Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Margrét Helga Erlingsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 19. febrúar 2019 17:16 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. Vísir/Egill Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti í dag um nýtt neðsta skattþrep. Þetta nýja skattþrep á að lækka skattbyrði lágtekjufólks um rúm tvö prósentustig. Til að fjármagna þessar aðgerðir hyggst ríkisstjórnin fórna samsköttun í kerfinu. Hið nýja skattþrep er 32,94 prósent eða fjórum prósentustigum lægra en lægra þrepið í tveggja þrepa skattkerfi. Þetta lægsta skattþrep er upp í tekjur 325 þúsund krónur. Fram kom í máli Bjarna að þessi breyting ætti eftir að auka ráðstöfunartekjur þess sem er með 325 þúsund krónur í mánaðarlaun um rúmar 80 þúsund krónur á ári. Bjarni tilkynnti um þessar fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í skattamálum á sérstökum blaðamannafundi í fjármála - og efnahagsráðuneytinu í dag en kynningu hans má sjá í spilaranum hér neðar í fréttinni.Dæmi um það hvaða áhrif breytingarnar hafa á tiltekna hópa samkvæmt útreikningum stjórnvalda.Ráðherra tók dæmi um það hvaða áhrif breytingarnar myndu hafa á barnafólk, til dæmis einstætt foreldri með tvö börn þar sem annað barnið er yngra en sjö ára. Inn í dæmið koma einnig breytingar á barnabótakerfinu. Sé foreldrið með 300 þúsund krónur á mánuði hækka barnabætur um 114.400 krónur á þessu ári. Skattar lækka um 81.100 krónur og nema áhrifin alls því 195.500 krónum. Fyrir foreldra í sambúð sem eiga tvö börn, og annað yngra en sjö ára, með samanlagðar mánaðartekjur upp á eina milljón króna þýða breytingarnar áhrif um alls 269.100 krónur. Þar nemur hækkun barnabóta 106.900 krónum og lækkun skatta 162.200 krónum. Í dag áttu fjármálaráðherra, forsætisráðherra og félagsmálaráðherra fund með fulltrúum vinnumarkaðarins þar sem þessar breytingar voru ræddar. Forystumenn stéttarfélaganna VR, Eflingar, VLFA og VLFG lýstu að loknum fundi yfir reiði og vonbrigðum með tillögur ríkisstjórnarinnar. Samtök atvinnulífsins telja aftur á móti að tillögur stjórnvalda séu raunsæjar og ábyrgar.Klippa: Endurskoðun skattkerfis - BlaðamannafundurFréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Skattar og tollar Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti í dag um nýtt neðsta skattþrep. Þetta nýja skattþrep á að lækka skattbyrði lágtekjufólks um rúm tvö prósentustig. Til að fjármagna þessar aðgerðir hyggst ríkisstjórnin fórna samsköttun í kerfinu. Hið nýja skattþrep er 32,94 prósent eða fjórum prósentustigum lægra en lægra þrepið í tveggja þrepa skattkerfi. Þetta lægsta skattþrep er upp í tekjur 325 þúsund krónur. Fram kom í máli Bjarna að þessi breyting ætti eftir að auka ráðstöfunartekjur þess sem er með 325 þúsund krónur í mánaðarlaun um rúmar 80 þúsund krónur á ári. Bjarni tilkynnti um þessar fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í skattamálum á sérstökum blaðamannafundi í fjármála - og efnahagsráðuneytinu í dag en kynningu hans má sjá í spilaranum hér neðar í fréttinni.Dæmi um það hvaða áhrif breytingarnar hafa á tiltekna hópa samkvæmt útreikningum stjórnvalda.Ráðherra tók dæmi um það hvaða áhrif breytingarnar myndu hafa á barnafólk, til dæmis einstætt foreldri með tvö börn þar sem annað barnið er yngra en sjö ára. Inn í dæmið koma einnig breytingar á barnabótakerfinu. Sé foreldrið með 300 þúsund krónur á mánuði hækka barnabætur um 114.400 krónur á þessu ári. Skattar lækka um 81.100 krónur og nema áhrifin alls því 195.500 krónum. Fyrir foreldra í sambúð sem eiga tvö börn, og annað yngra en sjö ára, með samanlagðar mánaðartekjur upp á eina milljón króna þýða breytingarnar áhrif um alls 269.100 krónur. Þar nemur hækkun barnabóta 106.900 krónum og lækkun skatta 162.200 krónum. Í dag áttu fjármálaráðherra, forsætisráðherra og félagsmálaráðherra fund með fulltrúum vinnumarkaðarins þar sem þessar breytingar voru ræddar. Forystumenn stéttarfélaganna VR, Eflingar, VLFA og VLFG lýstu að loknum fundi yfir reiði og vonbrigðum með tillögur ríkisstjórnarinnar. Samtök atvinnulífsins telja aftur á móti að tillögur stjórnvalda séu raunsæjar og ábyrgar.Klippa: Endurskoðun skattkerfis - BlaðamannafundurFréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Skattar og tollar Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði