfestu að því að stjórnvöld hefðu með þessu brotið gegn skuldbindingum sínum. Skaðabótaskylda íslenska ríkisins hefur verið staðfest. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að þrátt fyrir að það sé mikilvægt að virða skuldbindingarnar megi ekki bjóða hættunni heim með óvarkárni í tengslum við breytingarnar en tekið er fram að enginn afsláttur verði gefinn af eftirliti heldur skuli öryggi matvæla og dýraheilbrigði vera áfram í öndvegi. Umsagnarfrestur er til 6. mars næstkomandi.Stjórnvöld hafa nú kynnt aðgerðaráætlun sína sem ætlað er að efla matvælaöryggi, tryggja vernd búfjárstofna og bæta samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu.Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið
Evrópusambandið Landbúnaður Matur Neytendur Tengdar fréttir Óþarfi að óttast aukinn innflutning á kjöti Aukinn innflutningur á kjöti mun ekki kúvenda íslenskum kjötborðum að mati framkvæmdastjóra Krónunnar. 14. október 2018 22:00 Dómur um innflutt kjöt kom engum á óvart Formaður Bændasamtakanna og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda tókust á um innflutning á kjöti í Víglínunni. 13. október 2018 14:27 Innflutningsbann á fersku kjöti samræmist ekki EES-samningnum Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að um vísvitandi og alvarlegt brot íslenska ríkisins sé að ræða. 18. nóvember 2016 12:08 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira
Óþarfi að óttast aukinn innflutning á kjöti Aukinn innflutningur á kjöti mun ekki kúvenda íslenskum kjötborðum að mati framkvæmdastjóra Krónunnar. 14. október 2018 22:00
Dómur um innflutt kjöt kom engum á óvart Formaður Bændasamtakanna og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda tókust á um innflutning á kjöti í Víglínunni. 13. október 2018 14:27
Innflutningsbann á fersku kjöti samræmist ekki EES-samningnum Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að um vísvitandi og alvarlegt brot íslenska ríkisins sé að ræða. 18. nóvember 2016 12:08