Innflutningsbann á fersku kjöti samræmist ekki EES-samningnum Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 18. nóvember 2016 12:08 Samkvæmt EES-samningnum ætti að mega flytja inn ferskt kjöt hingað til lands. vísir/getty Innflutningsbann íslenska ríkisins á fersku kjöti samræmist ekki skuldbindingum Íslands samkvæmt EES-samningnum. Þetta er niðurstaða dóms Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp nú skömmu fyrir hádegi. Í dóminum kemur fram að um vísvitandi og alvarlegt brot íslenska ríkisins sé að ræða. Í febrúar 2014 flutti fyrirtækið Ferskar kjötvörur 83 kg af ferskum nautalundum frá Hollandi til Íslands með viðkomu í Danmörku. Innflutningsleyfi var veitt meðal annars með því skilyrði að kjötið yrði geymt frosið í einn mánuð fyrir. Ferskar kjötvörur mótmæltu þessu skilyrði án árangurs og var kjötinu fargað. Fyrirtækið höfðaði því mál gegn íslenska ríkinu þar sem það krafðist endurgreiðslu á útgjöldum vegna kjötsins. Í tengslum við þann málarekstur var óskað eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins en í niðurstöðu dómstólsins frá því fyrr á þessu ári kom fram að bann á innflutningi á fersku kjöti samræmist ekki skuldbindingum íslenska ríkisins samkvæmt EES-samningnum.Vísvitandi og alvarlegt brot Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem var kveðinn upp nú skömmu fyrir hádegi var fallist á endurgreiðslukröfu Ferskra kjötvara. Lárus M.K. Ólafsson, lögfræðingur hjá Samtökum verslunar- og þjónustu, segir fyrirtækið hafa unnið fullnaðarsigur og að dómur Héraðsdóms taki undir niðurstöðu EFTA-dómstólsins um að bannið samræmist ekki EES-samningnum. „Það sem er merkilegt við þennan dóm er að þarna er bætt í og dómarinn segir að þar sem ríkið hafi ekki brugðist við fyrri ábendingum að þá feli bannið í sér vísvitandi og alvarlegt brot gagnvart skuldbindingum ríkisins,” segir Lárus.Hvaða áhrif kemur þessi dómur til með að hafa að þínu mati? „Að mínu mati að þá mun þessi dómur hafa þau áhrif að þarna er staðfest það sem við höfum haldið fram um að þetta bann er ólögmætt og brýtur gegn okkar skuldbindingum. Þannig að dómurinn sem slíkur nemur ekki bannið úr gildi og til þess þarf aðkomu Alþingis,” segir Lárus.Hlutverk Alþingis að afnema ákvæðið Nú sé það verkefni Alþingis að samræma íslenska löggjöf við skuldbindingar samkvæmt EES-samningnum. Þó sé erfitt að segja til um hvenær Íslendingar geti keypt ferskt innflutt kjöt í verslunum. „Í fullkomnum heimi myndi ég nú óska þess að það væri strax í dag en það er erfitt að segja til um það. Það þarf að kalla saman Alþingi og það þarf að afnema þetta ákvæði. Allt mun þetta taka sinn tíma en miðað við niðurlag dómsins og alvarleika brotsins að þá væri nauðsynlegt að afnema þetta sem allra fyrst,” segir Lárus. Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Sjá meira
Innflutningsbann íslenska ríkisins á fersku kjöti samræmist ekki skuldbindingum Íslands samkvæmt EES-samningnum. Þetta er niðurstaða dóms Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp nú skömmu fyrir hádegi. Í dóminum kemur fram að um vísvitandi og alvarlegt brot íslenska ríkisins sé að ræða. Í febrúar 2014 flutti fyrirtækið Ferskar kjötvörur 83 kg af ferskum nautalundum frá Hollandi til Íslands með viðkomu í Danmörku. Innflutningsleyfi var veitt meðal annars með því skilyrði að kjötið yrði geymt frosið í einn mánuð fyrir. Ferskar kjötvörur mótmæltu þessu skilyrði án árangurs og var kjötinu fargað. Fyrirtækið höfðaði því mál gegn íslenska ríkinu þar sem það krafðist endurgreiðslu á útgjöldum vegna kjötsins. Í tengslum við þann málarekstur var óskað eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins en í niðurstöðu dómstólsins frá því fyrr á þessu ári kom fram að bann á innflutningi á fersku kjöti samræmist ekki skuldbindingum íslenska ríkisins samkvæmt EES-samningnum.Vísvitandi og alvarlegt brot Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem var kveðinn upp nú skömmu fyrir hádegi var fallist á endurgreiðslukröfu Ferskra kjötvara. Lárus M.K. Ólafsson, lögfræðingur hjá Samtökum verslunar- og þjónustu, segir fyrirtækið hafa unnið fullnaðarsigur og að dómur Héraðsdóms taki undir niðurstöðu EFTA-dómstólsins um að bannið samræmist ekki EES-samningnum. „Það sem er merkilegt við þennan dóm er að þarna er bætt í og dómarinn segir að þar sem ríkið hafi ekki brugðist við fyrri ábendingum að þá feli bannið í sér vísvitandi og alvarlegt brot gagnvart skuldbindingum ríkisins,” segir Lárus.Hvaða áhrif kemur þessi dómur til með að hafa að þínu mati? „Að mínu mati að þá mun þessi dómur hafa þau áhrif að þarna er staðfest það sem við höfum haldið fram um að þetta bann er ólögmætt og brýtur gegn okkar skuldbindingum. Þannig að dómurinn sem slíkur nemur ekki bannið úr gildi og til þess þarf aðkomu Alþingis,” segir Lárus.Hlutverk Alþingis að afnema ákvæðið Nú sé það verkefni Alþingis að samræma íslenska löggjöf við skuldbindingar samkvæmt EES-samningnum. Þó sé erfitt að segja til um hvenær Íslendingar geti keypt ferskt innflutt kjöt í verslunum. „Í fullkomnum heimi myndi ég nú óska þess að það væri strax í dag en það er erfitt að segja til um það. Það þarf að kalla saman Alþingi og það þarf að afnema þetta ákvæði. Allt mun þetta taka sinn tíma en miðað við niðurlag dómsins og alvarleika brotsins að þá væri nauðsynlegt að afnema þetta sem allra fyrst,” segir Lárus.
Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Sjá meira