Innflutningsbann á fersku kjöti samræmist ekki EES-samningnum Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 18. nóvember 2016 12:08 Samkvæmt EES-samningnum ætti að mega flytja inn ferskt kjöt hingað til lands. vísir/getty Innflutningsbann íslenska ríkisins á fersku kjöti samræmist ekki skuldbindingum Íslands samkvæmt EES-samningnum. Þetta er niðurstaða dóms Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp nú skömmu fyrir hádegi. Í dóminum kemur fram að um vísvitandi og alvarlegt brot íslenska ríkisins sé að ræða. Í febrúar 2014 flutti fyrirtækið Ferskar kjötvörur 83 kg af ferskum nautalundum frá Hollandi til Íslands með viðkomu í Danmörku. Innflutningsleyfi var veitt meðal annars með því skilyrði að kjötið yrði geymt frosið í einn mánuð fyrir. Ferskar kjötvörur mótmæltu þessu skilyrði án árangurs og var kjötinu fargað. Fyrirtækið höfðaði því mál gegn íslenska ríkinu þar sem það krafðist endurgreiðslu á útgjöldum vegna kjötsins. Í tengslum við þann málarekstur var óskað eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins en í niðurstöðu dómstólsins frá því fyrr á þessu ári kom fram að bann á innflutningi á fersku kjöti samræmist ekki skuldbindingum íslenska ríkisins samkvæmt EES-samningnum.Vísvitandi og alvarlegt brot Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem var kveðinn upp nú skömmu fyrir hádegi var fallist á endurgreiðslukröfu Ferskra kjötvara. Lárus M.K. Ólafsson, lögfræðingur hjá Samtökum verslunar- og þjónustu, segir fyrirtækið hafa unnið fullnaðarsigur og að dómur Héraðsdóms taki undir niðurstöðu EFTA-dómstólsins um að bannið samræmist ekki EES-samningnum. „Það sem er merkilegt við þennan dóm er að þarna er bætt í og dómarinn segir að þar sem ríkið hafi ekki brugðist við fyrri ábendingum að þá feli bannið í sér vísvitandi og alvarlegt brot gagnvart skuldbindingum ríkisins,” segir Lárus.Hvaða áhrif kemur þessi dómur til með að hafa að þínu mati? „Að mínu mati að þá mun þessi dómur hafa þau áhrif að þarna er staðfest það sem við höfum haldið fram um að þetta bann er ólögmætt og brýtur gegn okkar skuldbindingum. Þannig að dómurinn sem slíkur nemur ekki bannið úr gildi og til þess þarf aðkomu Alþingis,” segir Lárus.Hlutverk Alþingis að afnema ákvæðið Nú sé það verkefni Alþingis að samræma íslenska löggjöf við skuldbindingar samkvæmt EES-samningnum. Þó sé erfitt að segja til um hvenær Íslendingar geti keypt ferskt innflutt kjöt í verslunum. „Í fullkomnum heimi myndi ég nú óska þess að það væri strax í dag en það er erfitt að segja til um það. Það þarf að kalla saman Alþingi og það þarf að afnema þetta ákvæði. Allt mun þetta taka sinn tíma en miðað við niðurlag dómsins og alvarleika brotsins að þá væri nauðsynlegt að afnema þetta sem allra fyrst,” segir Lárus. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira
Innflutningsbann íslenska ríkisins á fersku kjöti samræmist ekki skuldbindingum Íslands samkvæmt EES-samningnum. Þetta er niðurstaða dóms Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp nú skömmu fyrir hádegi. Í dóminum kemur fram að um vísvitandi og alvarlegt brot íslenska ríkisins sé að ræða. Í febrúar 2014 flutti fyrirtækið Ferskar kjötvörur 83 kg af ferskum nautalundum frá Hollandi til Íslands með viðkomu í Danmörku. Innflutningsleyfi var veitt meðal annars með því skilyrði að kjötið yrði geymt frosið í einn mánuð fyrir. Ferskar kjötvörur mótmæltu þessu skilyrði án árangurs og var kjötinu fargað. Fyrirtækið höfðaði því mál gegn íslenska ríkinu þar sem það krafðist endurgreiðslu á útgjöldum vegna kjötsins. Í tengslum við þann málarekstur var óskað eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins en í niðurstöðu dómstólsins frá því fyrr á þessu ári kom fram að bann á innflutningi á fersku kjöti samræmist ekki skuldbindingum íslenska ríkisins samkvæmt EES-samningnum.Vísvitandi og alvarlegt brot Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem var kveðinn upp nú skömmu fyrir hádegi var fallist á endurgreiðslukröfu Ferskra kjötvara. Lárus M.K. Ólafsson, lögfræðingur hjá Samtökum verslunar- og þjónustu, segir fyrirtækið hafa unnið fullnaðarsigur og að dómur Héraðsdóms taki undir niðurstöðu EFTA-dómstólsins um að bannið samræmist ekki EES-samningnum. „Það sem er merkilegt við þennan dóm er að þarna er bætt í og dómarinn segir að þar sem ríkið hafi ekki brugðist við fyrri ábendingum að þá feli bannið í sér vísvitandi og alvarlegt brot gagnvart skuldbindingum ríkisins,” segir Lárus.Hvaða áhrif kemur þessi dómur til með að hafa að þínu mati? „Að mínu mati að þá mun þessi dómur hafa þau áhrif að þarna er staðfest það sem við höfum haldið fram um að þetta bann er ólögmætt og brýtur gegn okkar skuldbindingum. Þannig að dómurinn sem slíkur nemur ekki bannið úr gildi og til þess þarf aðkomu Alþingis,” segir Lárus.Hlutverk Alþingis að afnema ákvæðið Nú sé það verkefni Alþingis að samræma íslenska löggjöf við skuldbindingar samkvæmt EES-samningnum. Þó sé erfitt að segja til um hvenær Íslendingar geti keypt ferskt innflutt kjöt í verslunum. „Í fullkomnum heimi myndi ég nú óska þess að það væri strax í dag en það er erfitt að segja til um það. Það þarf að kalla saman Alþingi og það þarf að afnema þetta ákvæði. Allt mun þetta taka sinn tíma en miðað við niðurlag dómsins og alvarleika brotsins að þá væri nauðsynlegt að afnema þetta sem allra fyrst,” segir Lárus.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira