Leggja til afnám leyfisveitingakerfisins vegna innflutnings á kjöti og eggjum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 17:41 Íslenska ríkið mátti ekki takmarka innflutning erlends kjöts við að það hefði verið fryst. Fréttablaðið/Stefán Í samráðsgáttinni liggur frumvarp um innflutning landbúnaðarafurða frá EES-svæðinu. Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið hafa unnið að bæði aðgerðaráætlun og frumvarpi til laga til að bregðast við dómum EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar Íslands. Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið hefur birt í samráðsgáttinni frumvarp til laga um breytingu á lögum um matvæli og lögum um dýrasjúkdóma. Kveðið er á um afnám núverandi leyfisveitingakerfis vegna innflutnings á ákveðnum landbúnaðarafurðum innan EES. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytinu. Sjá nánar: Innflutningsbann á fersku kjöti samræmist ekki EES-samningnum Samhliða frumvarpinu hefur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnt aðgerðaráætlun til að bregðast við áhrifum dóma EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar Íslands vegna skilyrða fyrir innflutning á tilteknum landbúnaðarafurðum.Bregðast við tveimur dómum Aðgerðaráætluninni og frumvarpinu er ætlað að bregðast við niðurstöðu Hæstaréttar Íslands frá 11. október 2008 og EFTA-dómstólsins frá 14. nóvember 2017 þess efnis að núverandi leyfisveitingakerfi, við innflutning á kjöti og eggjum og krafa um frystingu kjöts, brjóti í bága við skuldbindingar Íslands gagnvart EES-samningnum. Leyfisveitingakerfið felur í sér að óheimilt sé að flytja inn kjöt og egg til landsins nema með sérstakri heimild Matvælastofnunar og vottorð um að vörurnar hafi verið geymdar við að minnsta kosti -18°C í einn mánuð fyrir tollafgreiðslu. Árið 2007 tóku íslensk stjórnvöld ákvörðun um að heimila innflutninga á ófrystu kjöti og afnema þannig leyfisveitingakerfið með það fyrir augum að tryggja stöðu Íslands á hinum ábatasama innri markaði evrópska efnahagssvæðisins. Ákvörðunin var staðfest á Alþingi árið 2009. Þrátt fyrir ákvörðunina var lögum landsins ekki breytt til samræmis við þessar skuldbindingar gagnvart EES en EFTA-dómstóllinn og Hæstiréttur staðfestu að því að stjórnvöld hefðu með þessu brotið gegn skuldbindingum sínum. Skaðabótaskylda íslenska ríkisins hefur verið staðfest. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að þrátt fyrir að það sé mikilvægt að virða skuldbindingarnar megi ekki bjóða hættunni heim með óvarkárni í tengslum við breytingarnar en tekið er fram að enginn afsláttur verði gefinn af eftirliti heldur skuli öryggi matvæla og dýraheilbrigði vera áfram í öndvegi. Umsagnarfrestur er til 6. mars næstkomandi.Stjórnvöld hafa nú kynnt aðgerðaráætlun sína sem ætlað er að efla matvælaöryggi, tryggja vernd búfjárstofna og bæta samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu.Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið Evrópusambandið Landbúnaður Matur Neytendur Tengdar fréttir Óþarfi að óttast aukinn innflutning á kjöti Aukinn innflutningur á kjöti mun ekki kúvenda íslenskum kjötborðum að mati framkvæmdastjóra Krónunnar. 14. október 2018 22:00 Dómur um innflutt kjöt kom engum á óvart Formaður Bændasamtakanna og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda tókust á um innflutning á kjöti í Víglínunni. 13. október 2018 14:27 Innflutningsbann á fersku kjöti samræmist ekki EES-samningnum Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að um vísvitandi og alvarlegt brot íslenska ríkisins sé að ræða. 18. nóvember 2016 12:08 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Í samráðsgáttinni liggur frumvarp um innflutning landbúnaðarafurða frá EES-svæðinu. Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið hafa unnið að bæði aðgerðaráætlun og frumvarpi til laga til að bregðast við dómum EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar Íslands. Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið hefur birt í samráðsgáttinni frumvarp til laga um breytingu á lögum um matvæli og lögum um dýrasjúkdóma. Kveðið er á um afnám núverandi leyfisveitingakerfis vegna innflutnings á ákveðnum landbúnaðarafurðum innan EES. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytinu. Sjá nánar: Innflutningsbann á fersku kjöti samræmist ekki EES-samningnum Samhliða frumvarpinu hefur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnt aðgerðaráætlun til að bregðast við áhrifum dóma EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar Íslands vegna skilyrða fyrir innflutning á tilteknum landbúnaðarafurðum.Bregðast við tveimur dómum Aðgerðaráætluninni og frumvarpinu er ætlað að bregðast við niðurstöðu Hæstaréttar Íslands frá 11. október 2008 og EFTA-dómstólsins frá 14. nóvember 2017 þess efnis að núverandi leyfisveitingakerfi, við innflutning á kjöti og eggjum og krafa um frystingu kjöts, brjóti í bága við skuldbindingar Íslands gagnvart EES-samningnum. Leyfisveitingakerfið felur í sér að óheimilt sé að flytja inn kjöt og egg til landsins nema með sérstakri heimild Matvælastofnunar og vottorð um að vörurnar hafi verið geymdar við að minnsta kosti -18°C í einn mánuð fyrir tollafgreiðslu. Árið 2007 tóku íslensk stjórnvöld ákvörðun um að heimila innflutninga á ófrystu kjöti og afnema þannig leyfisveitingakerfið með það fyrir augum að tryggja stöðu Íslands á hinum ábatasama innri markaði evrópska efnahagssvæðisins. Ákvörðunin var staðfest á Alþingi árið 2009. Þrátt fyrir ákvörðunina var lögum landsins ekki breytt til samræmis við þessar skuldbindingar gagnvart EES en EFTA-dómstóllinn og Hæstiréttur staðfestu að því að stjórnvöld hefðu með þessu brotið gegn skuldbindingum sínum. Skaðabótaskylda íslenska ríkisins hefur verið staðfest. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að þrátt fyrir að það sé mikilvægt að virða skuldbindingarnar megi ekki bjóða hættunni heim með óvarkárni í tengslum við breytingarnar en tekið er fram að enginn afsláttur verði gefinn af eftirliti heldur skuli öryggi matvæla og dýraheilbrigði vera áfram í öndvegi. Umsagnarfrestur er til 6. mars næstkomandi.Stjórnvöld hafa nú kynnt aðgerðaráætlun sína sem ætlað er að efla matvælaöryggi, tryggja vernd búfjárstofna og bæta samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu.Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið
Evrópusambandið Landbúnaður Matur Neytendur Tengdar fréttir Óþarfi að óttast aukinn innflutning á kjöti Aukinn innflutningur á kjöti mun ekki kúvenda íslenskum kjötborðum að mati framkvæmdastjóra Krónunnar. 14. október 2018 22:00 Dómur um innflutt kjöt kom engum á óvart Formaður Bændasamtakanna og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda tókust á um innflutning á kjöti í Víglínunni. 13. október 2018 14:27 Innflutningsbann á fersku kjöti samræmist ekki EES-samningnum Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að um vísvitandi og alvarlegt brot íslenska ríkisins sé að ræða. 18. nóvember 2016 12:08 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Óþarfi að óttast aukinn innflutning á kjöti Aukinn innflutningur á kjöti mun ekki kúvenda íslenskum kjötborðum að mati framkvæmdastjóra Krónunnar. 14. október 2018 22:00
Dómur um innflutt kjöt kom engum á óvart Formaður Bændasamtakanna og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda tókust á um innflutning á kjöti í Víglínunni. 13. október 2018 14:27
Innflutningsbann á fersku kjöti samræmist ekki EES-samningnum Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að um vísvitandi og alvarlegt brot íslenska ríkisins sé að ræða. 18. nóvember 2016 12:08
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels