Innlent

Segir langreyðarstofninn hafa þrefaldast frá 1987

Kristján Már Unnarsson skrifar
Hvalbátur kemur að bryggju í hvalstöðinni í Hvalfirði síðastliðið sumar.
Hvalbátur kemur að bryggju í hvalstöðinni í Hvalfirði síðastliðið sumar. Vísir/Vilhelm
Íslendingar halda áfram hvalveiðum og verður heimilt að veiða allt að 209 langreyðar og allt að 217 hrefnur á ári næstu fimm ár, samkvæmt reglugerð sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gaf út síðdegis. Greint var frá þessu í fréttum Stöðvar 2.

Ráðherrann segir þessa ákvörðun byggða á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og að hliðsjón hafi verið höfð af nýlegri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskólans um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Ráðgjöf sína byggi stofnunin á veiðistjórnunarlíkani vísindanefndar Alþjóðahafrannsóknaráðsins, sem sagt er eitt það varfærnasta sem þróað hafi verið fyrir nýtingu á nokkrum dýrastofni í heiminum.

Í fréttatilkynningu ráðuneytisins segir að síðan hvalatalningar hófust árið 1987 hafi langreyði fjölgað jafnt og þétt við Ísland. Við síðustu talningu 2015 hafi fjöldinn á Mið- og Norður-Atlantshafi verið metinn um 37 þúsund dýr, sem jafngildi um þreföldun frá 1987.

Hér má sjá frétt Stöðvar 2:


Tengdar fréttir

Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið

Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.