Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. janúar 2019 17:00 Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. Sumarið 2018 fór sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið þess á leit við Hagfræðistofnun að hún legði mat á þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Í skýrslunni átti að fjalla um bæði kostnað og ábata af hvalveiðum fyrir þjóðarhag. Skýrsla stofnunarinnar var birt í dag og kynnt fyrir hagsmunaaðilum. Þar kemur fram að Íslendingar hafi veitt innan við 1% af af öllum hvölum sem veiddir voru í heiminum frá stríðslokum og fram að banni Alþjóðahvalveiðiráðsins árið 1986. Eftir 1986 sé hlutfall Íslendinga af veiddum hvölum í heiminum um 3%. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um áhrif hvalveiða á ferðaþjónustuna. En þar segir: „Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf. Sér í lagi er ekki að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað að neinu ráði.“ Þá telja skýrsluhöfundar að skilgreina megi fleiri hvalategundir sem nytjastofna en með þessu er í reynd verið að mæla með frekari hvalfveiðum. „Hvölum hefur fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Stjórnvöld ákveða hvaða tegundir má veiða. Eðlilegt virðist að skilgreina fleiri hvalategundir sem nytjastofna, sem veiða má úr ef staða þeirra leyfir,“ segir í skýrslunni. Þá virðast hvalveiðar ekki hafa haft áhrif á hvalaskoðun að mati höfunda en í skýrslunni segir: „Ekki er heldur að sjá að hvalveiðar hafi dregið úr áhuga á hvalaskoðun hér við land. Stærsti hluti hvalveiða við Ísland eru á langreyði, langt utan hvalaskoðunarsvæða.“ Í skýrslunni kemur fram að hvalaskoðun geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. Höfundar telja eðlilegt að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun en Alþjóðahvalveiðiráðið hefur gefið út handbók með verklagsreglum sem miða að því að draga sem mest úr truflunum af völdum hvalaskoðunar. „Mörg lönd hafa sett reglur um hvalaskoðun. Bæði náttúrverndarsamtök og Hafrannsóknastofnun bentu á það í umsögnum um frumvarp til laga um hvali árið 2009 að eðlilegt og æskilegt væri að setja lög eða reglur að þessu tagi. Þörfin á lagasetningu hefur ekki minnkað,“ segir í skýrslunni. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.Þurfum álit vísindasamfélagsins Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fékk skýrsluna afhenta í gærkvöldi. Hann segir að þörf sé á áliti vísindasamfélagsins áður hægt sé að meta hvort forsendur séu til að skilgreina fleir hvalategundir sem nytjastofna. „Ég hef verið talsmaður þess að við nýtum allar auðlindir landsins með sjálfbærum hætti á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar. Í því tilfelli sem snýr að þessari hugmynd, sem kemur fram í skýrslunni, að nýta fleiri nytjastofna þá liggur ekki fyrir neitt mat á slíku frá Hafrannsóknarstofnun. Ég tel að áður en slík umræða fari fram þurfum við að kalla eftir áliti vísindasamfélagsins,“ segir Kristján Þór. Varðandi það sem kemur fram í skýrslunni og snýr að regluverki utan um hvalaskoðun segir Kristján að hann hafi þegar rætt það mál við ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. „Hvalaskoðun er eðlilega nýting á auðlindinni sem hvalurinn er fyrir okkur Íslendinga. Ef við getum sett okkur einhverjar reglur um umgengni í þessum efnum sem leiða til betri nýtingar á þeim verðmætum sem felast í hvalaskoðun þá eigum við að skoða það. Ég hef raunar nefnt það við ráðherra ferðamála að við þurfum að gefa örlítinn gaum að þessu og ég er ekki í vafa um að Samtök ferðaþjónustunnar eru tilbúin að koma í slíka vegerð með okkur,“ segir Kristján. Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. Sumarið 2018 fór sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið þess á leit við Hagfræðistofnun að hún legði mat á þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Í skýrslunni átti að fjalla um bæði kostnað og ábata af hvalveiðum fyrir þjóðarhag. Skýrsla stofnunarinnar var birt í dag og kynnt fyrir hagsmunaaðilum. Þar kemur fram að Íslendingar hafi veitt innan við 1% af af öllum hvölum sem veiddir voru í heiminum frá stríðslokum og fram að banni Alþjóðahvalveiðiráðsins árið 1986. Eftir 1986 sé hlutfall Íslendinga af veiddum hvölum í heiminum um 3%. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um áhrif hvalveiða á ferðaþjónustuna. En þar segir: „Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf. Sér í lagi er ekki að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað að neinu ráði.“ Þá telja skýrsluhöfundar að skilgreina megi fleiri hvalategundir sem nytjastofna en með þessu er í reynd verið að mæla með frekari hvalfveiðum. „Hvölum hefur fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Stjórnvöld ákveða hvaða tegundir má veiða. Eðlilegt virðist að skilgreina fleiri hvalategundir sem nytjastofna, sem veiða má úr ef staða þeirra leyfir,“ segir í skýrslunni. Þá virðast hvalveiðar ekki hafa haft áhrif á hvalaskoðun að mati höfunda en í skýrslunni segir: „Ekki er heldur að sjá að hvalveiðar hafi dregið úr áhuga á hvalaskoðun hér við land. Stærsti hluti hvalveiða við Ísland eru á langreyði, langt utan hvalaskoðunarsvæða.“ Í skýrslunni kemur fram að hvalaskoðun geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. Höfundar telja eðlilegt að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun en Alþjóðahvalveiðiráðið hefur gefið út handbók með verklagsreglum sem miða að því að draga sem mest úr truflunum af völdum hvalaskoðunar. „Mörg lönd hafa sett reglur um hvalaskoðun. Bæði náttúrverndarsamtök og Hafrannsóknastofnun bentu á það í umsögnum um frumvarp til laga um hvali árið 2009 að eðlilegt og æskilegt væri að setja lög eða reglur að þessu tagi. Þörfin á lagasetningu hefur ekki minnkað,“ segir í skýrslunni. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.Þurfum álit vísindasamfélagsins Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fékk skýrsluna afhenta í gærkvöldi. Hann segir að þörf sé á áliti vísindasamfélagsins áður hægt sé að meta hvort forsendur séu til að skilgreina fleir hvalategundir sem nytjastofna. „Ég hef verið talsmaður þess að við nýtum allar auðlindir landsins með sjálfbærum hætti á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar. Í því tilfelli sem snýr að þessari hugmynd, sem kemur fram í skýrslunni, að nýta fleiri nytjastofna þá liggur ekki fyrir neitt mat á slíku frá Hafrannsóknarstofnun. Ég tel að áður en slík umræða fari fram þurfum við að kalla eftir áliti vísindasamfélagsins,“ segir Kristján Þór. Varðandi það sem kemur fram í skýrslunni og snýr að regluverki utan um hvalaskoðun segir Kristján að hann hafi þegar rætt það mál við ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. „Hvalaskoðun er eðlilega nýting á auðlindinni sem hvalurinn er fyrir okkur Íslendinga. Ef við getum sett okkur einhverjar reglur um umgengni í þessum efnum sem leiða til betri nýtingar á þeim verðmætum sem felast í hvalaskoðun þá eigum við að skoða það. Ég hef raunar nefnt það við ráðherra ferðamála að við þurfum að gefa örlítinn gaum að þessu og ég er ekki í vafa um að Samtök ferðaþjónustunnar eru tilbúin að koma í slíka vegerð með okkur,“ segir Kristján.
Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira