Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Heimir Már Pétursson skrifar 19. febrúar 2019 19:42 Viðbrögð aðila vinnumarkaðarins við tillögum stjórnvalda eru gerólík. Samtök atvinnulífsins eru mjög jákvæð út í tillögurnar en forystufólk verkalýðshreyfingarinnar lýsa sárum vonbrigðum. Og svo mikil voru vonbrigðin hjá Vilhjálmi Birgissyni varaforseta Alþýðusambandsins að hann rauk á dyr í forsætisráðuneytinu áður en fundinum með ráðherrum lauk. „Ég skal alveg fúslega viðurkenna að ég bjóst við umtalsvert meiru en þarna var síðan raunin. Því við erum búin að leggja gríðarlega mikla vinnu á okkur við að reyna að finna leiðir og lausnir til að forða íslenskum vinnumarkaði frá hörðum verkfallsátökum,” segir Vilhjálmur. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins er mun jákvaæðari út í aðgerðir stjórnvalda. „Ef maður leggur heildstætt mát á þetta er margt mjög áhugavert í þessum pakka. Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé eitthvað sem hægt er að vinna með við úrlausn þessarar deilu,” segir Halldór Benjamín. Að loknum fundi með stjórnvöldum komu verkalýðsleiðtogar saman til að bera saman bækur sínar. En næsti samningafundur verkalýðsfélaganna fjögurra sem vísað hafa til ríkissáttasemjara er á fimmtudag og Starfsgreinasambandið tekur ákvörðun um það í kvöld eða fyrramálið hvort sextán aðildarfélög vísi deilu sinni einnig til ríksisáttasemjara.Drífa segir að næst muni verkalýðsfélögin beina kröftum sínum að Samtökum atvinnulífsins.Vísir/vilhelmDrífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir að nú muni félögin væntanlega beina kröftum sínum að Samtökum atvinnulífsins. „Það sem við vonuðumst til að gerðist væri að þetta útspil stjórnvalda í skattamálum myndi liðka fyrir samningaviðræðum sem eru í gangi við samtök atvinnulífsins. Þetta mætti ekki þeim væntingum. Samninganefnd ASÍ sem stendur saman af formönnum landssambanda og stærstu félaga var einhuga í því að þetta væru mikil vonbrgiði,” segir Drífa. Tilboð og gagntilboð gengu fram og til baka hjá ríkissáttasemjara í síðustu viku en þeim var hafnað af báðum deiluaðilum. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur deiluaðila komna nær kjarna málsins varðandi launaliðinn. Legið hafi fyrir að lausnin yrði samsett annars vegar með tilboði atvinnurekend og hins vegar með útspili ríkisvaldsins. „Nú hafa bæði atvinnurekendur og ríkisvaldið sýnt á spilin getum við sagt. Og ég er vongóður um að það takist að moða úr því lausn sem allir geta lifað við,” segir Halldór Benjamín. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir mestu vonbrigðin vera með smánarlega skattalækkun til fólks á lægstu laununum. „Ég var sannarlega að vona að stjórnvöld væru búin að vakna til meðvitundar um þessa háværu og miklu kröfu. Sem sannarlega endurómar frá grasrótinni sjálfri,” segir formaður Eflingar. Alþingi Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir "Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07 Kynnir breytingar í skattamálum síðdegis Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar í ráðuneytinu í dag klukkan 17 þar sem hann mun kynna fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum. 19. febrúar 2019 15:34 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir breytingar í skattamálum Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir núna klukkan 17 fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu. 19. febrúar 2019 16:30 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Viðbrögð aðila vinnumarkaðarins við tillögum stjórnvalda eru gerólík. Samtök atvinnulífsins eru mjög jákvæð út í tillögurnar en forystufólk verkalýðshreyfingarinnar lýsa sárum vonbrigðum. Og svo mikil voru vonbrigðin hjá Vilhjálmi Birgissyni varaforseta Alþýðusambandsins að hann rauk á dyr í forsætisráðuneytinu áður en fundinum með ráðherrum lauk. „Ég skal alveg fúslega viðurkenna að ég bjóst við umtalsvert meiru en þarna var síðan raunin. Því við erum búin að leggja gríðarlega mikla vinnu á okkur við að reyna að finna leiðir og lausnir til að forða íslenskum vinnumarkaði frá hörðum verkfallsátökum,” segir Vilhjálmur. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins er mun jákvaæðari út í aðgerðir stjórnvalda. „Ef maður leggur heildstætt mát á þetta er margt mjög áhugavert í þessum pakka. Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé eitthvað sem hægt er að vinna með við úrlausn þessarar deilu,” segir Halldór Benjamín. Að loknum fundi með stjórnvöldum komu verkalýðsleiðtogar saman til að bera saman bækur sínar. En næsti samningafundur verkalýðsfélaganna fjögurra sem vísað hafa til ríkissáttasemjara er á fimmtudag og Starfsgreinasambandið tekur ákvörðun um það í kvöld eða fyrramálið hvort sextán aðildarfélög vísi deilu sinni einnig til ríksisáttasemjara.Drífa segir að næst muni verkalýðsfélögin beina kröftum sínum að Samtökum atvinnulífsins.Vísir/vilhelmDrífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir að nú muni félögin væntanlega beina kröftum sínum að Samtökum atvinnulífsins. „Það sem við vonuðumst til að gerðist væri að þetta útspil stjórnvalda í skattamálum myndi liðka fyrir samningaviðræðum sem eru í gangi við samtök atvinnulífsins. Þetta mætti ekki þeim væntingum. Samninganefnd ASÍ sem stendur saman af formönnum landssambanda og stærstu félaga var einhuga í því að þetta væru mikil vonbrgiði,” segir Drífa. Tilboð og gagntilboð gengu fram og til baka hjá ríkissáttasemjara í síðustu viku en þeim var hafnað af báðum deiluaðilum. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur deiluaðila komna nær kjarna málsins varðandi launaliðinn. Legið hafi fyrir að lausnin yrði samsett annars vegar með tilboði atvinnurekend og hins vegar með útspili ríkisvaldsins. „Nú hafa bæði atvinnurekendur og ríkisvaldið sýnt á spilin getum við sagt. Og ég er vongóður um að það takist að moða úr því lausn sem allir geta lifað við,” segir Halldór Benjamín. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir mestu vonbrigðin vera með smánarlega skattalækkun til fólks á lægstu laununum. „Ég var sannarlega að vona að stjórnvöld væru búin að vakna til meðvitundar um þessa háværu og miklu kröfu. Sem sannarlega endurómar frá grasrótinni sjálfri,” segir formaður Eflingar.
Alþingi Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir "Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07 Kynnir breytingar í skattamálum síðdegis Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar í ráðuneytinu í dag klukkan 17 þar sem hann mun kynna fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum. 19. febrúar 2019 15:34 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir breytingar í skattamálum Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir núna klukkan 17 fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu. 19. febrúar 2019 16:30 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
"Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07
Kynnir breytingar í skattamálum síðdegis Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar í ráðuneytinu í dag klukkan 17 þar sem hann mun kynna fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum. 19. febrúar 2019 15:34
Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16
Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir breytingar í skattamálum Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir núna klukkan 17 fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu. 19. febrúar 2019 16:30